Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Spennan í hámarki

Við bíðum spennt eftir niðurstöðu. Mun tvíeykið núverandi formaður og varformaður halda velli ?

 


mbl.is Mikill mannfjöldi á landsfundi Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð stjórnenda

Aldeilis er uppi typpið á "lögfræðingastóðinu" þessa dagana, Baugsmálið og núna er oliufurstarnir alveg saklausir að þeirra mati. Því það hafi verið svo ílla staðið að rannskókn málsins, lögreglubílar hafi keyrt of nálægt gangstétt fyrirtækjana eða kanski ekki alveg. En sum rök sem þeir færa fyrir því að það eigi að fella málið niður eru alveg ótrúleg og særa réttarkennd manns. Þó hefur maður stundum gjóað augum á amerískar lögfræðingasápur í sjónvarpinu og séð þar svona, og  er alveg viss um að "lögfræðingstóðið" hérna heima hefur ekki misst af þætti.

Held að allur almenningur í landinu telji þegar fyrirtæki brýtur af sér þá hljóti stjórendur þess að bera ábyrgð, ef ekki hver þá ?

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum farsa næstu daga, og því miður grunar mann að peningarnir fái að ráða ferðinni einn einu sinni í bananalýðveldinu Íslandi.


Allt orðið til sölu í dag

Já nýjasta tískan í dag er að eiga fótboltafélag, voru það Íslendingar sem hrundu æðinu af stað með því að kaupa Stoke um árið ?

Í það minnsta er enginn maður með mönnum í dag nema vera orðaður við kaup á ensku knattspyrnuliði. Mér myndi hins vegar nægja að kaupa mitt félag Þór en er að vísu hluthafi í einu stórliði á Bretlandseyjum, http://www.fc-utd.co.uk/  Er svo sem ekkert að hugsa um að taka það yfir en ég og Rebekka, prinsessan á heimilinu eigum hlut í sjóði sem var notaður til að berjast á móti kaupum Glazer. Hluti þess sjóðs var notaður í að stofna þetta nýja félag Football club United of Manchester sem spilar í deild sem er svo neðarlega að hún er eiginlega efst ef maður telur "hinumeginn frá" Smile

 


mbl.is Amerískur auðkýfingur að íhuga tilboð í Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bogdan tók Alla á sálfræði

Er þetta ekki sigur í sálfræðistríðinu ?

Alli talaði um að Pólverjar væru fljótir að brotna niður ef á móti blési og hugsuðu um að það mætti alltaf laga það í næsta leik. En gallinn var sá að við vorum næsti leikur og þeir löguðu þetta þar - alveg rétt hjá Alla.

Bogdan hefur væntanlega sagt leikmönnunum það og þeir orðið rólegir því Íslenski þjálfarinn vissi að þeir myndu laga þetta í næsta leik.

En það mátti sjá í sjónvarpinu að Alla var heitt í hamsi og var að ræða málin við Pólverjana, sá svo sem ekki hvort hann var að reyna að nálgast Bogdan, eða einhvern annan.


mbl.is HM: Alfreð ósáttur við Bogdan Wenta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningarigning ?

Maður hefur heyrt talað um súrt regn, dembu, skýfall og hvað það heitir allt saman en ekki peningarigningu fyrr en nú. Það mætti nú alveg koma smá skúr hérna yfir götuna hjá mér, fer nú ekki fram á hellidembu en svona þettings úða.
mbl.is Peningum rignir af himnum ofan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kimi að láta veðrið stoppa sig

Ekki missi ég svefn yfir því þó Ferrari gangi ílla Devil. En síðasta setningin í þessari frétt finnst mér annsi góð

"Kimi Räikkönen var einnig við akstur í Vallelunga í morgun sem undanfarna daga en veðráttan hefur sömuleiðis takmarkað hann."

Alveg hreint ótrúlegt að veðrið skuli trulfa hann líka á sama stað og á sömu braut.. henn hefði nú getað prufað að keyra öfugt í beygjurnar og athugað hvort það væri sama veður þar Smile


mbl.is Massa klessukeyrir nýja Ferrarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fergie ekki látann fara !

En þú mátt alveg selja "Fat Scouser-inn" aka Venna Rún, algjört veist of monei að kaupa hann. Betra að fá klink í kassann og kaupa alvöru leikmenn, og þá er ég ekki að tala um fótbrotinn Englending sem spilar í Þýskalandi og vill komast heim til Englands.

 


mbl.is Sir Alex Ferguson: Útilokað að Ronaldo verði seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best bestur ?

Hann var sennilega með þeim bestu í að:

Eyða veraldlegum hlutums svo sem peningum.

Að spila fótbolta.

Drekka.

En hann var ekki með þeim bestu í að:

Hugsa um heilsuna.

Hugsa um fótboltaferilinn.


mbl.is Einkasonur Georges Bests erfir úr en konurnar ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur lán eða ekki ?

Í tilefni af því að meirihluti tekna Landsbankans kemur erlendis frá þá væri gaman að einhver talnaspekingur tæki nú saman hverjir meðaltalsvextirnir hjá viðskiptavinum bankans erlendis eru. Sjálfsagt þarf að taka aðrar tölur með í dæmið td, verðbólgu og fleira sem er í gildi þar en samt ætti það að vera hægt fyrir einhvern viðskiptasnillann. Væri fróðlegt að sjá hvort við værum að borga sambærilega vexti til bankans eins og viðskiptavinir þeirra erlendis.
mbl.is Afkoma Landsbankans vekur athygli í fjármálalífi London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birtast óvænt ?

Hélt að það þurfi að samþykkja ef að sá sem þú ert að spjalla við ætlar að nota vefmyndavél ? Eða er ég alveg orðinn alveg "out of date" í msn Errm

Vil samt taka það fram að ég er alls ekki að réttlæta þennann gjörning sem við komandi virðist hafa haft í frammi. En auðvitað eru þeir sem samþykkja að spjalla við þennann aðila og nota vefmyndavél þá er það ekki þar með sagt að aðilanum sé leyft að bera sig. En ég held að vefmyndavél birtist ekki óvænt á skjánum nema með samþykki þess sem er við tölvuna.


mbl.is Bera sig í vefmyndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband