Getum ekkert í handbolta

Getum ekkert í handbolta segir Alferð og vísar þar til þessa tveggja leikja sem eru búnir í riðlakeppninni. Í þessum leikjum höfum við spilað fínan fyrrihálfleik, það er vörn, markvarsla og hraðaupphlaup hafa gengið vel. Hefðbundinn sóknarleikur hefur hins vegar ekki sést og réttast væri að fá rannsóknarlögregluna í málið og upplýsa þetta dularfulla hvarf sóknarleiksins. Vonandi nær Alfreð að finna sóknarleikinn og skytturnar okkar sjálfstraustið, og við gerum það ómögulega að leggja frakkana af velli á morgun. Ég spái því hinsvegar að við förum í milliriðlana án stiga og ríðum ekki feitum hesti frá þeirri keppni, vona samt svo innilega að spádómur minn rætist ekki.
mbl.is EM: Stórsigur gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband