Færsluflokkur: Íþróttir

Þjálfaradagarnir taldir ?

Einhvern veginn finnst mér þessi ummæli Geirs benda til þess að dagar Eyjólfs í sæti landsliðsþjálfara renni út um leið og samningur hans. Geir hefur verið skeleggur í að styðja þjálfarann í gegnum súrt og sætt fram að þessu.

Annars hefur mér nú fundist KSI oft taka ansi skrítnar ákvarðanir og þær stofnanir sem undir þeirra hatti eru, nýjasta dæmið var þegar síðasti leikur Þórs og KA í 1. deildini fór fram klukkan 17:15 á föstudegi þann 28. september. Að vísu þarf að taka með í reikninginn að það er farið að skyggja ansi snemma. En það sást á aðsókninni á leikinn að það er glórulaust að spila leiki á miðjum degi þegar þorri fólks er að vinna til 18 og á þá eftir að ganga frá á vinnustað og koma sér svo á völlin.

Sektir uppá 10 þúsund sem þjálfarar voru dæmdir í fyrir að hrauna ódáðahraun yfir dómara að leikjum loknum í fjölmiðlum var allt og sumt sem þeim datt í hug og er varla til þess fallið að menn láti af þeirri iðju.

Fleir atriði sem koma frá þessu stærsta og ríkasta sérsambandi eru ansi skrautleg en nenni bara ekki að rifja þau upp hérna og ergjast yfir því í leiðini - maður á jú að horfa fram á veg en ekki dvelja í fortíðini.Smile

 


mbl.is „Þjálfarinn ábyrgur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil bara ekki að Eiður skilji ekki umræðuna um áhugaleysi og metnaðarleysi

Eða hefur hann kanski ekkert horft á síðustu leiki landsliðsins ? Vona bara að liðið nái nú að slá í hestinn á móti Spáni og skapa smá stemmingu aftur í kringum landsliðið. Það er oft svcleiðis að þegar andstæðingurinn er miklu betri en við, eða svona 100 sætum ofar á þessum fræga lista sem við erum í frjálsu fallí á þá, gyrða menn sig í brók og berjast og oft til árangurs. Við verðum bara að viðurkenna að við náum hagstæðustu úrslitunum þegar liðið berst eins og grenjandi ljón um allan völl og gefur andstæðingunum engin færi á að spila einhvern samba bolta. 

- áfram Ísland 


mbl.is Eiður Smári: Skil ekki umræðu um áhugaleysi og metnaðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáþjóðaleikarnir fyrir kallana

Búinn að segja áður og segi enn - við eigum að senda karla-knattspyrnulandsliðið okkar á smáþjóðaleikana, þar fáum við verðuga andstæðinga og von um sigurleiki.

Kvennalandsliðið á að halda áfram í þeim keppnum sem þær eru að taka þátt í enda gera þær það með miklum sóma, fá svo peningana sem hafa verið notaðir í kallana. Borga þeim dagpeninga og svoleiðs.... eða myndi árangurinn hjá þeim þá versna ? - hver veit GetLost

Held að það sé ljóst að það er eitthvað að í kalla-liðinu, er ekki að funkera sem liðsheild og breytingar virðast litlu skila. Held að það sé ekki engöngu við þjálfarann að sakast, meira þarf að laga svo árangur náist. Sigurleikir og vonandi sigur á smáþjóðaleikunum gæti blásið lífi í landsliðið og þá má skoða hvort vert sé að taka þátt í stærri keppnum.


mbl.is Ísland fellur um átta sæti á heimslista FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt

Allt á uppleið hjá stelpunum. Góður fótboltadagur í dag, Þórsararnir unnu líka Fjarðabyggð sannfærandi á Akureyrarvelli og það sem gladdi líka var að við spiluðum í gömlu góðu búningunum Smile  - Legg til að við höfum þann háttin á það sem eftir er tímabilsins
mbl.is Þór/KA vann nauman sigur í miklum fallslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysi KSI ?

Hvað á að kalla þennan gjörnin að afhafast ekkert í málinu ?

Er allt í lagið að menn haga sér eins og fífl ( ef eitthvað er að marka hluta ummæla leikmanna liðana um framferði andstæðingana ) og svo fyrst liðin ná sáttum þá er bara allt í lagi og allir brosa ?

Finnst þetta ekki vera rétt skilaboð, allt í lagi að haga sér eins og vitleysingur svo framarlega sem menn ná sáttum eftirá, hver eru skilaboðin með þessu ?


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaloforð - ekki trúa þeim !

Svo vill til að "pólitískt minni" mitt er ekki mikið en þar sem það tengist mér ansi mikið þá man ég eftir loforði oddvita allra flokka á Akureyri í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga.

Íþróttafélagið Þór hélt opinn stjórnmálafund í félagsheimili okkar 27. apríl í fyrra,  þar mættu allir fulltrúar framboðana:

  1. Jóhannes Bjarnason f. Framsóknarflokkinn.
  2. Oddur Helgi Halldórsson f. L- lista fólksins.
  3. Hermann Jón Tómasson f. Samfylkinguna.
  4. Baldvin Halldór Sigurðsson Vinstri Grænum. 
  5. Kristján Þór Júlíusson f. Sjálfstæðisflokkinn.

Ein af spurningunum sem komu úr salnum á þessum fundi var hvort stæði til að skipta um gólfefni í íþróttahöllinni og svöruðu allir fulltrúarnir því játandi - þótti nánast sjálfsagt að það yrði ráðist í það verkefni og það strax.

Besta svarið var frá Baldvini fulltrúa Vinstri Grænna þegar hann svaraði fyrirspyrjanda á þessa leið:

,,Átti þetta að vera eikarparket Gummi minn?”

En ástæða þessa hugleiðinga minna er svar núverandi bæjarstjóra Sigrúnar við fyrirspurn frá karfan.is - þar sem þeir spurðu um hvernig bæjarfélagið ætlaði að bregðast við nýrri reglugerð körfuknattleikssambandsins um að leikir í efstu deild skuli leiknir á parketi.

Svar Sigrúnar var á þessa leið:

Í nýjustu húsum Akureyrarbæjar hefur verið settur dúkur. En mönnum hefur greint á hvort parket eða dúkur sé hentugra gólfefni fyrir þá fjölbreyttu starfsemi sem er í þessum húsum. Miðað við þær fréttir sem berast nú frá Körfuboltafélögum og fyrirhugaðar sektargreiðslur fyrir að leika ekki á parketi þá er ljóst að bæjarfélagið þarf að endurskoða þessi mál. Íþróttahöllin hefur verið töluvert notuð í körfunni, við erum að ráðast í viðgerðir á þaki hallarinnar nú í sumar og síðan verður tekin ákvörðun um gólfefni. Það er engu að síður ljóst að parketgólf þar myndi skerða notkun hennar fyrir aðra starfsemi þannig að nauðsynlegt er að skoða málið í heild sinni og sjá hvar körfunni verður best komið fyrir.  (tekið af karfan.is)

Er þá nema von að maður spyrji er eitthvað að marka kosningaloforð ? Sé í það minnsta ekki JÁ í þessu svari hennar.

Varla liðið nema ár síðan parketi var lofað og málið allt orðið ansi loðið.


Loksins

Já loksins.

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi, held að flestir sem starfa í íþróttahreyfingunni fagni þessu heilshugar og þó við mest sem búum ekki á suðvesturhorninu.

Ferðakostnaður er þarna talinn vera um 500 milljónir, ekki veit ég hvernig þessar tölur eru fengnar en hitt veit ég að til dæmis mitt íþróttafélag er að ferðast á algörlega óviðunnandi hátt. Körfuknattleiksdeildinn er að keyra í alla útileiki og spilar tvo leiki í hverri ferð ( nema á Egilsstaði ) og húka í litlum 12-14 manna kálfum. Það er ljóst að ekki fer vel um fullvaxna körfuknattleiksmenn í svona farartækjum en þetta verða menn að láta sér nægja. Að sjálfsögðu kemur svona ferðalag niður á árangri þó svo að við getum lítið kvartað enda unnum við alla leikina í deildini. En gaman verður ef hægt verður að ferðast á almennilegann máta það er fljúga í leikina.

Er þeirrar skoðunar að þetta sé það sem bjargi íþróttahreyfinguni frá því að vera bara iðkuð sem keppnisíþrótt á suðvesturhorninu.


mbl.is 90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn ónýtur

Andskotinn ! segi og skrifa Andskotinn.

Alveg búinn að fá nóg af þessu fjárans 365 fjölmiðladæmi sem kaupir allt og alla - andskotinn!

Svo segja nýjustu sögur að þeir ( 365 - eða hvað það heitir núna )  ætli með enska boltann á nýja sjónvarpsrás en ekki endurtek EKKI á SÝN - hvar endar þetta ? Ef ég þekki þá rétt þá sýna þeir slatta á nýju rásini og slatta á Sýn svo menn verða að vera áskrifendur á báðum, og hvernig ætla þeir að sýna alla leikina á sama tíma eins og Skjárinn hefur gert svo vel ?

Held að það styttist í að maður segi upp áskriftinni af Sýn og forði sér með símann og internetið frá Voðafón.

Svo er bara að skella sér á móttöku disk og vera sinn eiginn dagskrárstjóri fyrir svona ca sama pening og kostar að vera áskrifandi núna að Sýn.

Verst að enginn hefur grafið upp svipinn á einum lýsaranum á Sýn þegar hann sagði frá því með nánast með grátstafinn í kverkunum að Skjárinn gæti aldrei sinnt enska boltanum jafn vel og Sýn gerði og svo bísnaðist hann mikið yfir veðrinu sem Skjárinn greiddi fyrir samninginn. Skjárinn hefur sko staðið sig í að sýna leikina og nánast alla leiki.

Svo borgar Sýn núna margfalt meiri upphæð fyrir samninginn - greinilega búnir að gleyma því sem lýsarinn sagði að það væri alltof hátt verð sem Skjárinn borgaði Smile

 


mbl.is Sýn kaupir sýningarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapsár

Allt í einu öðlaðist orðið tapsár nýja merkingu þar sem maðurinn var kominn með það mikið sár að flytja þurfti hann á slysó. Vonandi er það ekki venjan að þegar maður er tapsár að það sjáist það mikið á manni að það þurfi að heimsækja slysó.


mbl.is Sætti sig ekki við tapið og braut rúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprella á sprellanum

Frekað skondið við þess "grand opnun" að það voru bara sprellar sem mættu engar vörtur.

Spurning hvort að Nude laugar opni fljótlega ? - Segi fyrir mig að ef fólk vill "ræktast" á sprellanum eða vörtunum þá er mér sama og það böggar mig ekki neitt. Hugsa samt að svona verði ekki algengt á Íslandi, en það er aldrei að vita. Þar sem ég forðast sólarstrendur eins og heitann eldinn (sandinn) þá veit ég ekki hvort netktarstrendur eru vinsælar hjá íslendingum en þó læðist að manni sá grunur að forvitnin komi upp í landanum og hann prufi það eins og annað.


mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband