Færsluflokkur: Enski boltinn
Larsson á Pollamótið ?
16.1.2007 | 14:31
Er ekki bara málið hjá mínum mönnum að framlengja við Larsson og kaupa Teddy Sharingham, Eric Cantona.. svo væri leynivopnið Mark Hughes. Þessi unglingar færu nú létt með að sýna Venna Rúní hvernig á að spila fótbolta, hann gæti svo farið í varaliðið eða er hann ekki ennþá gjaldgengur í unglingaliðið ? - Í það minnsta er þá von til þess að hann geti skorað mörk og lappað uppá sjáfstraustið sem virðist vera alveg týnt.
Annars er Larsson velkominn á Pollamótið í sumar.
Dvöl Larssons hjá United ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttamat RUV
14.1.2007 | 23:27
Sat spenntur áðan og horfði á helgarsportið á RUV, jú það kom langt innslag um 3ja flokk karla hjá FH í handbolta. Golf þar sem inntakið var að allir þeir bestu væru að taka þátt í PGA í USA og því bara einhverjir lélegir eftir í evrópuröðini en samt var það nægilega fréttnæmt til að gera ágætlega langt innslag. Jú formúla náði inn, þar var markverðast að sjá fyrrum snilling hjá McLaren Kimi renna sé á skíðum ...........................
OK nenni ekki að telja upp meira en það koma EKKI innslag frá stjörnuleikjunum í körfubolta sem voru háðir í gær. Eins og þeir sem vita um hvað karfa snýst þá er þetta algjör sýning og veisla fyrir áhugamenn um íþróttir. Nei frekar skal hafa viðtal við gutta í 3. flokki og sýna Kimi á skíðum
En þeir sem vilja geta séð leikina á KFI.is undir KFI-TV þeir stóðu sig betur en RÚV, já og Sýn og Skjásportið sem gerðu í brækurnar í þetta sinn.
Enski boltinn | Breytt 15.1.2007 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Móri í vondum málum trallla la
12.1.2007 | 01:01
Móri fær ekki lengur að kaupa allt dótið í dótabúðini, kall greyið. Maður hálfpartinn vorkennir honum - NOT.
Mourinho óhress með stjórnendur Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafa aðrir komið til greina í embættið
11.1.2007 | 23:20
Ronaldo aftur leikmaður mánaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Becks til Bandaríkjanna
11.1.2007 | 15:47
Eitthvað kemur þetta ekki á óvart, USA er óplægður akur ímyndarlega séð. Svo er aldrei að vita nema kunningsskapur þeirra Beckham-a við Tom Cruse og hans spúsu komi þeim í kvikmyndir ?
Það hafa heyrst sögur um áhuga Victoriu á slíku og David hefur svo sem ekkert leiðst að standa fyrir framan myndavélar í auglýsingagerð og því stutt í bíómyndirnar myndi maður halda.
David á eftir að standa sig í MLS - gæðin þar eru ekki jafn mikil og því ætti hann að vera á toppnum þar í einhvern tíma.
Beckham á leið til Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
You are my Solskjaer, my Ole Solskjaer...
7.1.2007 | 20:03
Ef að norski álfurinn er ekki að verða vinsælasti leikmaðurinn í sögu Manchester United þá veit ég ekki hvað. Að hugsa sér að hann hafi haldið með Liverpool ? - en hann þroskaðist fljótt
Það er ekki laust við að það komi tár í augnkvarmana þegar maður horfir á hann skora, einhver ótrúleg nostalgía grípur um sig. Alveg gagnstætt við hrollin sem rennur niður bakið við að sjá Fat Scouser-inn spila leik eftir leik og geta ekki neitt. Darren, vinur Hemma, Fletcher er bara eins og prófessor í knattspyrnufræðum við hliðina á Venna Rún, dagar hans í byrjunarliðinu hljóta að vera taldir. Að vísu er ég með þá kenningu að það sjé skortur á lausafjármunum á Old Trafford þessa dagana, og Ferguson sé einfaldlega að nota fyrirfram prentaða liðsuppstillngarformin með nafni Venna Rún á - verði bara að klára birgðirnar ? Það lítur allavegna þannig út fyrst við þurfum að fá lánaðan 35ára gamlan leikmann sem var nánast hættur í fótbolta en getum ekki keypt - eða hvað ??
Larson setti hann að vísu í bikar-leiknum og virkaði nú mun betri en Venni Rún en það þarf ekki stórspilara til þessa að gera lítið úr litla Scousernum
Solskjær hetja Man.Utd. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að tapa - og taka því að tapa
4.1.2007 | 09:25
Ekki virðast stuðningsmenn West Ham kunna því vel að tapa og heimta endurgreiðslu á miðunum sínum á völlin þegar þeir horfðu á liðið sitt tapa fyrir Reading á nýársdag.
Ég var svo heppinn að í fyrstu heimsókn minni í leikhús draumana ( Old Trafford ) horfði ég á mína menn sigra heillum horfið lið Ipswich 9-0 og stuðningsmenn aðkomuliðsins skemmtu sér ekkert minna en við í síðarihálfleik. Þeir voru kanski smá stund að ná áttum en sennilega áttað sig í hálfleik að staðan var gjörtöpuð og bara best að gera sem mest úr ferðalaginu. Þegar Ipswich náði svona 3 sendingum á milli leikmanna sungu stuðningsmennirnir þeirra "It's just like watching Brazil" og í stöðuni 9-0 þegar við stuðningsmenn Manchester United sungu "We want ten" og heimtuðum tíunda markið þá sungu þeir "We just want að goal"
Þetta eru stuðningsmenn sem kunna að tapa, en það má kanski taka það með í reikninginn að þetta var á síðustu öld áður en peningahyggjan tók öld völd í knattspyrnuheiminum.
Er ennþá ekki búinn að jafna mig á því þegar Jökul (Glazier) feðgar keyptu mitt lið - það er ekki alltaf gott þegar peningar ráða förini, og ég óttast það sem gerist í kjölfar þess þegar Alex Ferguson hættir. Jöklarnir eru nefnilega hálf smeykir við kallinn eða þá bara að þeir eru ekki alveg að skilja skosk-enskuna hans.
Eggert biður stuðningsmenn West Ham afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umbar
3.1.2007 | 14:00
Þessi umbi sem Ronaldo er með er farinn að fara aðeins í mínar fínustu, heldur að hann sé aðal. Hann var með ótrúlegar yfirlýsingar eftir hm í sumar um að Ronaldo væri að fara til flestra félaga sem stunda knattspyrnu - að undanskildum íslenskum félögum.
Svo þegar hann hefur ekkert komist í fjölmiðla undanfarið og Ronaldo spilar eins og einn sá besti í heiminum ef ekki sá besti þá þarf hann að koma með eina síðbúna áramótabombu. Kanski hann sé að reyna að verða sér út um smá aura með því að æsa upp nýjan samning fyrir Ronaldo hjá United eða koma honum til annars félags ?
Minnir stundum á bræður Anelka, fyrrum Arsenal leikmanns og núverandi nágranna Ronaldo, hjá Bolton - þeir stunduðu það grimmt að selja bróðir sinn til að fá klink í kassan við hverja sölu og nánast eyðilögðu ferilinn hjá honum. En svo virðist sem nálægðin við þá góðu borg Manchester hafi blásið glæðum í kulnaðan feril Anelka og er það bara gott.
En maður fer að hugsa út í þessi völd sem umboðsmenn virðast hafa oft á tíðum og verður gaman að sjá hvað rannsóknin hjá bretunum leiðir í ljós.
Barcelona hafnaði Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sálfræði Móra
3.1.2007 | 11:02
Kallinn í tómu tjóni og eina haldreipið hans er að hann gæti verið í enn meira tjóni - held að það hlakki nú í ansi mörgum.
Þetta er auðvitað ný upplifun og erfitt þar sem hann hefur getað keypt allt sem hreyfist og kann að sparka betur í bolta en við hinir. Til að gera málið ennþá verra lítur út fyrir að hann fái ekki eins mikla peninga í framtíðini til að kaupa leikmenn og þá fer hann að væla yfir því að verð þeirra leikmanna sem hann hafi áhuga á hækki margfalt. Segi nú bara við kappann velkominn í raunverluleikann
Jose Mourinho: Erum á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)