Enn er von
21.10.2007 | 21:59
Eða hvað ? Er ekki formúlan að setja stórkostlega niður þetta keppnisstímabil. Helstu fréttir af formúluni eru njósna og kærumál. Það þarf að stokka þetta allt saman upp fyrir næsta tímabil, hætta þessu rugli sem er í gangi.
En við Hamilton menn gefumst ekki upp fyrr en við vinnum, sama hvern og hvað við þurfum að kæra - allt sem við getum svo Ferrari verði ekki sigurvegarar
![]() |
Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
hmm....
19.10.2007 | 08:41
Má ekki líka setja þetta upp þannig að þú getir gengið að því vísu að geta nálgast rauðvínsflöskuna eða bjórinn þegar þér langar en ekki þegar ÁTVR hugnast að hafa verslanir sýnar opnar þá fækki flöskunum/baukunum sem menn eru að eiga heima ?
Ég held nefnilega að margir eigi við það vandamál að stríða að þegar hlutirnir eru til hvort sem það eru kökur, gos eða bjór heima þá séu líkurnar meiri að þú freistist í hlutina og klárir þá en ef þú átt engan lager heima því aðgengið er auðvelt þá rennir þú bara út í búð ef þig langar í reddara með grillinu - já eða bjór með leiknum. Menn verða líka að átta sig á því að drykkjuvenjur íslendinga hafa sem betur fer breyst með aukinni neyslu á léttari vinum eins og rauð/hvít - vinum og bjór.
Þá strax kom þessi tilhneyging í ljós að menn áttu ansi erfitt með að stoppa fyrr en flaskan var tóm og og því er betra að klára reddara en vodka
Vil sjá söluna gefna frjálsa og látum tímann leiða það í ljós hvort við höndlum þetta álaga að geta keypt þessa vöru út í Netto - ef þjóðin verður útúrdrukkin á því að geta keypt sér flösku hvenær sem er þá má alltaf hverfa aftur til tímans í dag. Spurning að fara bara lengra og banna bara bjór og léttvínssullið og jafnvel allt áfengi og taka bara upp landann ef menn vilja dettaíðþað.
![]() |
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjálfaradagarnir taldir ?
19.10.2007 | 08:32
Einhvern veginn finnst mér þessi ummæli Geirs benda til þess að dagar Eyjólfs í sæti landsliðsþjálfara renni út um leið og samningur hans. Geir hefur verið skeleggur í að styðja þjálfarann í gegnum súrt og sætt fram að þessu.
Annars hefur mér nú fundist KSI oft taka ansi skrítnar ákvarðanir og þær stofnanir sem undir þeirra hatti eru, nýjasta dæmið var þegar síðasti leikur Þórs og KA í 1. deildini fór fram klukkan 17:15 á föstudegi þann 28. september. Að vísu þarf að taka með í reikninginn að það er farið að skyggja ansi snemma. En það sást á aðsókninni á leikinn að það er glórulaust að spila leiki á miðjum degi þegar þorri fólks er að vinna til 18 og á þá eftir að ganga frá á vinnustað og koma sér svo á völlin.
Sektir uppá 10 þúsund sem þjálfarar voru dæmdir í fyrir að hrauna ódáðahraun yfir dómara að leikjum loknum í fjölmiðlum var allt og sumt sem þeim datt í hug og er varla til þess fallið að menn láti af þeirri iðju.
Fleir atriði sem koma frá þessu stærsta og ríkasta sérsambandi eru ansi skrautleg en nenni bara ekki að rifja þau upp hérna og ergjast yfir því í leiðini - maður á jú að horfa fram á veg en ekki dvelja í fortíðini.
![]() |
Þjálfarinn ábyrgur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver kaus þennan nýja meirihluta ?
13.10.2007 | 09:03
Maður veltir fyrir sér tilgangi kosninga núna í kjölfar þessa skrípaleiks. Alveg óháð því hvort mönnum finnist að það ætti að skipta út manni í Símaauglýsingunni og setja Binga sem Júdas þá veltir maður fyrir sér af hverju að skipta um meirihluta eða hvað þessi gjörningur er kallaður.
Ef ríkjandi meirihluti fellur af hverju segir hann ekki bara af sér og nýjar kosningar boðaðar ? er það ekki lýðræði ?
Finnst þessi skrípaleikur undanfarið snúast um gremju R-lista fórkólfanan með Don Alfreð í fararbroddi að hafa misst Reykjavík í síðustu kosningum en og því að ná að hefna sín á sigurvegurum sömu kosninga - tapsárir er orðið.
Auðvitað er þetta skurmskæling á lýðræði og snýst bara um að komast að völdum hvað sem það kostar og já æi þarna fíflin kjósendur þið ráðið engu.
![]() |
Svandís: Valhöll getulaus í erfiðum málum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sörinn út og Móri inn
26.9.2007 | 21:22
Fastlega búist við því að tilkynnt verði á morgun að Sir Alex Ferguson stjóri Englandsmeistara Manchester United verði láttin fara eða vilji fara á morgun. Í það minnsta verður það sameiginleg ákvörðun hans og stjórnar félagsins að hann finni sér annað að gera eftir tap félagsins á móti Coventry á heimavelli í kvöld.
Móri sem nýverið hætti eða var sagt upp eða álíka hjá Chelsea mun svo verða kynntur til leiks á föstudagsmorgun á blaðamanna fundi á Old Trafford.
![]() |
Öruggur sigur hjá Chelsea - Man.Utd úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alltaf rafmagnslaust í sveitinni ?
17.9.2007 | 09:06
Vekur furðu mína að það eru fréttir í hverjum mánuði af rafmagnsleysi á suðvesturhorninu, hélt að það ætti nú að vera þokkalegar lagnir þarna ? Ekki er það ísing eða samsláttur á línum sem veldur þessu eins og var stundum á síðustu öld "úti á landi".
Man það í barnæsku að rafmagnið fór oft af og þá iðulega í vondum veðrum svo maður var orðinn vanur að rata að vasaljósinu og upp í skáp að ná í kerti. Var nú alltaf stemming að vera með kerti sem ljósgjafa og heyra í veðrinu úti og reyna að rýna út um hélaðar rúðurnar. En núna virðist þetta bara vera tæknin sem er að stríða en ekki veðrir, kanski orðinn þörf að einkavæða OR svo hún vari að standa sig ?
![]() |
Rafmagn komið á í Kópavogi og Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vá heilann tíuþúsara !
8.9.2007 | 00:01
Vissi ekki að þeir hjá KSI væru svona miklir spaugara, hélt einhvern veginn að menn litu á það alvarlegum augum ef hraunað væri yfir dómrar í fjölmiðlum. En KSI er auðvitað með grín vínkil á þessu, bara flott hjá þeim, vona samt að þetta smiti ekki út frá sér. Menn gætu til dæmis lækkað sekt fyrir að fara yfir á rauðu ljósi í álíka upphæð til samanburðar.
... Enn einu sinni er KSI að safna punktum í að slá HSI út sem lélegasta sérsambandið
![]() |
Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eða hefur hann kanski ekkert horft á síðustu leiki landsliðsins ? Vona bara að liðið nái nú að slá í hestinn á móti Spáni og skapa smá stemmingu aftur í kringum landsliðið. Það er oft svcleiðis að þegar andstæðingurinn er miklu betri en við, eða svona 100 sætum ofar á þessum fræga lista sem við erum í frjálsu fallí á þá, gyrða menn sig í brók og berjast og oft til árangurs. Við verðum bara að viðurkenna að við náum hagstæðustu úrslitunum þegar liðið berst eins og grenjandi ljón um allan völl og gefur andstæðingunum engin færi á að spila einhvern samba bolta.
- áfram Ísland
![]() |
Eiður Smári: Skil ekki umræðu um áhugaleysi og metnaðarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar fór síðasta hálmstráið
3.9.2007 | 13:53
Hélt að Atlantsolía ætlaði að reyna að halda ákveðinni fjarlægð frá samráðsfurstunum í olíufílabeinsturnunum en það virðist því miður vera að þeir ætli bara að vera eins
Hvar á maður þá að versla ?
![]() |
Atlantsolía hækkar einnig eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vantar smá pening..
2.9.2007 | 13:35
Er ekki einhver millinn til í að kaupa félagið fyrir mig svo ég geti loksins farið að stjórna þarna ?
Ég gæti kanski selt eina tölvu og lagt í púkkið og tekið smá lán fyrir pínu í viðbót en mig vantar sem sagt kjölfestufjárfesti ( flott orð held að það meiki sens í þessu sambandi ) til að kaupa félagið af könunum.
Kjölfestufjárfestir... er það ekki notað um þá sem eru að fjárfesta í skipum ?? Ég er greinilega ekki alveg inni í þessum peningaheimi, enda ekkert vandamál með peningana á mínu heimili, bara skuldirnar !
OK ef þú átt sem sagt nóg af peningum þá máttu láta mig vita og við getum lagt í púkk og keypt félagið
![]() |
Glazer fjölskyldan ætlar ekki að selja Man.Utd. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |