Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Kanoute betri en Rooney

Er ekki málið að skipta á "Fat Scouser" aka Shrek aka Venna Rún og Freddy Kanoute ? Horfði á leik Sevilla og Atletico Madrid í kvöld og hreyfst enn einu sinni af Freddy, ótrúlega duglegur leikmaður og heldur boltanum rosalega vel og svo skorar hann mörk Smile

Annars er þetta búinn að vera mikill boltadagur, en þó þykir mér verst að Ármann/Þróttur nennti ekki að keyra norður og spila við okkur Þórsara í 1. deildini í körfu í dag. Ótrúlegt að fullorðið fólk skuli haga sér svona, segjast varla hafa átt í lið - fáránleg afsökun, eru þeir ekki með yngri flokka ?

En maður gat svo sem í staðinn skellt sér í sófann og horft á sjónvarpið, endalaus fótbolti í allan dag og svo var nú líka smá í gær, byrjaði að stússast í getraunum fyrir Þór fyrir tíu og var fram yfir tvö. Þá settist maður aðeins fyrir framan sjónvarpið og horfði á eins og einn og hálfan leik.


mbl.is Sevilla upp að hlið Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur Drýsillinn

Já hann er alltaf flottur, hvort sem hann er söngvari í Start, Drýsil, Artz eða Módel ... Wink

Gamann að hann hafi unnið keppnina, var samt að vona að technoið Þú tryllir mig sem Hafsteinn Þórólfsson samdi og söng færi áfram. Held að það hafi verið fínt svona á eftir þungarokkurunum í Lordi sem rokkuðu svo feitt í fyrra. Hef aldrei trú á að lög í anda lagsins sem sigraði árið á undann geri miklar rósir, en Júró hefur löngu sannað að það er gjörsamlega óútreiknanleg keppni.


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræðin að klikka

Er þetta ekki skrítin sálfræði hjá Eggert, svona rétt fyrir leikinn á móti Charlton ?


mbl.is Eggert gagnrýnir Pardew
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefurann heyrtann syngja ?

Kanski Riise sé gríðarlega góður söngvari og þess vegna hafi Bellamy orðið svona fúll yfir því að hann vildi ekki syngja fyrir viðstadda ?

En held frekast að það séu ekki öll kurl kominn til grafar í þessu máli og lítið að marka svona fyrstu upphlaup hjá fjölmiðlum sem oft á tíðum eru ekki með góða heimildarmenn.

Skv einu blaðinu þá gerðist þarna ekki neitt, jú eitt glas brotnaði þegar 2 "ekki enskir" leikmenn Liverpool rifust vingjarnlega, og var það allt haft eftir starfsmönnum staðarins sem þetta á allt að hafa gerst á. Viðkomandi starfsmaður þekkti líka mjög vel starfsmann á hótelinu og hann sagði ekkert hafa gerst þar svo maður veit ekki alveg ennþá hverju á að trúa Wink


mbl.is Riise neitaði að syngja og Bellamy trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You never fight alone

Ætli það verði ekki sungið á pöllunum á næsta leik ?

Sennilega á maður samt að taka þessum fréttum með fyrirvara, en samt virðist eitthvða hafa skeð miðað við yfirlýsingar frá klúbbnum sjálfum. Ef þetta er allt satt og rétt verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig klúbburinn tekur á þessu, verða hausar látnir fjúka ?

Samt finnst manni ennþá ótrúlegt að það viðgangist fyllerí á miðju tímabili og rétt fyrir mikilvægann leiki í meistaradeildini, þó svo að þeir hafi sakir lélegs árangurs í bikarnum átt frí þessa helgina.


mbl.is Bellamy lamdi Riise með golkylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir til einskis

Já þarna sannaðist það að það er ekki nóg að yfirspila andstæðinginn, það þarf að nýta færin. Mínir menn geta svo sannarlega engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki rúllað létt yfir Reading.

Við áttum helmingi fleiri skot sem rötuðu á ramman en þeir í áttina að markinu:

Man UtdReading
Shots (on Goal)23(14)7(4)

Enn einu sinni kemur í ljós að statistik vinnur ekki leiki og þessi einfalda íþrótt snýst um að skora fleiri mörk með því að nýta færin. Svo má nú gjarnan geta þess að við skoruðum eitt fullkomlega löglegt mark sem sem aðstoðardómaranum fannst endilega vera rangstæða Smile 

 

 


mbl.is Brynjar Björn tryggði Reading jafntefli á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálæðingur

Hvað er til ráða að stoppa svona brjálæðinga ? Ekki veit ég svarið en gaman væri að fá athugasemdir frá ykkur.

Hugmyndir:

Lengri dómar, vinna í þágu samfélagsins, skylda menn í að fara í efstu bekki grunnskóla og halda fyrirlestur um hraðakstur og afleiðingar hans ( fyrirfram skrifað handrit ) loka menn inni...

Úr nógu að taka en ekki viss um hvað virkar best.

 


mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum bestir !

Jamm er þetta ekki enn ein sönnun þess að við erum bestir ?

Didier Drogba, Chelsea 493
Frank Lampard, Chelsea 477
Cristiano Ronaldo, Man.Utd. 466
Gareth Barry, Aston Villa 441
Wayne Rooney, Man.Utd. 417
Steve Finnan, Liverpool 406
El-Hadji Diouf, Bolton 395
Mikel Arteta, Everton 392
Gary Neville, Man.Utd. 385
Rio Ferdinand, Man.Utd 383

4 leikmenn á þessum lista úr okkar liði, en svo er spurninginn hvort besta liðið nái að sigra Reading á eftir í bikarnum. Hef einhvernveginn á tilfinninguni að það verði erfiður leikur en set samt sigur á getraunaseðilinn á mína menn. 

 


mbl.is Drogba stendur sig best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geysp

Æi stelpu kvölin, láta bjóða sé á svona leiðinlegt date, eins gott að Richard Lugner hafi náð að hressa hana við fyrir skíðaferðina. Annars væri nú gott ef "frægafólkið" fengi nú að eiga líka svona off daga eins og við hin. Væri nú ekki gott ef ljósmyndarar væru á ferli og næðu myndum af öllum geyspunum mínum, hef meira að segja náð að geyspa á Old Trafford.
mbl.is Paris Hilton þreytt á óperudansleik í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronaldo = priceless

Jamm er það ekki - er hægt að setja svona verðmiða á svona snilling ?

45 milljónir punda ... hvað er það eiginlega mikið - maður kann ekki á svona stórar tölur enda yfirdrátturinn ekki, sem betur fer, mældur í milljónum..... ennþá !

45 milljónir fyrir 22 ára leikmann sem þegar er orðinn einn af þeim bestu í heiminum er ekki mikill peningur miðað við hvað Chel$ea borgaði fyrir 30 ára gamlan leikmann Andriy Shevchenko. Tel því ekki 45 milljónir nein risatilboð, vona að Glazer fjölskyldan beri gæfu til að horfa fram á veginn en ekki láta hugsanlegann stundargróða villa sér sýn.


mbl.is Alex Ferguson: Eigendurnir selja ekki Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband