Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Uss fer honum ílla

Ansi er hann eitthvað "hengilmænulegur" þarna. Enda bílasportið eina íþróttin þar sem rauður litur er ekki góður, silfurörvarnar frá Mclaren eru flottastar. Annars eru mín lið yfirleitt í búningum sem tengjast rauðu, svo sem Þór og Manchester United.
mbl.is Räikkönen í herklæðum Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður þá um ég heiti og klukkan er ?

Held að ansi margir myndu hlusta á svona stöðvar hér, ansi margir búnir á fá leið á sjálfumglöðum útvarpsmönnum sem í tíma og ótíma staglast á því hvað þeir heita, á hvaða útvarpsstöð þú ert að hlusta á og svo hvað klukkan sé - varla að þeir hafi tíma í að kynna næsta lag.

 


mbl.is Ný tegund útvarpsdagskrárgerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslpóstur ?

Sé fyrir mér miklu vinnu hjá okkur tölvunördunum :-) - Hugsa að ansi margar ruslpóstsíur verði í vanda með póstinn frá MI5 og hann nái ekki til allra sem eiga að fá hann. Svo er líka gott að vera hryðjuverkamaður og frétta með þeim fyrstu hvenær maður á að bakka út Smile
mbl.is Breska leyniþjónustan býðst til að senda hryðjuverkaaðvaranir í tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að flækja málið

Rosalega kemur þetta eitthvað ekki á óvart, sýnist á öllu að innlendir lögfræðingar hafi horft of mikið á ameríska lögfræði þætti í sjónvarpinu. Eru í það minnsta búnir að læra það helsta svo sem að flækja málið alveg út í eitt og helst koma í vef fyrir að það komist nokkurntímann í málsmeðferð/dóm.

Þetta hefur best sést á svokölluðu Baugsmáli sem er orðin þvílíka flækjan og ef best af öllu eru fréttir um að saksóknarar "máttu" ekki að því virðist hafa þá skoðun að sakborningar væru sekir. Ég segi nú fyrir mig að ég vona bara innilega að saksóknarar séu með það á tæru hvort þeir sem þeir eru að sækja til saka séu sekir - ekki bara kanski eða vonandi.

En núna virðist allt snúast um formlegheit, og útúrsnúninga, eitthvað sé óskýrt og ég veit ekki hvað og hvað...... í þessu máli er kristaltært held ég hjá 99,x % þjóðarinnar að Olíufélögin eru sek um samráð - og hverjir stjórna þeim og þar af leiðandi bera ábyrgð ??

... þá spyr maður sig hvað er málið - dæma þá strax !


mbl.is Fara fram á að ákæru verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósýnilegur bíll

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa fyrirsögn var að Ferrari væri að framleiða bíl fyrir nýja Batman mynd. En við nánari lestur kemur í ljós að frumsýning á 20007 bílnum er í uppnámi, mér finnst nú ekkert skrítið þó hann sé nú ekki til. Eflaust á einhver tækniþróun eftir að verða fram að árinu 20007 Tounge
mbl.is Frumsýnir Ferrari ósýnilegan bíl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You are my Solskjaer, my Ole Solskjaer...

Ef að norski álfurinn er ekki að verða vinsælasti leikmaðurinn í sögu Manchester United þá veit ég ekki hvað. Að hugsa sér að hann hafi haldið með Liverpool ? - en hann þroskaðist fljótt Wink

Það er ekki laust við að það komi tár í augnkvarmana þegar maður horfir á hann skora, einhver ótrúleg nostalgía grípur um sig. Alveg gagnstætt við hrollin sem rennur niður bakið við að sjá Fat Scouser-inn spila leik eftir leik og geta ekki neitt.  Darren, vinur Hemma, Fletcher er bara eins og prófessor í knattspyrnufræðum við hliðina á Venna Rún, dagar hans í byrjunarliðinu hljóta að vera taldir. Að vísu er ég með þá kenningu að það sjé skortur á lausafjármunum á Old Trafford þessa dagana, og Ferguson sé einfaldlega að nota fyrirfram prentaða liðsuppstillngarformin með nafni Venna Rún á - verði bara að klára birgðirnar ? Það lítur allavegna þannig út fyrst við þurfum að fá lánaðan 35ára gamlan leikmann sem var nánast hættur í fótbolta en getum ekki keypt - eða hvað ??

Larson setti hann að vísu í bikar-leiknum  og virkaði nú mun betri en Venni Rún en það þarf ekki stórspilara til þessa að gera lítið úr litla Scousernum LoL


mbl.is Solskjær hetja Man.Utd.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KSI vill fjölga konunum

Það læðist að mér sú hugsun hvað KSI hefði gert ef niðurstöður þeirra eigin dómstóls hefði staðið óbreyttur það er ÍR hefði verið dæmdur sigur í kærumálinu. Hefðu þeir komið með tillögu um að fjölga liðunum ?

Ekki gott að svara því en einhvernveginn held ég samt að þeir hefðu bara þumbast við og ekki gert neitt, á annars ágætum fundi sem Geir Þorsteinsson KSI-forkólfur var á í Hamri kom þessi uppástunga ( áður en niðurstaðar úr dómstóli ISI kom fram ) að fjölga bara liðunum og bæði Þór og ÍR yrðu uppi. Geir sagði að stjórn KSI hefði ekki komið saman til að fjalla um málið en einhvernveginn skildi ég hann þannig að honum fyndist sú niður staðar ekki líkleg að liðunum yrði fjölgað.

En vandamálin í kvennaboltanum eru ærin og hann má ekki við fleiri áföllum, hrikalegt að sjá mjög svo góðar stelpur vilja frekar sitja uppi í stúku og horfa á æfingafélaga sína spila leik eftir leik en vilja spila með uppeldisfélögunum sínum.  Stóru liðin eru farnar að hafa samband við ansi ungar stelpur til að bjóða þeim samning og nefna það jafnframt að þær yrðu bara lánaðar aftur til uppeldisfélagsins - maður spyr sig bara til hvers ?

Það hlýtur að vera betra að spila leik eftir leik frekar en að sitja uppi í stúku og horfa á leik eftir leik ?


mbl.is Stjórn KSÍ vill fjölga liðum í Landsbankadeild karla 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyringar flytja fjöll

Já samkvæmt þessu höfum við Akureyringar flutt jafngildi Súlna og Kerlingar í bókum á heimili okkar og til baka aftur.  Er ansi stoltur af því að hjálpa til við þennan flutning og er með eina 7 cm af bókum í láni núna. 

Útlán hafa aukst um 12% frá árinu á undan og ég á stóran hluta af því - þar sem ég fór að venja komur mínar aftur á "Amtið" á síðasta ári eftir ansi langt hlé. Held að ég sé vel yfir meðaltalinu sem er ein 11 safngögn á haus, næ ábyggilega að vera 3-4 höfði. 


mbl.is Safngestir fengu 53 tonn að láni á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tapa - og taka því að tapa

Ekki virðast stuðningsmenn West Ham kunna því vel að tapa og heimta endurgreiðslu á miðunum sínum á völlin þegar þeir horfðu á liðið sitt tapa fyrir Reading á nýársdag.

Ég var svo heppinn að í fyrstu heimsókn minni í leikhús draumana ( Old Trafford ) horfði ég á mína menn sigra heillum horfið lið Ipswich 9-0 og stuðningsmenn aðkomuliðsins skemmtu sér ekkert minna en við í síðarihálfleik. Þeir voru kanski smá stund að ná áttum en sennilega áttað sig í hálfleik að staðan var gjörtöpuð og bara best að gera sem mest úr ferðalaginu. Þegar Ipswich náði svona 3 sendingum á milli leikmanna sungu stuðningsmennirnir þeirra "It's just like watching Brazil" og í stöðuni 9-0 þegar við stuðningsmenn Manchester United sungu "We want ten" og heimtuðum tíunda markið þá sungu þeir "We just want að goal"

Þetta eru stuðningsmenn sem kunna að tapa, en það má kanski taka það með í reikninginn að þetta var á síðustu öld áður en peningahyggjan tók öld völd í knattspyrnuheiminum.

Er ennþá ekki búinn að jafna mig á því þegar Jökul (Glazier) feðgar keyptu mitt lið Crying - það er ekki alltaf gott þegar peningar ráða förini, og ég óttast það sem gerist í kjölfar þess þegar Alex Ferguson hættir. Jöklarnir eru nefnilega hálf smeykir við kallinn eða þá bara að þeir eru ekki alveg að skilja skosk-enskuna hans.


mbl.is Eggert biður stuðningsmenn West Ham afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbar

Þessi umbi sem Ronaldo er með er farinn að fara aðeins í mínar fínustu, heldur að hann sé aðal. Hann var með ótrúlegar yfirlýsingar eftir hm í sumar um að Ronaldo væri að fara til flestra félaga sem stunda knattspyrnu - að undanskildum íslenskum félögum.Smile

Svo þegar hann hefur ekkert komist í fjölmiðla undanfarið og Ronaldo spilar eins og einn sá besti í heiminum ef ekki sá besti þá þarf hann að koma með eina síðbúna áramótabombu. Kanski hann sé að reyna að verða sér út um smá aura með því að æsa upp nýjan samning fyrir Ronaldo hjá United eða koma honum til annars félags ?

Minnir stundum á bræður Anelka, fyrrum Arsenal leikmanns og núverandi nágranna Ronaldo, hjá Bolton - þeir stunduðu það grimmt að selja bróðir sinn til að fá klink í kassan við hverja sölu og nánast eyðilögðu ferilinn hjá honum. En svo virðist sem nálægðin við þá góðu borg Manchester hafi blásið glæðum í kulnaðan feril Anelka og er það bara gott.

En maður fer að hugsa út í þessi völd sem umboðsmenn virðast hafa oft á tíðum og verður gaman að sjá hvað rannsóknin hjá bretunum leiðir í ljós.

 


mbl.is Barcelona hafnaði Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband