Loksins
27.3.2007 | 15:43
Já loksins.
Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi, held að flestir sem starfa í íþróttahreyfingunni fagni þessu heilshugar og þó við mest sem búum ekki á suðvesturhorninu.
Ferðakostnaður er þarna talinn vera um 500 milljónir, ekki veit ég hvernig þessar tölur eru fengnar en hitt veit ég að til dæmis mitt íþróttafélag er að ferðast á algörlega óviðunnandi hátt. Körfuknattleiksdeildinn er að keyra í alla útileiki og spilar tvo leiki í hverri ferð ( nema á Egilsstaði ) og húka í litlum 12-14 manna kálfum. Það er ljóst að ekki fer vel um fullvaxna körfuknattleiksmenn í svona farartækjum en þetta verða menn að láta sér nægja. Að sjálfsögðu kemur svona ferðalag niður á árangri þó svo að við getum lítið kvartað enda unnum við alla leikina í deildini. En gaman verður ef hægt verður að ferðast á almennilegann máta það er fljúga í leikina.
Er þeirrar skoðunar að þetta sé það sem bjargi íþróttahreyfinguni frá því að vera bara iðkuð sem keppnisíþrótt á suðvesturhorninu.
90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru gleðifréttir, það er rétt. Þorgerður Katrín, hin gamla handboltakona úr ÍR, á hrós skilið!
Ágúst Ásgeirsson, 27.3.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.