Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Sexy Brits
13.2.2007 | 00:49
Gat ekki annað en glott út í annað eftir lestur þessara fréttar, ekkert hérna sem kemur á óvart. Á fáum stöðum í heiminum er barneignir meðal unglinga jafn algengar og virðist ansi mikið skorta á fræðslu í sambandi við getnaðarvarnir. Greinilegt að hérna er verkefni fyrir skólakerfið og spurning um hvort foreldrar þurfi ekki að taka upp býflugan og blómið talið og þróa það aðeins og bæta við kaflanum um getnaðarvarnir.
Bretar illa að sér í kynlífsfræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6 ár fyrir að "múna"
12.2.2007 | 08:28
Ja hérna, fólki sem er vant réttarkerfinu á Íslandi hlítur að bregða þegar það lés svona frétt, sex mánuðir til sex ár fyrir að missa buxurnar á hælana af yfirlögðu ráði. Sennilega er þetta dæmi um einbeittann brotavilja, því hann gerði þetta í tvígang. Ætli það hafi ekki bara verið klappað á öxlina á honum hérna heima og hann hvattur til að kaupa sér axlabönd eða fá sér belti ?
Pirraður flugfarþegi handtekinn fyrir að hafa látið buxurnar falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt er vænt sem vel er grænt
11.2.2007 | 23:18
Greinilegt að vorfiðringur virðist hlaupinn í landann sem skvettist um öll tún og rembist við að kenna sig við græna litinn, margir við vinstri og svo aðrir hægri.
En í ljósi hversu margir eru óákveðnir í síðustu skoðanakönnunum þá sé ég fram á skemmtilegt kosningavor og spennandi kosningabaráttu sem ég vona svo sannarlega að verði málefnaleg.
Mitt atkvæði er í það minnsta ennþá laust, hef oft flokkað mig sem hægra meginn við Hannes Hólmstein og stundum haft á tilfinninguni að ég sé að nálgast Steingrím J. Sé sem sagt að detta yfir línuna í hina áttina ef við ímyndum okkur að þessi hefðbundna hægri vinstri lína liggi í hring.
Hefur oft fundist sem umræða um náttúruvernd einskorðist svolítið við þau svæði sem eru langt í burtu frá Reykjavík, finnst Hellisheiðarvirkjunin algjört umhverfisslys og stórt líti á landslaginu en hef ekki heyrt marga tala um það. Frekar í tísku að tala um einhver svæði sem nokkrar gæsir hafa gert sér hreiður undanfarið - og er ég samt ekki að gera neitt lítið úr því þrátt fyrir að ég setji þetta svona fram.
Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2007 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Unsportsmanlike conduct
11.2.2007 | 19:53
Eru meðal annars lýsingarorð sem íþróttafréttaritarar á Englandi nota yfir leik Arsenal í dag, sem enn einu sinni njóta hagstæðrar dómgæslu á heimavelli sínum.
Dómarinn sleppti augljósu víti sem dæma átti á Arsenal og jöfnunarmarkið kom upp úr rangstöðu, til að bíta hattinn af skömmini þá fóru Arsenal leikmenn hamförum á vellinum og ótrúlegt að þeir hafi náð að klára leikinn ellefu. 6 gul spjöld fengu þeir að sjá og verst fyrir Arsene Wenger því eins og venjulega þá sér hann aldrei þegar hans menn brjóta af sér svo hann hefur voða lítið séð af leiknum, - karl kvölin.
En svona í framhjáhlaupi má geta þess að ég sá ekki leikinn
Arsenal knúði fram sigur gegn Wigan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur þú lyst á list ?
11.2.2007 | 10:06
Maður hefur oft velt þessu fyrir sér hvað sé list og hvað ekki og ekki einfaldast málið þegar gjörningar eru teknir í formúluna. Hef nú aldrei talið mig sérstaklega sleipann í stærðfærði og því á ég erfitt með að reikna þessa formúlu.
En best skýringin er sú að það sem þú hefur lyst á sé list !
Skilorðsbundinn dómur fyrir að skemma fræga hlandskál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dýrt grænt ljós
11.2.2007 | 09:06
Það reyndist frekar dýrt grænaljósið hjá þessum ökumanni, sem var á rúmlega tvöföldum hámarkshraða og gaf þá skýringu að hann hafi verið að reyna að ná grænu ljósi. Hann hefði sennilega bara komið beint á næsta græna ljós ef hann hefði haldið sig innan leyfilegs hámarkshraða.
Svo er talað um nokkrir hafi verið stoppaðir í grennd við grunnskóla þar sem leyfður er 30 km hámkarshraði. Það er fátt sem pirrar mig meira en þessi 30Km hverfi, það er bara varla hægt að keyra á 30 km hraða, keyri nánast á hverjum degi í gegnum svona hverfi og geri það oft að prufa að halda mig undir 30 sem þýðir að maður er að silast á rétt rúmum 20 sem passar ekki vel við gírana í mínum bíl. Það eru ansi margir farnir að blikka ljósum og sumir missa þolinmæðina og taka fram úr, meira að segja lögreglan hefur gert það og gaf engin merki um forgangsakstur en ég reikna með að hún hafi verið nálægt tvöföldum hámarkshraða til að komast fram úr mér.
Til hvers er verið að setja svona takmörk sem engin virðir, ég bara man ekki eftir að einhver keyri um þetta hverfi á innan við 30, því jú 30 er hámarkshraði. Nær að hafa þetta td 40, það muna td miklu á mínum bíl í sambandi við gírana hvort maður er að halda sig rétt innan við 40 eða 30 og hugsa ég að gírhlutföllin í mínum bíl séu ekkert ósvipuð öðrum fólksbílum.
Svona reglur sem enginn fer eftir er ekki til þess að menn öðlist virðingu og læri að fara eftir reglum.
Á 105 km hraða á Drottningarbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pant líka
10.2.2007 | 21:17
Maður bíður spenntur eftir nýjasta útspili í dramanu um hver á krógann hennar Önnu Nikólu Smitt. Hver verður næstur að stíga fram á sjónarsviðið og segjast vera pabbinn - það hefur lítið heyrst frá Byrgismanninum síðustu daga... ?
Væri nú samt gott á þessa 3 ef gamli millinn væri svo pabbinn eftir allt saman og það löngu eftir dauða sinn.
Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnaperrar
10.2.2007 | 18:52
Þetta er jafn fáránlegt og dómarnir sem gerendur fá á Íslandi, 800 ár er bara djók. En hvernig ætli hafð verið dæmt hérna í eins máli, 3 ár max er mín ágiskun ?
En hvað teljið þið hæfilega refsingu fyrir svona glæp ?
800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góð úrslit
10.2.2007 | 18:28
Ágætur dagur í enska boltanum, mínir menn ekkert að gefa eftir og nýir menn að skora sem er bara fínt. Getraunir gengu nú ekki allt of vel hjá okkur Þórsurum náðum ekki tveggjastafa tölu á húskerfið, sem er nú lámark þegar menn tippa á stór kerfi. Hugga mig við að það hafi verið vegna þess að ég snillingurinn sjálfur var upptekinn við vinnu í allan dag og því settu hinir snillingarnir saman seðil fyrir húskerið.
Sem dæmi um hve mikill snillingur ég er þá fékk ég 3 rétt að ég held á röðina mína ! og er því ljóst að húskerfið hefði ekki skorað meira þó svo ég hefði verið á staðnum
Stefni á að bæta skorið mitt á sunnudagsseðlinum og toppa áranugr síðustu helgar þegar ég var með 9 rétta á röðina, og var með leiki Barca, Real Madrid og Sevilla alla vitlausa - sá lengi vel fram á að ná inn vinning á röðina sem kostar bara 10kall.
Manchester United og Chelsea unnu sína leiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drífa sig á verkstæðið
10.2.2007 | 09:42
Með bíl í drætti á 105 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)