Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Tæknileg mistök ?

Ljóst að þarna hafa átt sér stað stór tæknileg mistök sem er svo sem svolítið dularfullt þar sem það virðist ekki hafa skort á því að tæki og tól hafi verið keypt.  Níu gemmsar á 10 mánuðum, það hefur sennilega gleymst að segja Byrgismönnum að það er hægt að hlaða símana aftur, þetta gadget sem maður styngur í rafmagn og svo í símann - það er til að hlaða þá aftur !

Annars er þetta grátlegur lestur og ljóst að ekki bara forstöðumenn og forsvarsmenn Byrgisins sem þurfa að svara áleitnum spurningum heldur endurskoðendur og þeir "kerfiskallar" sem áttu að fylgjast með rekstrinum. Verst er ef þetta dregur úr tiltrú almennings á fjársöfnunum og góðgerðarstarfsemi og menn setji samasem merki þar á milli og peningaóráðssíu.


mbl.is Ríkisendurskoðun vill lögreglurannsókn á rekstri Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamat RUV

Sat spenntur áðan og horfði á helgarsportið á RUV, jú það kom langt innslag um 3ja flokk karla hjá FH í handbolta. Golf þar sem inntakið var að allir þeir bestu væru að taka þátt í PGA í USA og því bara einhverjir lélegir eftir í evrópuröðini en samt var það nægilega fréttnæmt til að gera ágætlega langt innslag. Jú formúla náði inn, þar var markverðast að sjá fyrrum snilling hjá McLaren Kimi renna sé á skíðum ...........................

OK nenni ekki að telja upp meira en það koma EKKI innslag frá stjörnuleikjunum í körfubolta sem voru háðir í gær. Eins og þeir sem vita um hvað karfa snýst þá er þetta algjör sýning og veisla fyrir áhugamenn um íþróttir. Nei frekar skal hafa viðtal við gutta í 3. flokki og sýna Kimi á skíðum Angry

En þeir sem vilja geta séð leikina á KFI.is undir KFI-TV þeir stóðu sig betur en RÚV, já og Sýn og Skjásportið sem gerðu í brækurnar í þetta sinn.


"Ó"veðrið til góðs ?

Kanski eftir allt saman sé bara fínt að hafa snjó og slæma færð, þá komast þjófar og aðrir góðkunningjar lögreglunar ekkert á milli staða. Rólegt hjá Lögregluni í staðinn, en geta þeir ekki bara hringt á lögguna og fengið hana til að skutla sér á innbrotsstaðinn ?

 


mbl.is Einmuna rólegt í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með vitið í vöðvunum ?

Úr fréttini: "Sigurður kveðst ósáttur við gagnrýni sem fram hefur komið, m.a. í bæjarstjórn, að einkaaðila sé færð svo dýrmæt lóð. "Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra."

Maður er bara gáttaður annar eins hrokagikkur, ef rétt er haft eftir hjá blaðamanni, hefur ekki lengi sést. Hvað heldur hann eiginlega að hann sé, að vísu virðist hann vera besti vinur fyrrverandi bæjó hans K. Júl sem betur fer er að fara á þing. Þessi gjörningur allur í sambandi við þessa lóð og persónulegur samningur fyrrum bæjó við vöðvafjallið er hið ótrúlegasta mál allt saman og ætti frekar heima í bananalýðveldum en á Íslandi. Til að bíta höfuðið af skömmini hafði meirihlutinn ekki manndóm í sér til að fara að vilja bæjarbúa og hafa þarna útivistarsvæði sem hann hafði áður ályktað um og haldið eftir möguleika á stækkun sundlaugar í alvöru keppnislaug - nei besti vinur bæjó skal fá lóðina án útboðs !! 


mbl.is Stefnir að því að taka heilsuræktarhúsið í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskóli hér eða þar ?

Það er greinilega ekki sama hvaða háskóli á í hlut, miljörðum ausið í HÍ meðan háskólinn á Akureyri má búa við gífurlegt svelti sem hefur haft mikil áhrif á skólann. Deildir sameinaðar, færri nemendur fá inngöngu eftir miklar sparnaðaraðgerðir - jú það voru ekki til meiri peningar !

Í hvaða kjördæmi er menntamálaráðherra ?


mbl.is Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móri í vondum málum trallla la

Móri fær ekki lengur að kaupa allt dótið í dótabúðini, kall greyið. Maður hálfpartinn vorkennir honum - NOT.

 


mbl.is Mourinho óhress með stjórnendur Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa aðrir komið til greina í embættið

Drengurinn spilar frábærlega, er orðinn ótrúlega þroskaður miðað við aldur. Hafði greinilega gott af HM í sumar ólíkt "Shrek" sem spilar í sama liði, sá er ennþá einhverstaðar lost eða að horfa á desperuðu húsvífurnar.
mbl.is Ronaldo aftur leikmaður mánaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Becks til Bandaríkjanna

Eitthvað kemur þetta ekki á óvart, USA er óplægður akur ímyndarlega séð. Svo er aldrei að vita nema kunningsskapur þeirra Beckham-a við Tom Cruse og hans spúsu komi þeim í kvikmyndir ?

Það hafa heyrst sögur um áhuga Victoriu á slíku og David hefur svo sem ekkert leiðst að standa fyrir framan myndavélar í auglýsingagerð og því stutt í bíómyndirnar myndi maður halda.

David á eftir að standa sig í MLS - gæðin þar eru ekki jafn mikil og því ætti hann að vera á toppnum þar í einhvern tíma.


mbl.is Beckham á leið til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræðisreglan brotin ?

Tekið af akureyri.is:

------------------------------------------------------------------

Frítt í strætó og ferjuna

1.1.2007

Frá og með deginum í dag, 1. janúar 2007, verður ókeypis í strætó á Akureyri og þeir sem eiga lögheimili í Hrísey þurfa ekki að greiða fargjald í ferjuna til og frá landi. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 17 milljónir króna.

Akureyri - öll lífsins gæði!

------------------------------------------------------------------

Verð nú að viðurkenna að þetta vekur upp spurningar hjá mér, af hverju fá bara þeir sem eiga lögheimili í Hrísey frítt í ferjuna ? - eru þeir ekki Akureyringar eins og við hin ??

Það ætti kanski þá bara að vera frítt í strætó fyrir þá sem eiga lögheimili á "gömlu Akureyri" ' sé ekki annað en þetta sé mjög svo vafasamur gjörningur hjá stjórvöldum hér í bæ. En þetta fer vonandi að lagar fyrst við erum að losna við Kristján bæjó.


Smikes er flottastur

Algjör snillingur kallinn, alveg ótrúlegt að sjá hann spila á piano, þessi stóri og "klunnalegi" maður að spila á piano er töff.

Sá bestiVar uppáhalds leikmaður maður min um árabil á Old Trafford, og var auðvitað sá besti í heiminum í nokkur ár. Efast ekki um að hann standi sig með prýði í spurningunum eins og í markinu.

 


mbl.is Peter Schmeichel stjórnar spurningaþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband