Færsluflokkur: Enski boltinn

Magnað lið

Rosalega var gaman að horfa á leikinn í gærkveldi, en var samt ekki sammála stjóranum okkar að það væri hætta á framlengingu. Ég var allveg pollrólegur og fannst svona innst inni engin hætta á að leikurinn færi í framlengingu, að vísu var flott sláarskotið frá Brilla en kommon tvö jöfnunarmörk á móti United ?

Það er ljóst að Coppell er að gera góða hluti með Reading liðið, engar stjörnur en leikmenn sem vita hver takmörk sýn eru og eru ekkert að gera umfram það. Góð liðsheild og rosalega duglegir leikmenn sem gefast aldrei upp. Er ennþá sannfærðari en áður að Coppell virðist góður kostur sem eftirmaður Fergie þegar hann hættir.


mbl.is Ferguson var farinn að búa sig undir framlengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lið ársins

Bíð spenntur eftir leiknum - verður gaman að sjá liðin sem stjórarnir stilla upp. Coppell var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, og miðað við hvernig hann hefur staðið sig sem framkvæmdastjóri, held ég að hann komi til greina sem eftirmaður Sörsins á Old Trafford ásamt Mark Hughes.

Ferguson hefur alltaf getað viðurkennt það sem vel er gert og hefur meira að segja náð að hæla Arsene Wenger Smile


mbl.is Ferguson: Reading er lið ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lille fjörið

Verður aldeilis gaman þegar Lille kemur á Old Trafford, en mér en samt óskiljanlegt hvernig þeir færa rök fyrir því að markið hafi verið ólöglegt. Svo í framhaldinu er þá ekki hægt að kæra nánast öll vafaatriði ( þetta var að vísu ekki neitt vafaatriði þar sem dómarinn gaf leyfi ) í leikjum til EUFA ?
mbl.is Lille ætlar að áfrýja úrskurði UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræðin að klikka

Er þetta ekki skrítin sálfræði hjá Eggert, svona rétt fyrir leikinn á móti Charlton ?


mbl.is Eggert gagnrýnir Pardew
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefurann heyrtann syngja ?

Kanski Riise sé gríðarlega góður söngvari og þess vegna hafi Bellamy orðið svona fúll yfir því að hann vildi ekki syngja fyrir viðstadda ?

En held frekast að það séu ekki öll kurl kominn til grafar í þessu máli og lítið að marka svona fyrstu upphlaup hjá fjölmiðlum sem oft á tíðum eru ekki með góða heimildarmenn.

Skv einu blaðinu þá gerðist þarna ekki neitt, jú eitt glas brotnaði þegar 2 "ekki enskir" leikmenn Liverpool rifust vingjarnlega, og var það allt haft eftir starfsmönnum staðarins sem þetta á allt að hafa gerst á. Viðkomandi starfsmaður þekkti líka mjög vel starfsmann á hótelinu og hann sagði ekkert hafa gerst þar svo maður veit ekki alveg ennþá hverju á að trúa Wink


mbl.is Riise neitaði að syngja og Bellamy trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You never fight alone

Ætli það verði ekki sungið á pöllunum á næsta leik ?

Sennilega á maður samt að taka þessum fréttum með fyrirvara, en samt virðist eitthvða hafa skeð miðað við yfirlýsingar frá klúbbnum sjálfum. Ef þetta er allt satt og rétt verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig klúbburinn tekur á þessu, verða hausar látnir fjúka ?

Samt finnst manni ennþá ótrúlegt að það viðgangist fyllerí á miðju tímabili og rétt fyrir mikilvægann leiki í meistaradeildini, þó svo að þeir hafi sakir lélegs árangurs í bikarnum átt frí þessa helgina.


mbl.is Bellamy lamdi Riise með golkylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir til einskis

Já þarna sannaðist það að það er ekki nóg að yfirspila andstæðinginn, það þarf að nýta færin. Mínir menn geta svo sannarlega engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki rúllað létt yfir Reading.

Við áttum helmingi fleiri skot sem rötuðu á ramman en þeir í áttina að markinu:

Man UtdReading
Shots (on Goal)23(14)7(4)

Enn einu sinni kemur í ljós að statistik vinnur ekki leiki og þessi einfalda íþrótt snýst um að skora fleiri mörk með því að nýta færin. Svo má nú gjarnan geta þess að við skoruðum eitt fullkomlega löglegt mark sem sem aðstoðardómaranum fannst endilega vera rangstæða Smile 

 

 


mbl.is Brynjar Björn tryggði Reading jafntefli á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum bestir !

Jamm er þetta ekki enn ein sönnun þess að við erum bestir ?

Didier Drogba, Chelsea 493
Frank Lampard, Chelsea 477
Cristiano Ronaldo, Man.Utd. 466
Gareth Barry, Aston Villa 441
Wayne Rooney, Man.Utd. 417
Steve Finnan, Liverpool 406
El-Hadji Diouf, Bolton 395
Mikel Arteta, Everton 392
Gary Neville, Man.Utd. 385
Rio Ferdinand, Man.Utd 383

4 leikmenn á þessum lista úr okkar liði, en svo er spurninginn hvort besta liðið nái að sigra Reading á eftir í bikarnum. Hef einhvernveginn á tilfinninguni að það verði erfiður leikur en set samt sigur á getraunaseðilinn á mína menn. 

 


mbl.is Drogba stendur sig best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjuurrrrtt

Hvað heldur þessi Deco eiginlega að hann sé ? Ef hann vill spila með bestu leikmönnum heims þá er bara að hringja í Ferguson og spyrja hvort hann megi koma á Old Trafford á trial eins og það útleggst á góðri ÍslEnsku. Svo verður hann bara að vona að hann sannfæri Fergi og þjálfarateymið á Old Trafford en ég tel það nú ekki líklegt.
mbl.is Deco vill fá Ronaldo til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beckham að sigra heiminn ?

Margir íþróttafréttamenn og bloggarar, héldu því fram að ferill Beckham væri á enda, nánast hættur að komast í liðið hjá Real Madrid, dottinn út úr enska landsliðinu og svo til að kóróna þetta allt samann var hann á leiðini til USA að spila.

En Beckham sannaði að hann á sér ennþá líf í boltanum, hann var dreginn í lið Real eftir háðuleg töp undanfarið og skoraði á þann hátt sem hann er hvað frægastur fyrir beint úr aukaspyrnu. Svo er McClaren búinn að opna dyrnar aftur, en spurningin er sú hvort Becks hafi nokkuð tíma í að spila með landsliðinu. Nóg að gera í því að vingast við fræga fólkið í Hollywood, og bara tímaspursmál hvenær hann fetar í fótspor snillingsins Eiríks Kantóna og leiki í kvikmyndum.


mbl.is Beckham aftur í enska landsliðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband