Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Eggert orðinn hræddur

Eggert er farinn að hugsa um að West Ham geti fallið og segist hafa næga sjóði til að koma félaginu upp aftur ef það gerist.

Í viðtali við SKY segir hann:

"We have looked at the possibility of going down," conceded Magnusson. I don't believe for one minute we will but if the worst does happen we will have enough funds to go straight back up."

Einhvern veginn held ég að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur að liðið falli, nægum mannskap hefur verið bætt við í Janúarglugganum.


Ítalskir húliganar

Allt hjálpast að til að skemma fyrir ítölsku knattspyrnuni, fyrst múturmálin og svo þetta. Maður hefur oft horft í forundran á áhorfendapalla á leikjum þar, menn í stæðum og nánast í áflogum. Svo ef einhver svo mikið sem stendur upp og hóstar á leikjum í Englandi þá verður allt vitlaust, en á Spáni er leyfilegt að gríta gsm símum og öðru lauslegu að leikmönnum og ekkert sagt. Greinilega ekki sama sem gildir í knattspyrnuheiminum, það sannaðist best þegar Rio gleymskuheili Ferdinand gleymdi að mæta í lyfjapróf og var dæmdur í langt bann meðan menn á Ítalíu voru dæmdir í stutt bann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.


mbl.is Öllum knattspyrnuleikjum á Ítalíu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

July Child in time morning

Nokkuð ljóst hvar maður verður ef guð og lukkan lofa þann 27. maí næstkomandi. Sá díparana þegar þeir voru hérna síðast og voru það fínir tónleikar. Alveg til í að sjá þá aftur en skildu Mánar hita upp fyrir díparana og híparana ?


mbl.is Deep Purple og Uriah Heep halda tónleika saman í Laugardalshöll í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki Bermuda skál ?

Sem gerði allt vitlaust hérna um árið á ísalandinu ? En Ofurskálin eins og menn hafa nefnt þennann leik á okkar ástkæra móðurmáli. Held að maður kíki á þennann leik, því ég var "internet" vinur leikstjórnanda Indianapolis Paytons Manning. Við skrifuðumst á í tölvupósti í gegnum sameiginlega vinkonu þegar hann var bara ennþá skólastrákur að spila fyrir Tennessee. Þá var sagt að hann yrði ein af stjörnum NFL og vona ég bara að hann sanni það í leiknum á sunnudaginn. Það eru rúm 10 ár síðan ef ég man rétt þegar við vorum að skrifast á og hann var þá mest að útskýra fyrir mér reglurnar í boltanum - gaman að sjá rætast úr kappanum.

Go Colts 

 


mbl.is „Ég er með uppástungu fyrir þig!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsfróun í RÚV ?

Ætli einhver sjónvarpsstöðin hérna heima kaupi þennann þátt ? - Hefur vantað eitthvað krassandi í stjónvarpið hérna heima svo við getum farið að hneykslast og hringja í þjóðarsálina í útvarpinu .... Er hún annars hætt ??


mbl.is Channel 4 hættir við að sýna þætti um sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff meiri slagsmál útaf netinu í augnsýn ?

Maður sér fyrir sé eina tölvu í stofuni á elliheimilinu og fólk standandi í biðröð við að komast í tölvuna. Spurning hvernig þetta verður í Reykjavík og nágrenni þar sem svo troðið er í herbergin að það er varla pláss fyrir tölvuborð, nema allir verði bara með fartölvur ?

En vonandi að fólk fari nú rólega í internet brjálaðið og sleppi ekki alveg garðrækt, handavinnu og ferðalögum - en þegar fólk kemst á eftir ár þá á það rétt á því að njóta lífsins og ef það finnur það í tölvuni á netinu þá er það bara hið besta mál.


mbl.is Breskir eftirlaunaþegar taka netið fram yfir garðræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spítalarómans

Ekki of sögum sagt að spítalarómantíkinni. Þar að segja ef trúa skal þessari frásögn Merima og svo sem engin sérstök ástæða til að trúa henni ekki. Mér þætti ekki skrítið þó svo að yfirmenn hennar færu nú að hugsa sinn gang varðandi vinnuframlag hennar, nema fjörið hafi alltaf farið fram utan vinnutíma hennar. Svo þekki ég ekki vinnuálagið hjá læknum þarna, hvort þeir séu á tvöföldum vöktum eins og þekkist hérna en vissulega hlítur Merima að hjálpa til við streytulosun hjá þeim.


mbl.is Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju missti ég ?

Ég hef séð menn missa sig hér á blogginu og annarstaðar yfir því að Frjálslyndir séu að gera út á andúð í garð útlendinga, og núna ritar Steingrímur J. um að hann vilji ekki samstarf við flokka sem gera út á þessa "andúð". Ég las nú ekki þessa andúð á útlendingum í ræðu foryngja tvíeykisins í Frjálslyndaflokknum sem hann flutti á landsfundinum, gæti verið að hann hafi eitthvað sagt á fundinum sem fær menn til að túlka þetta svona en mér fannst það ekki í ræðuni sem birtist hérna á mbl.is ef ég man rétt.

Mér finnst á stundum að þegar það kemur að því að tala um gengdarlausann innflutning á erlendu vinnuafli þá máli menn allt í annað hvort svörtu eða hvítu. Málið er að þessi umræða er nauðsynleg enda var enginn viðbúinn þessum miklu breytingum, og markt sem þarf að skoða en loks þegar þetta var eitthvað rætt á alþingi þá stukku menn upp á nef sér og misstu sig yfir meintum rasisma í Frjálslyndum. Þeir opnuðu löng tímabæra umræðu og eru stimplaði rasistar fyrir vikið - næ ekki alveg samhenginu enda ekki hrifinn af bara svörtu og hvítu, sé lífið í miklu fleiri litum.


mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG upp S niður

Er S-ið á leiðini að hverfa af sjónarsviðinu, var reiðipistill Jóns Balvins bara orð í tíma töluð ?

Held að fáum komi á óvart að Framskóknarflokkurinn er að þurrkast út, en að Samfylkingin sé fast á hæla þeirra held ég að engann hafi nú órað fyrir. Þó hefur maður skynjað að Ingibjörg Sólrún hefur ekki verið að veiða mörg atkvæði uppá síðkastið. Frekar að hún hafi, sennilega óafvitandi, fælt fólk frá með frekar ílla ígrunduðum sleggjudómum. Finnst að það vanti sterkann karl í forystuna hjá þeim, hennar tími kom og er búinn. Vinstri Grænir njóta þess að vera með harða afstöðu í virkjanamálum/umhverfismálum og þó ég sé ekki neitt oft sammála Steingrími þá er hann með skemmtilegustu stjórnmálamönnum landsins í dag. Gustar af honum og hann hefur þann eiginleika að geta masað út í eitt um ekki neitt og gerir hann það ofast skemmtilega.

Svo það fer að styttast í að maður þurfi að gera upp hug sinn fyrir kosningarnar - allar tillögur vel þegnar.

 


mbl.is Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör hörmung

Margt satt og rétt í því sem Óli fyrirliði segir, núna var markvarslan í góðum gír en eitthvað vorum við að ruglast á markmanninum hjá þeim og netmöskvunum. Alltof oft þandi boltinn markmanninn en ekki netmöskvana, náðum að skapa færi en vorum bara ekki að skora.

En það kemur leikur eftir þennann leik og svo keppni eftir þessa keppni ......


mbl.is Ólafur: „Algjör hörmung hjá okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband