Tæknileg mistök ?
15.1.2007 | 17:22
Ljóst að þarna hafa átt sér stað stór tæknileg mistök sem er svo sem svolítið dularfullt þar sem það virðist ekki hafa skort á því að tæki og tól hafi verið keypt. Níu gemmsar á 10 mánuðum, það hefur sennilega gleymst að segja Byrgismönnum að það er hægt að hlaða símana aftur, þetta gadget sem maður styngur í rafmagn og svo í símann - það er til að hlaða þá aftur !
Annars er þetta grátlegur lestur og ljóst að ekki bara forstöðumenn og forsvarsmenn Byrgisins sem þurfa að svara áleitnum spurningum heldur endurskoðendur og þeir "kerfiskallar" sem áttu að fylgjast með rekstrinum. Verst er ef þetta dregur úr tiltrú almennings á fjársöfnunum og góðgerðarstarfsemi og menn setji samasem merki þar á milli og peningaóráðssíu.
Ríkisendurskoðun vill lögreglurannsókn á rekstri Byrgisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.