Færsluflokkur: Enski boltinn
Úff meiri slagsmál útaf netinu í augnsýn ?
2.2.2007 | 18:10
Maður sér fyrir sé eina tölvu í stofuni á elliheimilinu og fólk standandi í biðröð við að komast í tölvuna. Spurning hvernig þetta verður í Reykjavík og nágrenni þar sem svo troðið er í herbergin að það er varla pláss fyrir tölvuborð, nema allir verði bara með fartölvur ?
En vonandi að fólk fari nú rólega í internet brjálaðið og sleppi ekki alveg garðrækt, handavinnu og ferðalögum - en þegar fólk kemst á eftir ár þá á það rétt á því að njóta lífsins og ef það finnur það í tölvuni á netinu þá er það bara hið besta mál.
Breskir eftirlaunaþegar taka netið fram yfir garðræktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ha - aftur ?
31.1.2007 | 23:43
Skoraði Venni Rún aftur ? Sá ekki leikinn enda að sinna mikilvægari málefnum en að horfa á sjónvarpið. Var í hringrásinni minni sem felst í því að vera nærri fljótari að sofna en Rebekka, þegar ég fer að svæfa hana. Svo sefur maður í svona 2 tíma og vaknar alveg eld hress eftir 22 og búinn með nætursvefninn og ef maður lætur sér detta í hug að reyna að sofna aftur þá gengur það ekki upp. Þá er bara að velja á milli þess að hanga aðeins í tölvuni og reyna að vinna smá eða liggja uppi í rúmi og svekkjast á því að maður getur ekki sofnað. Þetta svefnleysi leiðir svo til þess að næsta kvöld þegar ég fer að svæfa þá er maður ennþá syfjaðari og pottéttara að maður sofnar í miðri "svæfingu" og þannig heldur hringrásinn áfram
En varðandi Venna Rún þá virðist sem njósnavélin ( sjá færslu mína ) sem fór yfir Carrington æfingasvæðið hafi vitað til þess að Venni hafi verið að æfa það að skora mark í það minnsta hefur kappinn bara skorað í 2 leikjum í röð eftir mikla eyðurmerkugöngu og markaþurrð. Það er bara hið besta mál og sannar enn einu sinni að ég hef ekkert vit á fótbolta, jú nema það að hafa valið að halda með réttu liði þegar ég var um átta ára gamall.
Man.Utd skellti Watford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr landsliðsþjálfari ?
29.1.2007 | 07:54
Foster næsti landsliðsmarkvörður Englands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt orðið til sölu í dag
27.1.2007 | 01:47
Já nýjasta tískan í dag er að eiga fótboltafélag, voru það Íslendingar sem hrundu æðinu af stað með því að kaupa Stoke um árið ?
Í það minnsta er enginn maður með mönnum í dag nema vera orðaður við kaup á ensku knattspyrnuliði. Mér myndi hins vegar nægja að kaupa mitt félag Þór en er að vísu hluthafi í einu stórliði á Bretlandseyjum, http://www.fc-utd.co.uk/ Er svo sem ekkert að hugsa um að taka það yfir en ég og Rebekka, prinsessan á heimilinu eigum hlut í sjóði sem var notaður til að berjast á móti kaupum Glazer. Hluti þess sjóðs var notaður í að stofna þetta nýja félag Football club United of Manchester sem spilar í deild sem er svo neðarlega að hún er eiginlega efst ef maður telur "hinumeginn frá"
Amerískur auðkýfingur að íhuga tilboð í Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fergie ekki látann fara !
26.1.2007 | 18:02
En þú mátt alveg selja "Fat Scouser-inn" aka Venna Rún, algjört veist of monei að kaupa hann. Betra að fá klink í kassann og kaupa alvöru leikmenn, og þá er ég ekki að tala um fótbrotinn Englending sem spilar í Þýskalandi og vill komast heim til Englands.
Sir Alex Ferguson: Útilokað að Ronaldo verði seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Best bestur ?
26.1.2007 | 17:38
Hann var sennilega með þeim bestu í að:
Eyða veraldlegum hlutums svo sem peningum.
Að spila fótbolta.
Drekka.
En hann var ekki með þeim bestu í að:
Hugsa um heilsuna.
Hugsa um fótboltaferilinn.
Einkasonur Georges Bests erfir úr en konurnar ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Njósnir á Old Trafford ?
25.1.2007 | 09:53
Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í morgun að lítil Cessna flugvél hafi verið að fljúga yfir Carrington æfingasvæði Manchester United. Þessi vél á að hafa verið sérstaklega útbúinn þannig að það heyrist voða lítið í henni og nýjusta tækni í eftirlitsmyndavélum notuð.
Nefna menn að hreyfill vélarinnar sé 100.000 punda virði og njósnabúnaðurinn í henni er metinn á 50.000 pund.
Þá er það stóra spurningin hver í ósköpunum nennir að fá flugvél til að fljúga yfir æfingasvæðið og hvað græða menn á því ? Næsti leikur okkar er um helgina við Portsmouth í bikarnum, varla hefur Harry Redknap leigt þessa meintu njósnavél til að horfa á æfingu hjá United.
Get heldur ekki ímyndað mér Roman Abramovich sé að senda litla Cessnu "druslu", hann hefið ábyggilega sent alvöru forstjóravél og leyft Móra kallinum að fljóta með.
En það alvegarlegasta í þessu er að skv. sumum fjölmiðlum var þetta leynileg æfing hjá United og meðal annars var Venni Rún aka Fat Scouser að æfa eiitthvað nýtt Sé nú bara spaugilegu hliðina á þessu en það verður gaman að sjá hvað Bretunum tekst að gera úr þessu máli og á maður eftir að fylgjast spenntur með fréttum.
Jaxlinn brotinn
24.1.2007 | 10:20
Jæja það kom að því að við Robbie eigum eitthvað sameiginlegt, báðir hafa fótbrotnað í fótbolta. Ekki að það ég hafi verið að bíða neitt eftir þessu, en svona harðjaxlar eru nú líklegri til að fótbrotna en aðrir. Þetta er mikill missir fyrir Blackburn því Robbie er lykilmaður í liðinu og stórt skarð höggvið í þeirra raðir.
Robbie hefur verið að landakortinu hjá mér lengi eða síðan hann spratt fram á sjónarsviðið með Class of "92 genginu á Old Trafford, þeim Giggs, Butt, Scholes, Neville bræðrum og svo einhverjum Beckham sem engin man eftir
Þessi hópur hefur náð ansi langt í boltanum og ótrúlegt að svona hópur komi fram aftur á sjónasviðið, en aldrei skal skrifa aldrei !
Savage fótbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vork vork
18.1.2007 | 18:35
Á maður að fara að vorkenna greyið hrokagikknum ? Það virðast allir vera vondir við hann núna, meira að segja hjá Chelsea. Held að hann sé bara að undirbúa það að taka við Portúgalska landsliðinu.
Jose Mourinho: Ánægður ef ég verð út samningstímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkert skrítið - hver vill fara til Liverpool ?
18.1.2007 | 08:57
Ég er nú bara mest hissa að þetta sé fréttnæmt, auðvitað vill enginn fara til Liverpool - kommon. Meira að segja er betra að vera í mikilli hættu að falla með West Ham en að fara til Liverpool, það er augljóst
Valdi Neill West Ham framyfir Liverpool? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |