Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Ekkert skrítið

Nei það er ekkert skrítið að Margrét taki þessa ákvörðun, það var ekki spurning hvort heldur hvenær. Núna verður ansi fróðlegt að sjá hvert framhaldið verði ... Ómar Ragnarsson, Jón Baldvin og Margrét - hvernig hljómar það ?
mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur þetta á óvart ?

Nei - það var vitað að tökuvélarnar heilla þau bæði, David hefur alltaf aukið og aukið það að standa fyrir framan tökvuvélarnar á kostnað fótboltans svo þetta er ekker skrítið.

En einhvern veginn hélt maður að raunveruleikaþættirnir væru að renna sitt skeið á enda en það virðist ekki vera.


mbl.is Veruleikaþáttur um Beckhamhjónin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt mál

Ef þetta er satt að myndbirtingarnar sem voru niðurstaða "perraveiða" tveggja einstaklinga eru að hluta til falsaðar er það mjög alvarlegt mál. Vonandi kemur niðurstaða í þetta mál hið fyrsta, og aðrir hugsanlegir perraveiðarar hugsi sig aðeins um eins og lögregla hefur farið fram á. Þetta mál er án efa vandmeðfarið og ef ég tók rétt eftir þá má lögreglan ekki beita tálbeitum til að leita uppi hugsanlega kynferðisafbrotamenn gegn börnum. Þessir aðilar sem Kompás fletti ofanaf hafa í raun ekkert rangt gert í tilliti lagana, en sýnt einbeittan brotavilja eins og það er kallað.

Held að við foreldrar ættum að snúa okkur að því að fræða börnin okkar um rétta notkun á netinu, og brýna það fyrir þeim að hleypa ekki hverjum sem er að sem "kontöktum" í msn-spjallforritinu. Leggja blátt bann við því að þau hitti einhvern sem þau hafa kynnst á netinu nema undir eftirliti og með leyfi foreldra. Foreldrar verða líka að takmarka notkun barna á netinu og þann tíma sem þau eyða í tölvu, orð Íþróttaálfsins í Latabæ eiga hérna við.

 

 


mbl.is Hefur kært myndbirtingar á netinu til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fifty fifty ?

Held að ég verði að vera sammála danska sérfræðinginum honum Per Skaarup. Það má líka alveg snúa hugrenningum hans við og þegar hann talar um Dani þá setjum við Íslendingar í staðinn og svo öfugt. Þá kemur þetta þannig út að "það gætu liðið 10 ár þar til við fáum annað eins tækifæri á að komast í úrslitaleik HM"

Spurninginn er sú: Er okkar tími kominn ? Ef við klárum Danina þá hef ég fulla trú á því að við förum alla leið í úrslitinn.

 


mbl.is HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

z í ráði

Sé Ólaf fyrir mér næstu daga með tvö spjöld sem stendur á Forseti og svo Ólafur til að aðgreina hvort hann sé þá stundina. Sennilega erfiðast fyrir hann þegar hann er hvorutveggja, þetta finnst mér aumt yfirklór hjá forsetaembættinu, að segja eitthvað bundið við persónu Ólafs sjálfs ekki íslenska forsetaembættið.
mbl.is Seta í indversku þróunarráði bundin við persónu Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri bjór

Verst að eiga engann þátt í þessu, en stefni á að skella mér í ferðalag til Þýskalands fjótlega. Þá má búast við að salan aukist líka. Bjórinn í Þýskalandi er bara góður og nóg af tegundum til að smakka, gaman að skella sér í bjórgarðana og fá sér öllara. Alveg rosalega gamann að sjá og kynnast þessari bjórgarðamenningu hjá þeim, eitthvað sem væri gaman að taka upp hérna á landi.
mbl.is Meiri bjórsala í Þýskalandi á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar spilar þessi Grænlendingur ?

Maður hefur ekki séð að þeir væru að spila þarna - eða er einhver hulduriðill þarna sem er ekki sagt frá ?
mbl.is Guðjón Valur í 4.-5. sæti á markalistanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr landsliðsþjálfari ?

Er Fergie orðinn landsliðsþjálfari ? Ekki nema von að maður spyrji þegar hann segir að Foster verði næsti landsliðsmarkmaður enska landsliðsins. Ben er góður markmaður á því er enginn vafi en hef ákveðnar efasemdir um lögsögu Fergie í að velja landsliðið, þó svo að núvernadi landsliðseinvaldur sé fyrrverandi aðstoðarmaður hans.
mbl.is Foster næsti landsliðsmarkvörður Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt afl = Frjálslyndi flokkurinn

Heyrði smá af viðtalið við Margréti Sverrisdóttir í útvarpi allra landsmanna ofh. áðan. Hún heldur því fram að Nýtt afl sé búið að taka yfir Frjálslynda flokkinn, eflaust hefur hún rétt fyrir sér. En mér finnst flokkinn hafa sett niður að hafa svona mikinn glundroða á landsfundinum og leyfa það að menn séu að skrá sig fram yfir fyrr auglýsitan kosningatíma. Tala nú ekki um að telja ekki upp úr öllum kjörkössum og eins að menn hafi fengið að kjósa á meðan ennþá stóð yfir skráning nýrra félaga. Þetta gæti allt eins verið nýr farsi hjá Leikfélagi Akureyar Smile

En stóri gallinn er hvað mig sjálfann áhrærir, mér var farið að lítast ágætlega á Frjálslynda flokkinn og mörg hans stefnumál, og álit mitt jókst þegar þeir þorðu að hefja umræðu um gengdarlausann innflutning á erlendu vinnuafli. Þeir náðu að mér fannst að dansa eftir línuni sem skilur að fordómalausa umræðu og fordóma.

En tvíeykið stóra Guðjón og Magnús virka nú ekki vel á mig og eins ef Nýtt afl er að taka flokkinn yfir þá er allt opið í því hvaða flokkur fær atkvæði mitt í vor.


mbl.is Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Penryn - við bíðum spennt

Já alltaf góðar fréttir þegar áfangi næst í hönnun á örgjörvum, sérstaklega núna eftir að Vista kom á markaðinn. Vista er hægvirkara á minni tölvu en XP-ið var, og verður fróðlegt að sjá hraðamælingar þegar nýi Penryn kemur. Gott að AMD er þarna líka, alveg nauðsynlegt að hafa fleiri en einn framleiðanda að örgjörvum.

Annars fyrst ég minnist á Vista þá er ég bara nokkuð ánægður með endanlegu útgáfuna, nema IE7 og Vista eru ekkert rosalega happy saman í tölvuni hjá mér. IE7 virkaði mun betur í XP-inu gamla, á það núna til að lokast bara í miðju browsi á neinnar sýnilegrar ástæðu. Svo nægir að opna marga glugga í IE7 til að láta hann gefast upp, gæti verið resource vesen en hef ekkert nennt að spá í því.


mbl.is Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband