Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Svanavatnið
1.2.2007 | 15:19
Jahérna, er þetta ekki einhverskonar met í kóló af dýrum per fermetra ? En sænska velferðaþjóðfélagið nær greinilega yfir menn málleysingja.
![]() |
Með 11 svani í 25 fermetra íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú þarf að takaáþví
1.2.2007 | 14:36
Nú er kominn gulrót fyrir strákana til að rífa sig upp eftir tapið og svekkelsið á móti Danmörk, vinna Rússana og svo næla sér í 5. sætið í framhaldinu. Strákarnir geta þetta alveg, þurfa bara að mótivera sig rétt og rúlla svo yfir rússana með hröðum leik. Keyra hraðaupphlaupinn, því þeir sem hafa horft á rússana segja þá fasta í gamla striðbusalega handboltanum og gömlu gildunum og viti nánast ekki hvað hröð miðja er.
Spái að við vinnum með 4 og Guðjón Valur setji ein 9 og flest úr hraðaupphlaupum.
Áfram Ísland
Bara muna að hafa ekki það hátt þegar þið örskrið á sjónvarpið, löggan gæti bankað uppá vegna kvartana frá nágrönnunum, já og ekki hafa hátt í tækinu þegar þjósöngurinn er spilaður því STEF mafían gæti bankað uppá og rukkað þig fyrir opinberann flutning !
![]() |
Fimmta sætið á HM "opnar" dauðafæri á ÓL 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Titrarinn reddar þessu
1.2.2007 | 12:23

![]() |
Farsíminn mikilvægari en ástarlífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umferðareftirlit loksins
1.2.2007 | 11:44
Loksins á að fara að auka það, besta forvörnin er sýnileg löggæsla hvort heldur er á vegum úti eða í bæjum landsins. Vonandi vísir af frekari breytingum hjá lögreglu embættunum í kjölfar sameiningar og fækkunar embætta.
Maður kíkir ósjálfrátt á hraðamælinn þegar maður sér lögreglubíl í nágrenninu og er það hið besta mál.
![]() |
Veittar verða 218 milljónir í aukið umferðareftirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óréttlæti - höfundarréttur
1.2.2007 | 02:21
Ef þetta er ekki óréttlæti þá veit ég ekki hvað, hef pirrað mig á þessu síðan skattur var lagður á tóma geisladiska því hugsanlega væri hægt að nota þá fyrir að afrita tónlist eða annað höfundarvarið efni ! Þvílíkt rugl, ég nota ábyggilega hundruð geisladiska á ári og hugsa að ég noti um 10 undir tónlist. Þessir 10 eru notaðir til að taka afrit af keyptum diskum sem prinsessan á heimilinu notar svo, þannig að ef afritið rispast/brotnar þá er hægt að afrita keypta frumritið aftur.
Spurning að setja skatt á bíla því það er hugsanlega hægt að nota þá í innbrotum, já og jafnvel bankarnir fengju settann skatt á skíðagrímur því þær hafa verið notaðar við bankarán og vissulega verða bankar af peningum þá. Svo það má alveg nota sömu rök og höfundarréttarmafían notar.
En að ég skuli borga Stef og fleiri höfundarréttarsamtökum gjald þegar ég skrifa drivera ( sem eru ókeypis viðbætur á keyptan hugbúnað ) eða tek öryggisafrit af ljósmyndunum mínum er gjörsamlega óþolandi og erfitt að skila að nokkur maður hafi samþykkt slíkan fasista gjörning að setja þennann skatt á. Maður spáir virkilega í því hvaða ítök höfundarréttarmafían hefur hjá þeim sem ákvaðu að samþykkja þennann skatt.
![]() |
Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Game over
1.2.2007 | 01:04
Best að hafa einn þekktasta tölvufrasann sem fyrirsögn, fyrst það er kominn tími á disklingana. Maður en þú það gamall í tölvubransanum að muna byltinguna þegar disklingar fóru að taka 720k og ég tala nú ekki um 1.44 MB. Ótrúlegt magn sem komst á einn diskling, ég á nú slatta af disklingum ennþá og sennilega heldur maður þeim áfram fyrir svona nostalgíu sakir.
Hjó samt eftir einu í niðurlagi fréttarinnar það er að um hversu fljótt birgðir muni seljast og finnst það svolítið tvírætt, annað hvort er mikil sala í disklingum og því mikið í hillunum eða þá að lítlar birgði fyrst þeir klárast á nokkrum dögum og því spurning um hvaða hillupláss sparast ?
![]() |
Hætta að selja disklinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |