Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Flugið til Sandgerðis - NOT
18.1.2007 | 17:12
Leyst bara ekkert á þessa fyrirsögn í fréttini fyrst, hélt að Icelandair væri að hætta að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar. En svo kemur sem betur fer í ljós að þetta er sérstakt morgunflug til þæginda fyrir þá sem er eru að fara erlendis.
Það vita flestir sem búa hérna í paradísini á Akureyri að færsla á innanlandsfluginu til Sandgerðis yrði nánast banabiti þess. Því þá tæki flugið allt of langan tíma og orðið tvísýnt um tímasparnað þess að fara í flugi á móti því að renna þetta á bíl.
- Annars er mér svo sem sama, flýg ekki - rúlla þetta bara á mínum eðal Skóda.... tja mínum ... á ekkert í honum bara leigi hann
Icelandair flýgur milli Akureyrar og Keflavíkur í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oft var möst nú er nauðsyn
18.1.2007 | 16:58
Allir að veita þessu athygli og hugsa aðeins um þetta, eins er nauðsynlegt að foreldrar hugsi aðeins um hvernig tölvunotkun og þá sérstaklega leikja og internet notkun hjá börnum/unglingum er háttað.
Held að mikilvægt sé að foreldrar fylgist vel með því hvaða leiki er verið að spila á heimilinu, sérstaklega ef börnin eru með tölvu í sínu herbergi. Það sama á við um netnotkun, held að besta ráðið sé það að börnin fái ekki að vera á netinu nema á tölvu sem er í "almenningi" það er þar sem aðrir ganga um. Það er ákveðin vörn í því að þau séu ekki að pukrast með eitthvað.
Svo eru líka til forrit sem fylgjast með netnotkun og eins er hægt að stilla sum þeirra þannig að þau banni ákveðin orð.
Mikilvægast er þó fræðsla umfram boð og bönn, foreldrar þurfa að setja sig inn í áhugamál barna sinna og þá hvað þau eru að gera á netinu. Ræða við þau um hvað sé hættulegt í samskiptum á netinu og hvernig eigi að "passa" sig þar. En geri mér grein fyrir því að almennt er sennilega ekki nægileg þekking hjá foreldrum á netinu og hættunum þar, því er svona herferð nauðsynleg.
Oft var möst nú er nauðsyn
18.1.2007 | 16:58
Allir að veita þessu athygli og hugsa aðeins um þetta, eins er nauðsynlegt að foreldrar hugsi aðeins um hvernig tölvunotkun og þá sérstaklega leikja og internet notkun hjá börnum/unglingum er háttað.
Held að mikilvægt sé að foreldrar fylgist vel með því hvaða leiki er verið að spila á heimilinu, sérstaklega ef börnin eru með tölvu í sínu herbergi. Það sama á við um netnotkun, held að besta ráðið sé það að börnin fái ekki að vera á netinu nema á tölvu sem er í "almenningi" það er þar sem aðrir ganga um. Það er ákveðin vörn í því að þau séu ekki að pukrast með eitthvað.
Svo eru líka til forrit sem fylgjast með netnotkun og eins er hægt að stilla sum þeirra þannig að þau banni ákveðin orð.
Mikilvægast er þó fræðsla umfram boð og bönn, foreldrar þurfa að setja sig inn í áhugamál barna sinna og þá hvað þau eru að gera á netinu. Ræða við þau um hvað sé hættulegt í samskiptum á netinu og hvernig eigi að "passa" sig þar. En geri mér grein fyrir því að almennt er sennilega ekki nægileg þekking hjá foreldrum á netinu og hættunum þar, því er svona herferð nauðsynleg.
Jákvæð og örugg netnotkun í stað eineltis og svívirðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að lífga uppá fréttir
18.1.2007 | 14:35
Er þetta bara ekki hið besta mál ? - Hlýtur að auka áhorf hjá þeim og snýst ekki allt um það
Viss um að ef NFS hefði fattað þetta þá hefði sú stöð verið í loftinu ennþá með mikið áhorf.
Bresk fréttakona berar sig í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert skrítið - hver vill fara til Liverpool ?
18.1.2007 | 08:57
Ég er nú bara mest hissa að þetta sé fréttnæmt, auðvitað vill enginn fara til Liverpool - kommon. Meira að segja er betra að vera í mikilli hættu að falla með West Ham en að fara til Liverpool, það er augljóst
Valdi Neill West Ham framyfir Liverpool? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ræður klámið ?
18.1.2007 | 08:47
Mun klámið ráða úrslitum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Larsson á Pollamótið ?
16.1.2007 | 14:31
Er ekki bara málið hjá mínum mönnum að framlengja við Larsson og kaupa Teddy Sharingham, Eric Cantona.. svo væri leynivopnið Mark Hughes. Þessi unglingar færu nú létt með að sýna Venna Rúní hvernig á að spila fótbolta, hann gæti svo farið í varaliðið eða er hann ekki ennþá gjaldgengur í unglingaliðið ? - Í það minnsta er þá von til þess að hann geti skorað mörk og lappað uppá sjáfstraustið sem virðist vera alveg týnt.
Annars er Larsson velkominn á Pollamótið í sumar.
Dvöl Larssons hjá United ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Plís - bjóðið mér að prufa Joost
16.1.2007 | 12:54
Nánast of gott til að vera satt - þannig að maður drífur sig náttlega í að skrá sig og sjá hvað þetta mun bjóða uppá... Óttast samt mest hvað verður í boði, er nú ekki rosalega hrifinn af þeim stöðvum sem eru í boði í dag hérna á ísalandinu.
Núna vantar bara einhvern til að bjóða mér að prufa herlegheitin - svo ef þú er aflögufær um boð endilega bjóddu mér :-)
Stofnendur Skype ýta úr vör ókeypis netsjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Peningar rúlla fótboltanum
16.1.2007 | 11:27
Enn eitt dæmið um þá vitleysu sem knattspyrnan er kominn í eftir að alltof miklir peningar fóru að streyma þangað. Það leiðir til þess að til verða fullt af smákóngum sumir að vísu stærri en aðrir eins og gengur. Svo þegar menn eru orðnir kóngar þá er bara eitt rétt og það er það sem þeir segja, og jaðrar það við barnaskap að horfa uppá rígfullorðna menn láta svona.
En Jói Kalli losnar vonandi frá þessu rugli sem virðist vera í millum þeirra Van Gaal og framkvæmdastjórans. Þar sem það er orðið ljóst að geta leikmannsins skiptir engu máli í barnalegu stríði sem snýst um ég ræð.
Alkmaar vill fá 50 millj. kr. fyrir Jóhannes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vatn jafn hættulegt og M&M ?
15.1.2007 | 23:20
Kona lést af völdum vatnsdrykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)