Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Af hverju 3 krónur ?

Er oft að velta því fyrir mér af hverju dísel-inn er orðin svona miklu dýrari hérna á landi. Er ekki verið að beina fólki í dísel af því að það á að vera "náttúruvænna" ?

Veit einhver hvernig verðmyndun á dísel er öðruvísi en á bensíni - skrítið að við þessa hækkun að verð á hráolíutunnu fari í 117 þá þurfi dísel að hækka um 3 krónur en bensín um 1 ? Errm


mbl.is Olíuverð í 117 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigningarvík

Er ekki kominn tími til að endurskýra borgina ?

Ég var fljótur að kalla hana þetta þegar ég bjó þarna á skólaárum - enda alltaf rigning ef ekki rigning þá var rigning og rok.Tounge


mbl.is Mikil úrkoma í Reykjavík í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf rafmagnslaust í sveitinni ?

Vekur furðu mína að það eru fréttir í hverjum mánuði af rafmagnsleysi á suðvesturhorninu, hélt að það ætti nú að vera þokkalegar lagnir þarna ? Ekki er það ísing eða samsláttur á línum sem veldur þessu eins og var stundum á síðustu öld "úti á landi". 

Man það í barnæsku að rafmagnið fór oft af og þá iðulega í vondum veðrum svo maður var orðinn vanur að rata að vasaljósinu og upp í skáp að ná í kerti. Var nú alltaf stemming að vera með kerti sem ljósgjafa og heyra í veðrinu úti og reyna að rýna út um hélaðar rúðurnar. En núna virðist þetta bara vera tæknin sem er að stríða en ekki veðrir, kanski orðinn þörf að einkavæða OR svo hún vari að standa sig ? 


mbl.is Rafmagn komið á í Kópavogi og Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt logo ?

Fannst ég hafa séð þetta áður ?  Kíkti svo aðeins á heima síðu N4 og þar má sjá logoið þeirra - kanski ekki sami fontur og rauði litur en samt skemmtilega líkt.

 N1 - logo


mbl.is N1 kemur í stað Bílanausts og ESSO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Freudinn um þetta ?

Er ekki vel lesinn í fræðum Sigmund Freud - en rámar í að hann hafi eitthvað skrifað um móðurgirnd - spurning hvað hann segir um pælingar Seans um fyrrum stjúpmóður sinnar, Rachel Hunter.

Svo er líka umhugsunarvert hvort Íslensk Erfðagreining ætti ekki að rannsaka gamla rám og reyna að einangra þetta kynlífslöngunar-gen ?  Held að ef þeim tækist að finna það og nýta sér í framhaldinu þá sé fjárhag þeirra borgið um aldur og æfi.

 


mbl.is Dáist að kynkrafti föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sofa hjá er þreytandi

Loksins kominn staðfesting á því sem marga hefur grunað, það er þreytandi fyrir karlmenn að sofa hjá. Áður en menn fara í "Smáralindarbæklingsöfgaumræðustellingar" þá er þetta ekki klámfengin færsla.

Það eru vísindamenn í Austurríki sem komust að þessari niðurstöðu með rannsóknum á 8 pörum og svefnvenjum þeirra og svo voru þau sett í próf eftir nætursvefninn. Niðurstaðan var sú að karlpeningurinn var þreyttari eftir að sofa við hlið makans en hressari eftir að sofa einir, eins stóðu þeir sig betur í prófunum eftir að sofa einir.

Nú fer að vera spurning að fara að leggja sig bara í fiskaherberginu ?

Ef menn vilja fræðast nánar um þessa könnun þá er frétt á visi.is um hana http://www.visir.is/article/20070327/FRETTIR02/70327020


Skuggalega flott

En klúður hjá mér, leit út um gluggann og sá ekkert - sko fyrir almyrkvann. Hefði verið gaman að sjá þetta með berum augum eins og sagt er.

Er samt ennþá með stjörnur í augunum ef svo má að orði komast eftir stórkostlega norðurljósasýningu sem var fyrir um 2 vikum. Við Rebekka láum uppi í rúmi og ég var nýbúinn að lesa fyrir hana og varð litið upp í þakgluggann og þar blasti við það fallegast sjónarspil sem ég hef séð.  Oft hafði ég séð flott norðurljós en þessi voru bara einstök og ekki hægt að reyna að lýsa því sem fyrir augu blasti nema þetta er það flottasta ljósasýning himinhvolfsins sem ég hef séð á minni æfi. Rebekka var alveg dolfallin yfir þessu og sagði bara vá pappi sjáðu bleika litinn - hún er akkurat á prinsessuskeiðinu og elskar allt bleikt.


mbl.is Almyrkvi á tungli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki nóg að teypa ?

Held að Ítalski kennarinn hefði átt að leita til Hafnafjarðar ( ef ég man rétt ) þar sem kennari tók upp á því að teypa fyrir mun nemanda. Mun hentugri aðferð og minna subbuleg.
mbl.is Klippti tungu barns sem talaði of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snöggur bati

Fór þessi maður ekki í aðgerð á baki þar sem fjarlægt var eitthvað úr mjóhrygg hans ? Það er fínn hraði á batanum því ef ég man rétt þá fór hann í aðgerðina eftir jól. Hann var svo mættur aftur á æfingu hjá liðinu innan við sólarhring eftir aðgerð.... Er undarlegt að maður efist um sannleiksgildið eða eru læknavísindin svona fullkomin ?

En það er ljóst að hann er í góðum gír ef Móri treystir honum til að spila landsleik, flestir framkvæmdastjórar vilja ekki láta menn spila ef þeir eru ekki 100% og ég tala nú ekki um vináttuleik eins og hér um ræðir.


mbl.is Terry klár í slaginn gegn Spánverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimurinn er heillandi

En ekki bjóst maður við að bendla sms við geimrannskóknir, en það hlaut svo sem að koma að því. Vissi ekki alveg hvort maður bjóst við að persóna úr starwars eða álíka færi að senda honum Páli sms hvað þá um miðja nótt, en þetta á sér allt saman eðlilegar skíringar.

Held að flestir hafi einhverntímann legið á bakinu á stjörnubjörtu kvöldi og horft á dáleiðiandi tif stjarnana, gerði það oft sem krakki og hef stoppað þegar ég er að keyra um á veturnar uppi á heiðum bara til þess að horfa upp í geim. Rebekku, litlu skvísu, á heimilinu er tíðrætt um geiminn hún er alltaf hissa á að tunglið skuli elta bílinn þegar við erum að ferðast, svo er geimurinn líka stæðartákn hjá henni, hluti geta nefnilega verið svo stórir að þeir ná alla leið upp í geim Smile

Geimurinn hefur áhrif á okkur öll. 


mbl.is Sms úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband