Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Kunna konur að keyra ?
25.1.2007 | 14:12
Þetta er alveg ótrúlegt - hver segir svo að konur kunni ekki að keyra
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neibb - engin útsala hér
25.1.2007 | 10:34
Real Madrid tilbúið að greiða tæpa 5 milljarða fyrir Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Njósnir á Old Trafford ?
25.1.2007 | 09:53
Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í morgun að lítil Cessna flugvél hafi verið að fljúga yfir Carrington æfingasvæði Manchester United. Þessi vél á að hafa verið sérstaklega útbúinn þannig að það heyrist voða lítið í henni og nýjusta tækni í eftirlitsmyndavélum notuð.
Nefna menn að hreyfill vélarinnar sé 100.000 punda virði og njósnabúnaðurinn í henni er metinn á 50.000 pund.
Þá er það stóra spurningin hver í ósköpunum nennir að fá flugvél til að fljúga yfir æfingasvæðið og hvað græða menn á því ? Næsti leikur okkar er um helgina við Portsmouth í bikarnum, varla hefur Harry Redknap leigt þessa meintu njósnavél til að horfa á æfingu hjá United.
Get heldur ekki ímyndað mér Roman Abramovich sé að senda litla Cessnu "druslu", hann hefið ábyggilega sent alvöru forstjóravél og leyft Móra kallinum að fljóta með.
En það alvegarlegasta í þessu er að skv. sumum fjölmiðlum var þetta leynileg æfing hjá United og meðal annars var Venni Rún aka Fat Scouser að æfa eiitthvað nýtt Sé nú bara spaugilegu hliðina á þessu en það verður gaman að sjá hvað Bretunum tekst að gera úr þessu máli og á maður eftir að fylgjast spenntur með fréttum.
Já vaxandi vandamál
24.1.2007 | 17:32
Það er ekki spurning að tölvufíkn er vaxandi vandamál, hvort sem hún tengist leikjum eða internetinu og spjallforritum.
Það eru ansi margir sem eyða alltof miklum tíma fyrir framan tölvuna í notkun á spjallforritum, halda að þeir séu að missa af einhverju ef þeir eru ekki "online". Fara svo varla út úr húsi til að hitta vinina en eiga nánast öll samskipti við þá á netinu. Öfgarnar eru svo miklar og auðvelt að hrífast með enda er þetta tiltölulega nýtt og spennandi form á samskiptum. En vonandi sjá flestir aðsér og nota þetta í hófi, því það er bara viðkomandi einstaklingur sem stjórnar því hvað hann er lengi fyrir framan tölvuna. Foreldrar geta auðvitað takmarkað notkun barna og unglinga á tölvu og netinu og borgar sig að gera það strax svo ekki verði um árekstra og deilur út af því. Best er að slökkva á routernum svo að ekki sé hægt að vera á netinu, hafa það fastákveðið td útfrá svefnþörf.
Svo er svipað með leikina, ef þú ert dottin í netleikina þá er rosalega erfitt að hætta að spila, einn leik einn og svo er klukkan orðinn alltof margt. Held að margir kannist við þetta en færri sem viðurkenna að þetta sé fíkn. Einstaklingsleikir eru oft þannig að þú hamast við að spila þá þangað til að þú "klárar" leikinn svo eru aðrir td svokallaðir manager/hlutverka leikir þar sem þú getur spila í það óendanlega. Eina sem stoppar fólk í að hanga í þeim er vinna og/eða skóli, auðvelt að panta bara pizzu og rétt hlaupa frá leiknum og taka á móti matnum og hendast í tölvuna aftur.
Ef það er verið að spila netleiki þá er hægt að stjórna því aðeins með því að slökka á routernum en erfiðara að stjórna þessum leikjum sem eru ekki á netinu þá er það bara takmörkun á tölvunotkun í heild sem virkar.
Er tölvuleikjafíkn stórt vandamál? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugbúnaðarþjófnaður
24.1.2007 | 11:06
Þessar tölur koma mér svo sem ekkert á óvart, hefði jafnvel trúað að þær væru hærri. Alveg ótrúlegt þegar fyrirtæki með ansi góða veltu eru að standa í svona þjófnaði, en það er samt að breytast. Eins hefur verðlagning hjá Microsoft aðeins þokast nær veruleikanum sérstaklega í Office vöndlinum sem hægt er að fá fyrir um 15.000 krónur og má þá nota á 3 vélar heimafyrir. Áður var þessi pakki að kosta nærri 50.000 og þá bara fyrir eina tölvu. Ekkert skrítið svo sem að menn hafi fengið "lánaðar" útgáfur, en eftir þessa stefnubreytingu hjá Microsoft hefur salan á Office aukist mikið.
Það var oft hjákátlegt að verja það í fyrirtækjum, þegar maður var að setja upp netkerfi í þeim, að það þyrfti að kaupa hugbúnaðinn... Ekkert mál að kaupa skrifborð og stóla en hugbúnað, mátti ekki bara finna hann á netinu ?
Svo voru sumir svo flottir að þeir voru alveg tilbúnir að kaupa 5 pakka þó svo að t.d. 10-15 manns ættu að nota hann. En það runnu nú á þá tvær grímur þegar maður spurði hvort þeir vildu þá ekki bara kaupa 5 skrifborð og stóla á skrifstofuna.
22% Windows stýrikerfa illa fengin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jaxlinn brotinn
24.1.2007 | 10:20
Jæja það kom að því að við Robbie eigum eitthvað sameiginlegt, báðir hafa fótbrotnað í fótbolta. Ekki að það ég hafi verið að bíða neitt eftir þessu, en svona harðjaxlar eru nú líklegri til að fótbrotna en aðrir. Þetta er mikill missir fyrir Blackburn því Robbie er lykilmaður í liðinu og stórt skarð höggvið í þeirra raðir.
Robbie hefur verið að landakortinu hjá mér lengi eða síðan hann spratt fram á sjónarsviðið með Class of "92 genginu á Old Trafford, þeim Giggs, Butt, Scholes, Neville bræðrum og svo einhverjum Beckham sem engin man eftir
Þessi hópur hefur náð ansi langt í boltanum og ótrúlegt að svona hópur komi fram aftur á sjónasviðið, en aldrei skal skrifa aldrei !
Savage fótbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnumótmælendur
23.1.2007 | 23:36
Atvinnumótmælendur hafa lengi verið til, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þar hafa atvinnulausir verið til í að ganga með kröfuspjöld dag eftir dag og kalla slagorð fyrir nokkra dollara á dag. Þeir taka bara það sem að þeim er rétt og mótmæla eins lengi og þeir nenna og telja að hæfilegt sé fyrir dollarana sem þeir fengu.
Þýskir mótmælendur til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Árásir á netið
23.1.2007 | 23:04
Þetta er því miður byrjað, "gömlu góðu" vírusunum hefur fækkað, frekar sjaldgæft að sjá vírusa sem smitast með tölvupósti. Núna eru MSN og heimasíðuvírusar algengari, fólk þarf að vara sig á að svara "auglýsingum" sem koma oft á vafasamar síður. Þar er oft verið að segja að þú hafi unnið hitt og þetta eða þá að vélin þín sé sýkt af spyware eða slíku. Þá freistast fólk oft til að smella og hlaða þá óafvitandi niður einhverjum óþverra sem svo opnar fyrir ennþá meiri ófögnuð og venjulegar vírusvarnir eru varnarlausar gengn því.
Því miður verður tölvuheimurinn alltaf flóknari og erfiðara fyrir "venjulega notendur" að verjast og kunna á hætturnar.
Tölvuþrjótar taldir munu einbeita sér að netinu í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frjálslyndir vindar
23.1.2007 | 19:02
Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tveggja bíla ?
23.1.2007 | 18:58
Tveggja bíla árekstur varð á Snorrabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)