Mögnuð flugeldasýning

Búinn að sjá nokkrar sýningar um árin, bæði hérna fyrir norðan og á útlegðar árum mínum á suðvesturhorninu, Menningarnótt og um áramótin en einhvern veginn er alltaf flottustu sýningarnar hérna á Akureyri. Það gerir drunurnar sem myndast á milli fjallana. Sýningarnar í Reykjavík á td. Menningarnót eru flottar en eru einhvernveginn bara eins og aumt hviss þegar vantar alvöru drunur sem ég hef hvergi upplifað nema á Akureyrarvelli um verslunarmanna helgina.

Sýningin núna var sú flottasta af mörgum Smile

 


mbl.is Óhapp á flugeldasýningu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lindan

Sýningin í gær var mjög flott.  Þú ættir samt að prófa flugeldasýninguna í Herjólfsdal við tækifæri.  Þar erum við að tala um alvöru dúndur og titrandi jörð. 

Lindan, 6.8.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Þú ert sem sagt ein af þeim sem þorir að viðurkenna að þú sért heima um verslunarmannahelgi og hafir gaman af

Aðalheiður Magnúsdóttir, 8.8.2007 kl. 07:53

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Jamm reyni alltaf að vera í bænum, en saknaði þess nú að vera ekki að vinna á unglingatjaldsvæðinu við Hamar. Er ekki ennþá farinn að fatta þessa furðulegu ákvörðun rétt fyrir helgina að banna ákveðnum aldurshópi að tjalda. Við Þórsarar vorum alveg tilbúnir að hafa tjaldsvæði fyrir þessa óvelkomnu.

Ef menn vilja fara þessa leið þá legg ég líka til að við bönnum þeim að vera hérna alltaf - verst að það er farið að nýta draugahúsin á keflavíkurvelli hefði verið svo upplagt að flytja alla 18-23 ára þangað og loka innan girðingar. Þá yrðu þeir ekki til vandræða þar sem almenningur sér !

Rúnar Haukur Ingimarsson, 18.8.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband