Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Bless bless Óli
28.8.2007 | 20:02
You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey,
And Alan Shearer, Was fucking dearer,
So Please don't take, My Solskjaer, Away.....
Þar fór samt svo þó maður hafi vonað fram á síðustu stundu að maður gæti fagnað fleiri mörkum kappans. Hann er löngu orðin goðsögn á meðal okkar United manna, man ennþá þegar ég skrifaði þetta um hann sem nýjan leikmann í fréttabréf Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi......
"Það vakti mikla athygli í Englandi þegar Ferguson keypti þennan óþekkta leikmann, því aðeins 18 mánuðum áður en hann var keyptur til United var hann að spila með 3ju deildar liði í Noregi. Ole er fæddur þann 26. febrúar 1973 og hefur spilað með FK Clausenengen ( í 3ju deild) og Molde. Hann hefur spilað 7 landsleiki og skorað í þeim 4 mörk. Ole hefur vakið verðskuldaða athygli með United og það hafði enginn átt von á svona byrjun hjá honum. Hann stimplaði sig strax inn með varaliðinu og setti hat-trick og fór svo í aðalliðið og byrjaði að skora og skora. Ferguson sagðist hafa búist við að hann þyrfti nokkra mánuði til koma sér í gang en stákurinn hefur fallið strax að leik liðsins. Ole skoraði 13 mörk í 21 landsleik fyrir U21-árs lið Norðmanna og hann skoraði 20 mörk í 26 leikjum með Molde." ( Fréttabréf Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi 1. tölublað 3. árgangur )
Óli mun sem betur fer halda áfram á Old Trafford, hann hefur verið í þjálfarateymi félagsins og vonandi tekst honum að miðla af ótvíræðum hæfileikum sínum.
Alex Ferguson: Mikil eftirsjá að Ole Gunnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað með að hafa nægilega langt á milli bíla ?
28.8.2007 | 11:17
Sá ekki viðtalið við ökumanninn né var á staðnum til að sjá þetta en skv þessu:
"Í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi gagnrýndi ökumaður bílsins, sem lenti í árekstrinum í göngunum, lögregluna og sagðist ekki hafa séð lögreglubílinn og ekki gert sér ekki grein fyrir því í tæka tíð að bíllinn á undan væri ekki á hreyfingu." í
Er ekki málið að menn fari að hafa nægilegt bil á milli bíla, pirrar mig æði oft að hafa stuðarann á bílnum fyrir aftan mig nánast á dráttarkróknum. Veit ekki með aðra bíla en minn þarf þokkalega langa hemlunarvegalengd til að stoppa ef næsti bíll á undan mér neglir niður .... - kanski eru hinir bara á betri bremsubílum en ég og þá sérstaklega 2-3 tonna jeppar, þeir náttlega punkta strax niður enda enginn skriðþungi þegar þeir eru á 90km.
Ofurölvi ökumaður stöðvaður í Hvalfjarðargöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Algjör stjarna
24.8.2007 | 22:43
Já hann er stjarna.
Brian May orðinn doktor í stjörnufræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smáþjóðaleikarnir fyrir kallana
23.8.2007 | 07:15
Búinn að segja áður og segi enn - við eigum að senda karla-knattspyrnulandsliðið okkar á smáþjóðaleikana, þar fáum við verðuga andstæðinga og von um sigurleiki.
Kvennalandsliðið á að halda áfram í þeim keppnum sem þær eru að taka þátt í enda gera þær það með miklum sóma, fá svo peningana sem hafa verið notaðir í kallana. Borga þeim dagpeninga og svoleiðs.... eða myndi árangurinn hjá þeim þá versna ? - hver veit
Held að það sé ljóst að það er eitthvað að í kalla-liðinu, er ekki að funkera sem liðsheild og breytingar virðast litlu skila. Held að það sé ekki engöngu við þjálfarann að sakast, meira þarf að laga svo árangur náist. Sigurleikir og vonandi sigur á smáþjóðaleikunum gæti blásið lífi í landsliðið og þá má skoða hvort vert sé að taka þátt í stærri keppnum.
Ísland fellur um átta sæti á heimslista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver grillar fugl þegar lamb er í boði ?
20.8.2007 | 17:36
Ekki er mín fjölskylda að leggja sitt af mörkum í að gera þetta að mesta grillmánuði íslandssögunar. Höfum oftast verið meira á ferðini og grillað meira en í júlí, en samt þegar grillað var þá var lambið alltaf fyrir valinu.
Vil helst ekki sjá kamfíló/salmonellu fuglakjöt á mínum diski - þarf þá að vera búið að hita það vel í ofni.
Segja nýliðinn júlí besta grillmánuð Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nota Akureyraraðferðina ...
19.8.2007 | 16:40
20 ungmenni færð í athvarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lehmann er lame
19.8.2007 | 16:39
Blackburn og Arsenal skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ár liverpúl runnið upp ?
19.8.2007 | 16:18
Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ja hérna !
19.8.2007 | 14:34
Vinnur Júnæted leik á árinu ?
Manchester City efst eftir sigur á Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nóttar snemma í Reykjavík
18.8.2007 | 22:17
Ef eitthvað er að marka þessa frétt sem er skrifðu um fimmleytið þá er búin að vera nótt í Reykjavík í einhvern tíma, því nóttin gengur þar virkilega vel
En vonandi gengur allt vel það sem eftir lifir nætur - eða er komið eilíft myrkur þarna suðfrá ?
Gengur virkilega vel á Menningarnótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |