Færsluflokkur: Enski boltinn
Speki Sparky's
29.3.2007 | 23:03
Hughes spáir Man.Utd. titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot
28.3.2007 | 16:17
Getur skotið kallinn, er hefur að mér finnst átt í vandræmum með að hitta markið !
Svolítið kaldhæðnislegt að meistarinn í því að skjóta í annann leikmann og þaðan í markið skuli hafa verið skotinn í kaf og það af Venna Rún - en auðvitað á maður ekki að hlægja að óförum annara.
Lampard ekki með vegna úlnliðsbrots | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fergie og F-orðin
22.3.2007 | 08:24
Tek nú þessum fréttum af með smá varúð, eftir smá rannsóknarvinni á http://www.newsnow.co.uk þá kemst maður að því að þetta er ættað frá SUN
En hins vegar vita flestir að Fergie er ekki með SKY stöðina ofarlega á vinsældalistanum og hefur held ég oftar en einu sinni sett þá í "verkfall" og ekki veitt þeim viðtöl.
Ferguson hellti sér yfir fréttamann Sky Sports | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er það eitthvað nýtt ?
13.3.2007 | 10:10
Það eru alltaf stjörnur á Old Trafford, í hverjum einasta leik, tja nema þegar þeir leigja völlinn undir rugby leiki til að fá salt í grautinn, grey eigendurnir.
En þegar snillingar eins og Giggs, Scholes og besti knattspyrnumaður heims Ronaldo spila þarna reglulega þá er engin frétt að það sé stjörnuflóð á Old Trafford.
Stjörnuflóð á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er Móri núna ?
12.3.2007 | 06:02
Hvar er "Puta" Móri núna ? - Ekki er hann að tjá sig um heppnina í mínum mönnum, sennilega of upptekinn að kalla allt og alla í kringum sig Puta. Segist nota það svona 50 sinnum í leik og þá ekki í niðrandi merkingu og það sama eigi við þegar hann kallaði að Mike Riley dómara það í hálfleik á bikarleiknum á móti Tottenham um helgina.
Annars held ég að það sé að koma í ljós að Fergie hefði átt að bæta við framherja sem væri ekki leiguliði eins og Larsson, heldur opna budduna og kaupa eitt stykki. Annars er kanski smá von fyrst Venni Rún braut odd af oflæti sínu og skoraði - kanski hann sé að vakna af svefninum langa. Annars sá ég ekki leikinn var að sinna mun brýnni erindum, var nefnilega í sumarbústað um helgina og það sem var best við það að þar var bara RÚV
Held að það sé hægt að gleyma öllu tali um þrennu, liðið sem tók þrennuna státaði af Yorke, Cole, Solskjaer, og Sheringham sem sóknarmönnum en núna höfum við Venna Rún, og svo ef lukkan er með þá spilar Saha nokkra leiki sama má segja um Solskjaer hann dugar í nokkra leiki líka.
Þrír meiddir í viðbót hjá Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bless Larsson
8.3.2007 | 08:28
Bless bless, Henrik Larsson. Þú hefur staðið þig eins og hetja og skráð nafnið þitt í sögubækurnar sem ritaðar verða um Manchester United. Margir gæla við þá hugmynd að þú skiptir um skoðun og haldir áfram á Old Trafford út leiktíðina og gerir með okkur atlögu að þrennuni.
Held þó að þrennan sé ansi fjarlægur draumur, liðið er ekki nægilega sterkt til að gera alvöru atlögu að henni. Þegar ein helsta stórstjarnan hann Venni Rún var eins og miðlungsleikmaður í 2. deild á Íslandi í leiknum í gær þá er ekki við miklu að búast. Venni hefur að vísu ekki verið að gera miklar rósir ef maður skoðar tímabilið í heild, einstaka smá gos og þá helst í leikjum sem skipta minna málið eða á móti svokölluðum minni liðum.
Með öll meiðslin sem eru að hrjá framherjana og Venna úti að aka þá megum við hafa okkur alla við að ná enska titlinum - allt annað væri bónus nema kanski að Larsson skipti um skoðun ?
Manchester United vann Lille öðru sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bruce, Hughes, eða Coppell ?
4.3.2007 | 16:12
Já stórt er spurt - Hver þessara snillinga er best fallinn til að taka við starfi Sir Alex Ferguson þegar hann hættir eftir 2 ár eða svo. Svo er Roy Keane að byrja vel og með sama áframhaldi gæti hann gert tilkall til krúnu Sörsins á Old Trafford - hver veit.
Ég vil meina að Mark Hughes sé maðurinn í djobbið, en hef svo sem ekkert fyrir mér í því annað en nostalgíu eða hvað sem það má kalla það. Hughsey var minn uppáhaldsleikmaður þegar hann spilaði með okkur og eflaust hefur það eitthvað að segja. Karakterinn líka, rólegur að eðlisfari en breytist í "villidýr" þegar inn á völlin er komið, áttum margt sameiginleg á fótboltaferlum okkar. Eini munurinn og er það bara algjört aukaatriði er að hann gat spilað fótbolta en ég ekki - var algjörlega hæfileikalaus en þoldi ekki að tapa og barðist alltaf. Man sérstaklega eftir "official videoi" sem gefið var út um Hughes þar sem hann veitti viðtal heima hjá sér og var það blaðaefni þar sem hann hélt alltaf sínu persónulega lífi fyrir utan fjölmiðlaheiminn. Menn vissu varla neitt um hann utan vallar hvort hann væri giftur eða ætti börn en í þessu videoi mætti liðið bara heim til hans og tók viðtal og tveir synir hans ef ég man rétt sáust sparka bolta á milli sín á grasblettinum bakvið hús.
Steve Bruce hefur átt gloppóttan feril sem framkvæmdastjóri en er að að koma sterkur inn með Birmingham liðið og er kanski að ná stöðugleika sem stjóri. Hann var eitilharður varnarmaður og hikaði ekki við að fórna nefinu ef þess þurfti í baráttu um boltann. Algjör leiðtogi á velli enda fyrirliðið liðsins í mörg ár - dreyf menn áfram og peppaði upp.
Coppell er elstur og hefur mestu reynsluna sem stjóri, árangur hefur verið upp og ofan en liðið sem hann hefur búið til hjá Reading er athyglisvert engar stjörnur heldur samsafn af leikmönnum sem vita sín takmörk og eru ekkert að reyna umfram það sem þeir kunna. Berjast eins og ljón og gefast aldrei upp. Það eru eiginleikar sem Coppell var kanski ekki þekktur fyrir þegar hann hljóp upp og niður hægri vænginn hjá United á sínum tíma.
En hvern telur þú vænlegastann sem eftirmann Ferguson ?
Blackburn fagnaði sigri á Reebok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Léttir púlarar
3.3.2007 | 17:34
Ekki þurfti að eyða of mikilli orku né skotum á markið á móti þeim sem aldrei labba einir. Eins vorum við ekkert að flíta okkur að skora - bara bíða þangað til rétt áður en dómarinn blés leikinn af
Þessi sigur lækkar rostann í nokkrum púlurum sem ég þekki. En annars sá ég bara fyrri hálfleikinn og allar þrjár marktilraunirnar sem við áttum í honum, dreyf mig heim og fór á tónleika hjá Tónlistaskóla Akureyrar í tilefni af degi tónlistarskólana. Rebekka var að spila með litlu skvísunum í yngsta Suzuki hópnum og stóð sig eins og hetja þó hún sé búin að vera lasinn síðustu viku og lítinn áhuga haft á því að æfa sig á fiðluna.
Já - einhverntímann hefðu menn nú undrast stórum að ég missti af leik með mínum mönnum en þegar prinsessan á heimilinu er annars vegar þá er hún alltaf í fyrsta sæti.
Alex Ferguson: Vorum stálheppnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tippið
3.3.2007 | 09:41
Jæja þá er komið að því að skella sér í Hamar og sinna tippinu. Þetta er fastur liður á laugardagsmorgnum hjá mér, að sinna tippinu, að vísu er smá forleikur á föstudögum. Föstudagskvöldin eru sem sagt tími forleiksins, þá setjumst við konan niður hugum að tippinu. Konan er fljótust með tippið, hún er bara svo snögg að höndla það, er yfirleitt aldrei lengur en mínútu oftast svona í kringum hálfa mínútu. Ég vil hins vega gæla lengur við tippið, skoða það út frá öllum forsendum áður en látið er til skarar skríða.
Það hefur ekki gengið nægilega vel uppá við með tippið, erfitt að ná upp meðaltalinu og það sem verst er að ekkert kemur út úr því - tippinu.
Já áður en menn fara að halda að ég sé að perrast eitthvað hérna þá erum við aðvitað að tippa í getraunum og starfa ég með snillingunum Pálla Jó og Jóa Jóns í getraunaþjónustu Íþróttafélagsins Þórs Árangurinn í tippinu hefur verið upp og ofan eins og gengur, við hérna á heimilinu tippum alltaf á svokallaðar 10kalla raðir.
Þá merkjum við á eina röð sem kostar 10 krónur og er árangrinum haldið saman og eins og staðan er núna þá er ég, náttlega sjálfur atvinnugetraunasnillingurinn efstur, en Rebekka prinsessan á heimilinu ( þessi sem situr á öxlum mér á myndini ) fylgir mér eins og skugginn. Rebekka hefur gaman af þessu og þar sem hún er aðeins á sínu fjórða keppnistímabili í kapphlaupi lífsins þá þurfti fyrst að hjálpa henni. Spurði ég hana þá hvort hún vildi einn, x eða tveir. Svaraði hún alltaf samviskusamlega en í föstudagskaffinu í Hamri þá fyllti hún út seðilinn sinn sjálf og verður gaman að sjá hvernig þaða gengur. Auðvitað er örðu vísi að fá að skrifa sjálf og bara skemmtilegra. Ingibjörg fylgir okkur svo fast eftir og er ekki mikill munur á því hvernig aðkoma okkar er að þessu, ég með "vísindin" að baki en þær bara gera þetta eftir eigin höfði svo niðurstaðan er þessi.
Tippi er fyrir alla - allir að tippa hjá sýnu félagi eða þá bara velja 603 sem er getraunanúmer Þórs.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóg af meiðslum !
2.3.2007 | 16:13
Er Óli ekki alveg búinn að fá sinn skammt af meiðslum, hvar endar þetta ?
Sem betur fer virðist þetta ekki alvarlegt hjá kappanum, fær vonandi að klára tímabilið meiðslalaus, hann hefur varla spilað nokkuð af viti vegna síendurtekinna meiðsla síðan 1999 - þrennu árið fræga. Það var því ekki laust við að maður fengi tár í augun af gleði þegar kappinn mætti aftur á þessu tímabili og fór að hrella markverði og skora og skora eins og honum einum er lagið.
Solskjær frá keppni út þennan mánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |