Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Inná með strákinn

Vona að Rúrik fái að spila á Old Trafford á morgun, ekki slæmt að fá eldskírnina í úrvalsdeildinni þar.
mbl.is Rúrik með Charlton til Manchester
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvur og nýting vinnutíma

Gaman að lesa þessa frétt og einnig að velta því fyrir sér hvað margir bloggfélagar eru að blogga í vinnutímanum. Þessi tala kemur mér ekkert á óvart og gæti trúað að sumir eyddu meira en 10% vinnutímans í "óþarfa" í tölvuni þá er ég að tala um:

  • Svara og skrifa einkatölvupóst
  • Vafram um netið ótengt vinnu, td lesa það sem er bloggað á mbl.is
  • Svo leyfa mörg fyrirtæki ennþá að starfsólk sé að nota msn-spjallforrit

Gæti trúað að margir færu yfir þessi 10% en svo er líka hægt að nota td tímann þegar síminn er notaður í að vafra um netið og lesa bloggið, en það er að vísu ekki á færi allra að gera tvo hluti í einu. Oft hefur maður lent í því að viðmælandi þagnar allt í einu og á línuni heyrist músarklikk og þá spyr maður stundum ertu að lesa moggann, oft er svarið já.  Sérstaklega á þetta við um karlkynið enda sagt um okkur að við getum ekki gert tvennt í einu  Smile


mbl.is 10% vinnudagsins fer í að svara símtölum og vinnupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkaflakkari

Maður kannast við hugtakið flakkari sem var ef ég man rétt notað um uppbótarþingmann sem var á flakki um landið á kosninganót þangað til úrslit lágu fyrir.  En núna virðist hann hafa stökkbreyst í Flokkaflakkara, og persónugerfingur hans er Kristinn H. Gunnarsson, en var Ólafur forseti ekki líka í þessum bransa á árum áður - kanski hann verði næst forseti Indlands ?

Mér finnst ólíðandi að fólk sem er á lista flokks þegar kosið er til alþingis eða sveitastjórna geti bara hoppað af lestini á miðri leið og fengið far með næstu lest. Menn mega alveg hoppa af lestini og hætta við ferðalagið en að hoppa uppí bólið hjá öðrum flokki minnir mann mest á það sem kallað er elsta atvinnugrein í heimi.

Ef menn geta ekki unað sér í hverju bólinu á fætur öðru er þá ekki bara að stofna sitt eigið ból, það virðast ansi margir hugsa sér til hreyfings í þeim efnum nú um stundir.


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bananalýðveldi - Ertu ekki að grínast

Grín dettur manni í hug við lestur fyrirsagnarinnar á þessari frétt, en svo man maður að maður er svo heppinn að búa í bananalýðveldinu Íslandi þar sem sótsvartur almúginn eru þeir einu sem bera ábyrgð. En þessi háu herrar sem stjórna stórum fyrirtækjum þeir mega bara gera það sem þeim dettur í hug, sama hversu ógeðfellt það er þá bera þessir menn enga ábyrgð. Stundum hefur maður séð rökin fyrir ofurlaunum þeirra sé að þeir beri svo mikla ábyrgð.... nei ég ber meiri ábyrgð þegar ég skrifa þessar línur heldur en fustarnir - nú er bara eitt versla við Atlantsolíu sem er að nema land hérna á Akureyri.
mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðu fréttirnar

Hann er vinsæll og umbinn veit af því, hef áður tjáð mig hérna um hlutverk umboðsmanna sem oft á tíðum virðast hugsa meira um að fá hreyfingu á sölumál til að fá smá klink í kassan í formi prósenta af nýjum samningum. Til þess koma þeir alskonar sögum um meintann áhuga hina og þessara liða á umbjóðendum sínum og vonast til að það komi nýr samningu með meira klink í kassann.

Þá verður manni hugsað til snillinga eins og Paul Scholes sem nennir ekki að standa í því að vera með umboðsmann, því hann vill bara spila fyrir sitt lið og svo stimplar hann sig út úr vinnuni þegar æfingu líkur og eyðir tímanum með fjölskylduni. Hann hefur aldrei verið með skósamning eða slíkt að því ég best veit og enga samninga sem fela það í sér að hann þarf að koma opinberlega fram. Hann er hins vega óþreytandi að fara í heimsóknir á sjúkrahús og skóla og gerir það með glögðu geði gegn einu skilyrði og það er að það verði engir fjölmiðlar á staðnum.


mbl.is Ronaldo: Ekki á förum Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru bestir ?

Actim staðfestir það sem allir vita að Cristiano Ronaldo er bestur, verst að þetta nær ekki út fyrir landsteinana. En Ronaldo er engum líkur meira að segja í því hvað hann á stundum erfitt með að standa í lappirnar enda á mikilli ferð með knöttinn.

Mér finnst gott að Ívar Ingimarsson skuli vera á topp 100 listanum góð viðurkenning fyrir hann og sannar að hann er að spila feikilega vel fyrir sitt lið.

Annars mega mínir menn bara þokkalega við þennann lista una:

Ronaldo, Man.Utd. 466
Didier Drogba, Chelsea 464
Frank Lampard, Chelsea 458
Garet Barry, Aston Villa 419
Steve Finnan, Liverpool 403
Wayne Rooney, Man.Utd. 388
El-Hadji Diouf, Bolton 382
Benni McCarthy, Blackburn 373
Rio Ferdinand, Man.Utd. 367
Gary Neville, Man.Utd. 361

hverjir eru bestir ?


mbl.is Ronaldo stendur sig best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarið er engin

Hélt nú að Össur vissi að ábyrgð stjórnvalda og yfirmanna er engin, eða svo virðist manni sem almennum borgara í þessu bananalýðveldi sem Ísland er orðið.

Ef þú ert stjórnandi í stóru fyrirtæki og átt nægann pening og hugsanlega hægt að hanka þig þá bara ráða her lögfræðinga og PR manna og málið dautt.

Ef þú ert stjórnmálamaður þá bara ekki svara spurningum ala no comment, og svo bara passa uppá sitt djobb sko og vona að allir gleymi öllum axarsköftunum og kjósi þig aftur næst.

En hvað er Össur að pæla að spyrja svona - hann veit nú svarið best sjálfur enda í hinu liðinu sem ber enga ábyrgð. Kanski hann sjái sér leik á borði að ná stólnum aftur af Ingibjörgu og er að prufa að byrja á því að rugga bátnum ofurlítð, enda getur það varla skaðað flokkinn hann er hvort eð er að hverfa.

En hvað hefur Össur sagt áður um Byrgið, er hann ekki einn af þeim sem studdi þess fyrirgreiðslupólitík sem hann nefnir svo sem kom Byrginu á laggir ? Pólitískt minni mitt er ekki svo langt að ég muni það eða hafi svo sem haft áhuga á að hlusta á allt sem þessir snillar segja. En eflaust eru margir sem vita hverjir töluðu mest um erfiða stöðu Byrgisins og að það yrði að hjálpa þeim með nokkrar millur sem svo var gert.

 


mbl.is Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkum í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á niðurleið

Nema staðan á stigatölfluni í deildini. Erum líka á toppnum í hagnaði og það skiptir held ég mestu máli að nýta peningana sem best og vinna titla sem vonandi gengur eftir í vetur.

 


mbl.is Real Madrid ríkasta knattspyrnulið heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara eða fara ekki

Þetta er nú að verða svolítið þreytt að lesa fréttir sem hafðar eru eftir honum Ronaldo í fjölmiðlum, hann hefur stundum borið það af sér að hafa sagt ákveðna hluti. En einhvernveginn læðist að mér sá grunur að hann gæti nú alveg hugsað sér að hverfa frá rigningu í Manchester og færa sig yfir á sólríkari slóðir á Spáni.

Ég vona bara að hann sé ekkert á leiðini á næstu árum, enda er hann þegar orðinn einn af bestu leikmönnum heims og gleður alltaf augað þegar hann spilar. En vonandi fer hann að kveða niður þessar fréttir/sögur og snúa sér að því sem hann gerir best að hrella andstæðingana.


mbl.is Cristiano Ronaldo: Framtíðin óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni - hvað er það

Á ekki von á öðru en Samkeppniseftirlitið samþykki þetta eins og þegar Baugsveldið fékk að kaupa upp nánast allt sem var eftir á matvörumarkaðinum og eina sem þeir gátu sagt að Baugur væri hvort eð er með allt.

 


mbl.is Frumherji kaupir Aðalskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband