Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Kjuurrrrtt

Hvað heldur þessi Deco eiginlega að hann sé ? Ef hann vill spila með bestu leikmönnum heims þá er bara að hringja í Ferguson og spyrja hvort hann megi koma á Old Trafford á trial eins og það útleggst á góðri ÍslEnsku. Svo verður hann bara að vona að hann sannfæri Fergi og þjálfarateymið á Old Trafford en ég tel það nú ekki líklegt.
mbl.is Deco vill fá Ronaldo til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á klámkortið

Það hlaut að koma að því að Ísland kæmist á kortið þar eins og annarstaðar. Verða ábyggilega margir sem horfa hýru ( eða óhýru ) auga til Hótel Sögu meðan á þinginu stendur, enda ekki oft sem von er á kvikmyndastjörnum þar. Svo er bara spurning um hversu vel landinn er að sér í að þekkja stjörnurnar, eða verða menn í vandræðum með að kannast við þær í fötunum ?

En stóra spurningin er mun Kristján Porno Dog heiti ég Ólafsson verða fundarstjóri á þinginu ?


mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartagalli ?

Ramos systurnar tvær hafa nú látist á innan við hálfu ári, ekki þekki ég nú til þeirra. En manni dettur í hug hvort einhver hafi pælt í því að kanski sér hjartagalli hjá þeim fyrst álitið er að þær hafi báðar fengið hjartaáfall ?

En svo eru líka "vinsæl" megrunar efni sem fólk er að troða í sig sem eru stórhættuleg og geta, eftir því sem sagt hefur verið, valdið hjartaáfalli. En ekki taka það sem ég sé að verja of grannar fyrirsætur, réttnefni á þær er herðatré. Skil ekki þessa tískuáráttu að hafa svona ofurgrannar fyrirsætur/herðatré því oft á tíðum lufsast fötin bara utaná þeim og tilsýndar líta þær stundum út eins og þær séu í kartöflupokum eða álíka.

Ekki það að ég sé nein tískulögga sko - vil nú bara mínar jogging buxur og íþróttabol !


mbl.is Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lufsuleg Britney Spears

Æi greyið allt á móti henni núna, komin með stimpilinn "óvirðuleg ímynd" og þýðir það ekki fallandi stjarna ?

Hún verður að fara að hyjsa upp um sig brækurnar, eða í það minnsta fara að ganga í slíkum. En það hlítur að vera mikil höfnun að fá ekki handtösku hannaða af Lydiu Hears, þetta er ekki gott mál.

En svo er hin hliðin á málinu sko, þetta er allt úr lausu lofti gripið - nema hvað ?


mbl.is „Óvirðuleg ímynd“ kostar Britney handtösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beckham að sigra heiminn ?

Margir íþróttafréttamenn og bloggarar, héldu því fram að ferill Beckham væri á enda, nánast hættur að komast í liðið hjá Real Madrid, dottinn út úr enska landsliðinu og svo til að kóróna þetta allt samann var hann á leiðini til USA að spila.

En Beckham sannaði að hann á sér ennþá líf í boltanum, hann var dreginn í lið Real eftir háðuleg töp undanfarið og skoraði á þann hátt sem hann er hvað frægastur fyrir beint úr aukaspyrnu. Svo er McClaren búinn að opna dyrnar aftur, en spurningin er sú hvort Becks hafi nokkuð tíma í að spila með landsliðinu. Nóg að gera í því að vingast við fræga fólkið í Hollywood, og bara tímaspursmál hvenær hann fetar í fótspor snillingsins Eiríks Kantóna og leiki í kvikmyndum.


mbl.is Beckham aftur í enska landsliðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnigjarnir and..otar

Það hefur lengi loðað við íþróttir, og þá sérstaklega þessa sem hefur oft verið kölluð snerting án íþróttar eða klísturbolti af gárungunum, að menn bíði færis á að hefna sín.

Ég hef heyrt nokkrar góðar sögur af fyrstu hendi af svona viðskiptum og þar á meðal ein sem viðkomandi leikmaður beið í heil fimm ár eftir því að geta hefnt sín á leikmanni. Sá hafði ferið heldur ílla með hann og næst þegar þeir mættust ( 5 árum síðar ) rétti minn maður út olnbogann þegar gerandinn hljóp meðfram vörnini og hljóp hann svo á útréttann olnbogann og lá óvígur eftir.

En langrækir fundust mér þýskararnir á HM að baula á Loga það sem eftir var keppninar, en ansi fannst mér samt flott hjá honum að standa á góflinu í leiknum á móti þeim og njóta baulsins.


mbl.is Zeitz hefndi sín á Loga Geirssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhommun

Spurning hvernig þessi snillingur yrði eftir vel heppaða ( er það til ) afhommun.

Held að svona tilþrif ættu dómarar hér á landi að taka upp, yrði ábyggilega til að auka aðsókn á fótboltaleiki.

 

 


Tvö ár fyrir kinnhest

Kall kvölin, tveggja ára fangelsi fyrir kinnhest, er þetta ekki lengra en barnaníðingar fá í dóm á Íslandi ?

Er von að menn hafi efasemdir um dómskerfið hérna á landinu.


mbl.is Omar Sharif þarf að fara á námskeið í því að hemja skapið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LA - ferskastir og flottastir

Held að það sé hægt að halda því fram að undanfarin ár hafi Leikfélag Akureyrar skotist á toppinn í leikhúsheiminum. Frábært starf sem Magnús Geir hefur unnið að undaförnu sem sést best á vinsældum sýningana. Hef sjálfur farið með fjögura ára dóttir mína á Karius og Baktus og svo á sunnudaginn fórum við að sjá Skoppu og Skrítlu.

Verkefnavalið er mjög gott og úrvalið  hjá LA og reyndar almennt hérna í Eyjafirðinum er búið að vera frábært, Kardimommubærinn og Ávaxtakarfan eru sýningar sem litla skvísan hefur séð á síðustu 2 árum. Ég held að ég hafi séð eina sýningu fram að fermingu og það var Dýrin í Hálsaskógi og hefur það ekki skilað sér í miklum leikhúsáhuga hjá mér. Hins vegar er litla prinsessan á heimilinu æst í að fara í leikhús og er svo um ansi marga á svipuðu reki og hún. Það er því verið að "ala" upp kynslóð sem hefur vanist því að fara í leikhúsið og mun hún væntanlega halda því áfram svo framarlega að menn missi sig ekki í of listrænum sýningum á kostnað nýrra og forvitnilegra sýninga eins og LA hefur verið að bjóða uppá.

Vona að Magnús Geir og starfsfólk LA haldi áfram á sömu braut - aldrei að vita nema maður hrífist betur með og drífi sig á sýningu sem er ekki miðuð við yngstu aldurshópana.


mbl.is LA endurnýjar samning við Magnús Geir Þórðarson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt verk fyrir höndum hjá Eggert og félögum

Greynilegt að falldraugurinn er farinn að gera vart við sig í herbúðum West Ham manna, örvænting kominn í stuðningsmenn. Eggert og félagar eiga mikið og erfitt verk fyrir höndum að snúa við þessari þróun og ná vonandi gæfuni í lið með sér og halda sér í deildinni.

Held að landinn sem fylgist með enska boltanum sé með taugar til West Ham, margir eiga sér þó sitt uppáhaldslið og hafa þá West Ham sem svona vara lið til að halda með.


mbl.is Stuðningsmenn West Ham gerðu aðsúg að Harewood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband