Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ég/Mig/Mér hlakkar til

Eða kanski ekki... en það má samt búast við að nægir verði um áhorf á þessa væntanlegu þætti miðað við áhuga almennings á lífi fína og fræga fólksins.

Eins og mest lesnu fréttirnar hér á mbl.is vitna um þá er áhugi almennings á frægafólkinu alveg ótrúlega mikill, sama má segja um "slúður" blöðin sem seljast og seljast.

 

 


mbl.is Veruleikaþættir um Beckhamhjónin í Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað lið

Rosalega var gaman að horfa á leikinn í gærkveldi, en var samt ekki sammála stjóranum okkar að það væri hætta á framlengingu. Ég var allveg pollrólegur og fannst svona innst inni engin hætta á að leikurinn færi í framlengingu, að vísu var flott sláarskotið frá Brilla en kommon tvö jöfnunarmörk á móti United ?

Það er ljóst að Coppell er að gera góða hluti með Reading liðið, engar stjörnur en leikmenn sem vita hver takmörk sýn eru og eru ekkert að gera umfram það. Góð liðsheild og rosalega duglegir leikmenn sem gefast aldrei upp. Er ennþá sannfærðari en áður að Coppell virðist góður kostur sem eftirmaður Fergie þegar hann hættir.


mbl.is Ferguson var farinn að búa sig undir framlengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uss skiptimynt

Eyða 300 þúsund á mánuði með korti, það er ekki neitt. En á gamans þá er þetta einn eitt dæmið um öryggi/öryggisleysi í sambandi við notkun á greiðslukortum. Margir fara alveg yfirum og halda langa ræðu um öryggi ef maður segist nota kortið sitt til að greiða fyrir vörur á netinu. Svo fara þessir sömu aðilar á veitingahús og láta þjóninn hafa kortið sitt sem svo labbar með það eitthvað á bakvið og getur stolið upplýsingum af kortinu þar ef vill. Sama er uppi á teninginum í svokölluðum "lúgusjoppum" í fæstum tilfellum sér maður hvað afgreiðslufólkið er að gera með kortið það hverfur úr augnsýn og getur tekið niður þær upplýsingar sem þarf ef það vill.

Gott að velta þessu aðeins fyrir sér.


mbl.is Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki nóg að teypa ?

Held að Ítalski kennarinn hefði átt að leita til Hafnafjarðar ( ef ég man rétt ) þar sem kennari tók upp á því að teypa fyrir mun nemanda. Mun hentugri aðferð og minna subbuleg.
mbl.is Klippti tungu barns sem talaði of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Paris

Maður hálfpartinn vorkennir stelpu greyinu - en hún getur huggað sig við að þetta gerist líka hjá venjulega og óríka fólkinu. En oft hafa menn sagð að ef það eru fleiri en 10 að skemmta sér með áfengi við hönd þá sé alltaf einn sem sé með bömmer næstu daga á eftir.

Gæti verið að Brandon verði með bömmer næstu daga, eða var þetta allt saman leikur í því að verða frægur ?


mbl.is Ölvaður gestur eyðilagði afmæli Parísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Emil hvað ?

Þetta toppar nú söguna af Emil í Kattholti - þegar hann festi hausinn í súpuskálini :-)

En þetta er líka gott dæmi um að björgunarliðin okkar eru að standa sig frábærlega, alltaf til taks og hafa ráð við öllu.


mbl.is Þriggja ára stúlka flutt af slysadeild á verkstæði slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lið ársins

Bíð spenntur eftir leiknum - verður gaman að sjá liðin sem stjórarnir stilla upp. Coppell var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, og miðað við hvernig hann hefur staðið sig sem framkvæmdastjóri, held ég að hann komi til greina sem eftirmaður Sörsins á Old Trafford ásamt Mark Hughes.

Ferguson hefur alltaf getað viðurkennt það sem vel er gert og hefur meira að segja náð að hæla Arsene Wenger Smile


mbl.is Ferguson: Reading er lið ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lille fjörið

Verður aldeilis gaman þegar Lille kemur á Old Trafford, en mér en samt óskiljanlegt hvernig þeir færa rök fyrir því að markið hafi verið ólöglegt. Svo í framhaldinu er þá ekki hægt að kæra nánast öll vafaatriði ( þetta var að vísu ekki neitt vafaatriði þar sem dómarinn gaf leyfi ) í leikjum til EUFA ?
mbl.is Lille ætlar að áfrýja úrskurði UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fallegri svona

Er hún ekki bara fallegri svona ? eða kanski að segja skárri ...  Hún kemst nú ekki á topplistann hjá mér yfir fallegustu konurnar.

En þar sem Britney klippti/rakaði sig sjálf þá er alveg möguleiki á nýju starfi fyrir hana, því tónlistarferilinn virðist eitthvað ganga brösulega þessa síðustu og verstu.


mbl.is Hárgreiðslukona firrir sig ábyrgð á klippingu Britneyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði í dómskerfinu ?

Þetta gerðist í júní 2005 og loks verið að dæma í héraði núna. Ekki finnst mér þetta mikill hraði í dómskerfinu og það hlýtur að vera erfitt fyrir hugsanlega sakborninga ef þetta er að taka svona mikinn tíma. Tala nú ekki um þegar svona mál sem þurfa ekki mikla rannsókn við, eru að taka svona langann tíma.
mbl.is Steggjunin endaði í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband