Hugbúnaðarþjófnaður

Þessar tölur koma mér svo sem ekkert á óvart, hefði jafnvel trúað að þær væru hærri.  Alveg ótrúlegt þegar fyrirtæki með ansi góða veltu eru að standa í svona þjófnaði, en það er samt að breytast. Eins hefur verðlagning hjá Microsoft aðeins þokast nær veruleikanum sérstaklega í Office vöndlinum sem hægt er að fá fyrir um 15.000 krónur og má þá nota á 3 vélar heimafyrir. Áður var þessi pakki að kosta nærri 50.000 og þá bara fyrir eina tölvu. Ekkert skrítið svo sem að menn hafi fengið "lánaðar" útgáfur, en eftir þessa stefnubreytingu hjá Microsoft hefur salan á Office aukist mikið.

Það var oft hjákátlegt að verja það í fyrirtækjum, þegar maður var að setja upp netkerfi í þeim, að það þyrfti að kaupa hugbúnaðinn... Ekkert mál að kaupa skrifborð og stóla en hugbúnað, mátti ekki bara finna hann á netinu ?

Svo voru sumir svo flottir að þeir voru alveg tilbúnir að kaupa 5 pakka þó svo að t.d. 10-15 manns ættu að nota hann. En það runnu nú á þá tvær grímur þegar maður spurði hvort þeir vildu þá ekki bara kaupa 5 skrifborð og stóla á skrifstofuna.

 


mbl.is 22% Windows stýrikerfa illa fengin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér, ég er að vinna hjá fyrirtæki og er með næstum allt ólögleg. Þetta er að breyta gegn minni betir vitund.

Gummi (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:25

2 identicon

Það mætti lika benda mönnum á að nota Open Office sem er frí skrifstofuvöndull

hægt er að nálgast hann á www.openoffice.org

Einar Baldursson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 16:23

3 identicon

Síðustu rannsóknir óháðra aðila (IDC) staðfestu að illa fenginn Microsoft hugbúnaður mældist 57% á Íslandi. Þetta er metið í vestur evrópu og þarf að fara til austur evrópu til að finna sambærilegar tölur. Það má hinsvegar ekki sleppa að segja frá því að íslensk fyrirtæki eru flest öll mjög jákvæð gagnvart umræðunni um lögleiðingu leyfa og þeim og neytendum ber að þakka fyrir viðhorfsbreytingu og skilning á þessum málum. Flest fyrirtæki með 5 starfsmenn eða fleiri geta látið athuga sín mál og hafa langflest ákveðið að taka svokallaða leigusamninga á Microsoft hugbúnaði. Þessir samningar eru hagstæðari en flestir myndu halda og hægt að nálgast hjá endursöluaðilum Microsoft hugbúnaðar. Að sama skapi er einnig hægt að biðja um úttekt á leyfismálum á síðunni http://www.leyfismal.is/ - Ég þakka uppbyggjandi, opna og jákvæða umræðum um þetta þar sem ég tel hana jafn mikilvæga fyrir íslenska hugbúnaðarframleiðendur og framleiðendur hugverka allment.

Við viljum efsta sætið í handboltanum en reynum að sleppa vesturevrópumetinu í hugbúnaðarstuldi :)

Takk fyrir jákvæða og opna umræðu - Áfram Ísland 

Halldór J. Jörgensson

Framkvæmdastjóri, Microsoft Íslandi

Halldór J. Jörgensson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband