Slappur verkstjóri
31.1.2009 | 12:45
Þetta kallar maður nú slappa verkstjórn, Framsókn les um það í blöðunum að það eigi að halda fund við einhverja styttu og kynna sáttmálann án þess að þeir hafi lesið hann yfir. Fleira skrautlegt hefur verið í verkstjórn þess sem stýrir þessu - eða eru það nokkrir sem gera það ??
Ekki til að auka traust á sundrungsfylkingunni sem sýndi það í aðdraganda stjórnarslita að verkstjórnin þar á bæ var engin - hvert félagið á fætur öðru sagði samstarfið dautt meðan verkstjórinn brosti í viðtölum og sagði allt í góðu.
Vona samt að þetta takist á morgun ef ekki þá á að drífa í að skila umboðinu/verkstjórninni og mynda utanþingsstjórn myndaða af sérfræðingum... og helst hafa sem mynnst af hagfræðingum í henni því þeir eru úti á túni. Það er miklu meira að marka langtímaspár veðurfræðinga en það sem hagfræðingar segja að muni gerast. Ótrúlegt hvað eitt nám hefur gjörsamlega gengisfallið undanfarna mánuði, stundum heldur maður að flestir hagfræðingarnir hafi fengið gráðurnar sínar í seríos pakka eins og það er kallað
En annars er ég með það á tæru hvað veldur þessari fjármálakreppu sem geisar um allan heim ....
Excel 2007 - nær væri að fjármálageirinn notaði OpenOffice traust og snilldar pakki og kostar ekki neit
Stjórnin mynduð á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.