Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Baugur líka ?

Er það tilviljun að þeir fóstbræður Baugur og Ólafur eru að herja á Indlandi á sama tíma  Errm


mbl.is Ólafur Ragnar tekur sæti í þróunarráði Indlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðir eða stuttir ?

Já það er spurning
mbl.is Þremur Frökkum rænt á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkarnir hengdir upp !

Já þetta var bara snilld og sennilega einn ef ekki besti leikur Íslands á stórmóti frá upphafi. En vara við of miklum æsing og bjartsýni í kjölfarið.
mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá - ertu að grínast ?

Úff - maður bara fær svona sundlaugarhroll - þetta er verra en í Rigningarvík Wink
mbl.is Sjaldgæf sjón á himni í Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný leið til að lækka kostnað við heilsugæslu ?

Er þetta eitthvað sem við ættum að taka upp ?


mbl.is Sjúklingur gerði við tæki á spítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ráspól

Skrapp suður um helgina, sem er svo sem ekki til frásögu færandi. En maður tekur alltaf meira og meira eftir óþolinmæðini í innanbæjarumferðini, menn eru allta að reyna að ná ráspól á næstu ljósum.

Jú druslan er staðin slétt og oft á tíðum staðið í stórsvigi og bilið í næsta bíl haft svona já nálægt bíllengd - öllu til fórnað til að ná ráspól ef ekki þá betri stað en á síðustu ljósum. Ég man eftir því að það var einu sinni - svona seinnihluta síðustu aldar, hægt að keyra á jöfnum hraða frá Ártúnsbrekku og vestur á nes, á grænu ljósi. Nú er það vita vonlaust því allir eru að hamast við að eyða bensíni/olíu og menga sem mest bara til þess að geta mengað ennþá meira þegar menn standa á bremsuni og fínar aspest agnir dreyfast um allt úr bremsukerfunum.

Nenni ekki lengur að svekkja mig á saltdrulluni, náði nærri því að venjast henni þegar ég var í útlegð - en mikið var gott að koma heim í gærkveldi og hreinsa saltpækilinn af skónum og labba í brakandi snjó í frostinu.


mbl.is Þrír 18 ára ökumenn stöðvaðir á ofsahraða í borginni um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínn listi nema 1. sætið

 Góður listi eins og venjan er að segja en er ekki sáttur við kallinn í fyrstasæti. Hann hefur alveg spilað rassinn úr buxunum undanfarið, og renndi sér fótskriðu yfir strikið í sundlaugargarðsmálinu og árás á Íþróttafélagið Þór og formann þess.

Svoleiðs gera menn ekki sem ætla sér eitthvað í pólitík - nema hann voni að menn verði búnir að gleyma bótunum á buxunum þegar að kosningum kemur - en það geri ég ekki.


mbl.is Listi Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka hækka samráð

Hvaða orð passar ekki við Olíufélögin eða svörtu mafíuna ? Júbb mikið rétt lækka er lykilorðið þarna. Virðist sem það sé tregðuvandamál þegar olíuverðið hríð lækkar erlendis en þá er sennilega bara enginn hjá þeim sem fylgist með. En ef verðið hækkar smá erlendis þá frétta þeir það um leið og náttlega hækkar verðið hérna strax. Bíð spenntur eftir því að Atlantsolia opni hérna í bænum og þá færi ég viðskiptin þanga, held að það ættu fleiri að gera. En við erum einhvern vegin svo vön að vera eins og lúbarðir hundar, bara brosum út í annað og bjóðum hinn vangann. Langlundargeðið er mikið og menn fljótir að gleyma - Allir til Atlantsoliu og sjáum hvort það opnist ekki fyrir fréttir af lækkunum erlendis til svörtu mafíunar.
mbl.is Ekki líkur á lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Räikkönen á skriðdreka ?

Er nú ekki viss um að kappinn fá skriðdreka - en rétt er það að hann er ansi aggressívur ökumaður og held ég að það hafi ekki verið að hjálpa honum í að komast í mark á síðusta tímabili í F1. Fróðlegt að sjá hvernig Ferrarí fákarnir endast hjá honum, kanski það verði veðmál um hvé margar vélar hann sprengir, ég giska á 5.

 


mbl.is Räikkönen þarf skriðdreka hjá Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vork vork

Á maður að fara að vorkenna greyið hrokagikknum ?  Það virðast allir vera vondir við hann núna, meira að segja hjá Chelsea.  Held að hann sé bara að undirbúa það að taka við Portúgalska landsliðinu.

 


mbl.is Jose Mourinho: Ánægður ef ég verð út samningstímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband