Að sofa hjá er þreytandi
27.3.2007 | 11:38
Loksins kominn staðfesting á því sem marga hefur grunað, það er þreytandi fyrir karlmenn að sofa hjá. Áður en menn fara í "Smáralindarbæklingsöfgaumræðustellingar" þá er þetta ekki klámfengin færsla.
Það eru vísindamenn í Austurríki sem komust að þessari niðurstöðu með rannsóknum á 8 pörum og svefnvenjum þeirra og svo voru þau sett í próf eftir nætursvefninn. Niðurstaðan var sú að karlpeningurinn var þreyttari eftir að sofa við hlið makans en hressari eftir að sofa einir, eins stóðu þeir sig betur í prófunum eftir að sofa einir.
Nú fer að vera spurning að fara að leggja sig bara í fiskaherberginu ?
Ef menn vilja fræðast nánar um þessa könnun þá er frétt á visi.is um hana http://www.visir.is/article/20070327/FRETTIR02/70327020
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Upp með hljóðkútana stelpur
Páll Jóhannesson, 27.3.2007 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.