Fjögura ára og kann tökin á tippinu

Að sinna tippinu er ekki auðvelt - stundum er eins og maður ráði bara ekkert um hvað kemur út úr tippinu. Margir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á tippið - oftar en ekki þættir sem maður ræður bara ekkert við. Það gerir allt í sambandi við tippið svo vandmeðfarið, maður veit ekkert hvað kemur út fyrr en að leik loknum. Oft setur maður upp spekingslegann svip, spáir í viðfangsefnið, skoðar línurnar. Forleikurinn er tímafrekastur hjá sumum allar hreyfingar viðfangsefnisins eru kortlagðar, betri heima eða ekki heima - fyrri reynsla ?

Svo þegar nálgast hámarkið þá kemur oft efinn - var þetta vitlaus aðferð .. átti maður að taka meira mark á fyrra skori.. eða hlusta á þá sem reynsluna hafa á viðkomandi  ?

Þegar svo afrakstur erfiðisins liggur fyrir framann mann þá er gleðin ekki alltaf jafn mikil stundum veit maður að það var alveg hægt að gera betur. Bara ef maður hefði farið aðeins rólegar í hlutina og spáð meira í aðferðarfræðina. Maður rennir yfir þetta í huganum og pælir í  hvort maður hafi verið of  mikið vinstrameginn eða kanski hægrmeginn ? Miðjan er yfirleitt ekki góð, oftast lítið að fá út úr því að einbeita sér að henni.

Þrátt fyrir þessar pælingar og áratuga reynslu mína þá er það nú þannig að litla prinsessan mín, Rebekka Unnur kann best á tippið á heimilinu. Hún byrjaði nú bara nýlega að stunda tippið og bara í síðasta mánuði sem hún fór að valda því alveg sjálf, enda bara 4 ára.

Fyrst fór tippið þannig fram að ég spurði hana "segðu einn, egs eða tveir" og hún svaraði sammviskusamlega en núna er hún farinn að fylla út sjálf. Skrifar mjög fallega einn, egs eða rievt ( skrifar tveir öfugt )

Rebekka hefur náð 10 réttum, 9 réttum í tvígang og í ein 3 skipti verið með sama eða hærra skor en húskerfið sem við erum með hjá Íþróttafélaginu Þór en í gær þá náði hún 11 réttum á seðil sem kostaðir heilar 10 krónur. Þess má geta að húskerfið fékk 9 rétta ( kerfið gekk ekki alveg upp ) og kostaði það um átta þúsund Smile

Svo það er ljóst að það skiptir engu máli hver þú ert, hvað þú ert gamall eða hversu mikill sérfræðingur þú ert í sambandi við enska boltann - allir geta unnið í getraunum 

Rebekka fékk eins og staðan er núna 490 krónur í vinning fyrir 10 krónu seðil. 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er systir mín ;)

Telma (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband