Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju missti ég ?

Ég hef séð menn missa sig hér á blogginu og annarstaðar yfir því að Frjálslyndir séu að gera út á andúð í garð útlendinga, og núna ritar Steingrímur J. um að hann vilji ekki samstarf við flokka sem gera út á þessa "andúð". Ég las nú ekki þessa andúð á útlendingum í ræðu foryngja tvíeykisins í Frjálslyndaflokknum sem hann flutti á landsfundinum, gæti verið að hann hafi eitthvað sagt á fundinum sem fær menn til að túlka þetta svona en mér fannst það ekki í ræðuni sem birtist hérna á mbl.is ef ég man rétt.

Mér finnst á stundum að þegar það kemur að því að tala um gengdarlausann innflutning á erlendu vinnuafli þá máli menn allt í annað hvort svörtu eða hvítu. Málið er að þessi umræða er nauðsynleg enda var enginn viðbúinn þessum miklu breytingum, og markt sem þarf að skoða en loks þegar þetta var eitthvað rætt á alþingi þá stukku menn upp á nef sér og misstu sig yfir meintum rasisma í Frjálslyndum. Þeir opnuðu löng tímabæra umræðu og eru stimplaði rasistar fyrir vikið - næ ekki alveg samhenginu enda ekki hrifinn af bara svörtu og hvítu, sé lífið í miklu fleiri litum.


mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG upp S niður

Er S-ið á leiðini að hverfa af sjónarsviðinu, var reiðipistill Jóns Balvins bara orð í tíma töluð ?

Held að fáum komi á óvart að Framskóknarflokkurinn er að þurrkast út, en að Samfylkingin sé fast á hæla þeirra held ég að engann hafi nú órað fyrir. Þó hefur maður skynjað að Ingibjörg Sólrún hefur ekki verið að veiða mörg atkvæði uppá síðkastið. Frekar að hún hafi, sennilega óafvitandi, fælt fólk frá með frekar ílla ígrunduðum sleggjudómum. Finnst að það vanti sterkann karl í forystuna hjá þeim, hennar tími kom og er búinn. Vinstri Grænir njóta þess að vera með harða afstöðu í virkjanamálum/umhverfismálum og þó ég sé ekki neitt oft sammála Steingrími þá er hann með skemmtilegustu stjórnmálamönnum landsins í dag. Gustar af honum og hann hefur þann eiginleika að geta masað út í eitt um ekki neitt og gerir hann það ofast skemmtilega.

Svo það fer að styttast í að maður þurfi að gera upp hug sinn fyrir kosningarnar - allar tillögur vel þegnar.

 


mbl.is Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert skrítið

Nei það er ekkert skrítið að Margrét taki þessa ákvörðun, það var ekki spurning hvort heldur hvenær. Núna verður ansi fróðlegt að sjá hvert framhaldið verði ... Ómar Ragnarsson, Jón Baldvin og Margrét - hvernig hljómar það ?
mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan í hámarki

Við bíðum spennt eftir niðurstöðu. Mun tvíeykið núverandi formaður og varformaður halda velli ?

 


mbl.is Mikill mannfjöldi á landsfundi Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir vindar

Það blása greinilega ferskir vindar um Frjálslyndaflokkinn þessa dagana, mælast í hæðstu hæðum í skoðanakönnunum. Svo eru skemmtilegar kosningar um toppstöðurnar í vændum, þó svo að ég hefði viljað sjá Margréti hjóla í Guðjón. Finnst svolítið asnalegt af Guðjóni að lýsa yfir að hann vilji frekar fá Magnús en Margréti í varaformanninn. Nær að segja að hann hafi ekki haft neitt út á störf hans að setja og hafa þetta svolítið opið, ekki svona kosningabandalag.
mbl.is Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur líka ?

Er það tilviljun að þeir fóstbræður Baugur og Ólafur eru að herja á Indlandi á sama tíma  Errm


mbl.is Ólafur Ragnar tekur sæti í þróunarráði Indlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínn listi nema 1. sætið

 Góður listi eins og venjan er að segja en er ekki sáttur við kallinn í fyrstasæti. Hann hefur alveg spilað rassinn úr buxunum undanfarið, og renndi sér fótskriðu yfir strikið í sundlaugargarðsmálinu og árás á Íþróttafélagið Þór og formann þess.

Svoleiðs gera menn ekki sem ætla sér eitthvað í pólitík - nema hann voni að menn verði búnir að gleyma bótunum á buxunum þegar að kosningum kemur - en það geri ég ekki.


mbl.is Listi Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með vitið í vöðvunum ?

Úr fréttini: "Sigurður kveðst ósáttur við gagnrýni sem fram hefur komið, m.a. í bæjarstjórn, að einkaaðila sé færð svo dýrmæt lóð. "Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra."

Maður er bara gáttaður annar eins hrokagikkur, ef rétt er haft eftir hjá blaðamanni, hefur ekki lengi sést. Hvað heldur hann eiginlega að hann sé, að vísu virðist hann vera besti vinur fyrrverandi bæjó hans K. Júl sem betur fer er að fara á þing. Þessi gjörningur allur í sambandi við þessa lóð og persónulegur samningur fyrrum bæjó við vöðvafjallið er hið ótrúlegasta mál allt saman og ætti frekar heima í bananalýðveldum en á Íslandi. Til að bíta höfuðið af skömmini hafði meirihlutinn ekki manndóm í sér til að fara að vilja bæjarbúa og hafa þarna útivistarsvæði sem hann hafði áður ályktað um og haldið eftir möguleika á stækkun sundlaugar í alvöru keppnislaug - nei besti vinur bæjó skal fá lóðina án útboðs !! 


mbl.is Stefnir að því að taka heilsuræktarhúsið í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskóli hér eða þar ?

Það er greinilega ekki sama hvaða háskóli á í hlut, miljörðum ausið í HÍ meðan háskólinn á Akureyri má búa við gífurlegt svelti sem hefur haft mikil áhrif á skólann. Deildir sameinaðar, færri nemendur fá inngöngu eftir miklar sparnaðaraðgerðir - jú það voru ekki til meiri peningar !

Í hvaða kjördæmi er menntamálaráðherra ?


mbl.is Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræðisreglan brotin ?

Tekið af akureyri.is:

------------------------------------------------------------------

Frítt í strætó og ferjuna

1.1.2007

Frá og með deginum í dag, 1. janúar 2007, verður ókeypis í strætó á Akureyri og þeir sem eiga lögheimili í Hrísey þurfa ekki að greiða fargjald í ferjuna til og frá landi. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 17 milljónir króna.

Akureyri - öll lífsins gæði!

------------------------------------------------------------------

Verð nú að viðurkenna að þetta vekur upp spurningar hjá mér, af hverju fá bara þeir sem eiga lögheimili í Hrísey frítt í ferjuna ? - eru þeir ekki Akureyringar eins og við hin ??

Það ætti kanski þá bara að vera frítt í strætó fyrir þá sem eiga lögheimili á "gömlu Akureyri" ' sé ekki annað en þetta sé mjög svo vafasamur gjörningur hjá stjórvöldum hér í bæ. En þetta fer vonandi að lagar fyrst við erum að losna við Kristján bæjó.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband