Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Efast stórlega um að Ingibjörg Sólrún sé fulltrúi íslensku þjóðarinnar

........... þarf að segja meira um orð hennar undanfarið, burt með þetta lið og lengi lifi byltingin sem verður á næsta ári  Bandit
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efast stórlega um að Ingibjörg Sólrún sé fulltrúi íslensku þjóðarinnar

........... þarf að segja meira um orð hennar undanfarið, burt með þetta lið og lengi lifi byltingin sem verður á næsta ári  Bandit
mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson afskrifar West Ham í titilbaráttunni

Er það aðal efni fréttarinnar að Ferguson nefni ekki Arsenal sem helstu keppinauta um titilinn ? Af hverju er fyrirsögnin um að hann afskrifi WBA eða fleiri lið LoL

 


mbl.is Ferguson afskrifar Arsenal í titilbaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stendur ekki undir að skammast sín

Hann stendur ekki sjálfur undir því að skammast sín, jú þeir gátu aðeins kroppað í eftirlaunafrumvarpið með því að láta breytinguna taka gildi á næsta ári. Trúlega reiknar meirihluti alþingis með kosningum og vilja því tryggja sér eftirlaun á "fullu verði" áður en þeir detta af þingi. Meiri "píbb" aumingjarnir - allir sem einn man ekki til þess að einn einasti þingmaður hafi haft kjark til að greiða á móti þessum lögum.  Þó þurfti að ræða þetta í meira en ár en á 85 mínútum var hægt að hækka bensíngjald og meira svo það hækkaði verðbólguna - svo er ennþá til fólk sem ætlar að kjósa einhvern af þessum "píbb" áfram Devil Sumir voru að væla um að það stæðist ekki stjórnarskrá og slík, væri þá ekki bara hægt að láta reyna á það og sjá hvað þingmenn myndu sækja réttindin "sín" ef þeir teldu þetta brot á stjórnarskrá ?

 

Hvenær og hvernig ætli byltingin verði ?


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æi heldur hann að einhver trúi honum ?

Er næsta viss um að mikill meirihluti þjóðarinnar er ekki að kaupa þetta hjá kappanum. Eina spaugilega við þessa stjórnmálamenn þessa dagana að gamla grín máltækið "hann er svo fattlaus að hann fattar ekki hvað hann er vitlaus" kemur oft upp í hugann.

Ættu að sjá sóma sinn í að boða til kosninga með hækkandi sól á næsta ári, og þá er nægur tími fyrir nýtt fólk að koma fram og mynda nýjan flokk sem er óháður allri spillingun sem hefur verið í gangi í þjóðfélagin undanfarin ár. Hef oft sagt að Ísland sé bananalýðveld og nú er það búið að koma í ljós.

 

 


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Þeir lifa í óvissu um sinn persónulega fjárhag og fjárhag fjölskyldna sinna og það er auðvitað mjög óþægileg staða,“

Það geri ég líka - varst að eiga engar skuldir hjá KB/Nýja KB þá hlyti maður að fá þær felldar niður. Vona að hinir bankarnir geri það sama, getur ekki verið að ég þurfi að bera persónulega ábyrgð ef ílla fer frekar en þeir lykilstjórnendur sem báru ábyrgð á rekstrinum. Nær væru að þeir sætu uppi með lánin því þeir stjórnuðu bankanum ekki ég LoL

Held að ef þetta gengur í geng að lykilstjórnendur fái lánin sín niðurfelld sem stofnað var til að kaupa bréf í bankanum þá verði fyrst allt vitlaust.

Er reyndar svo vitlaust að fatta ekki af hverju þessir blessuðu lykilstarfsmenn gömlu bankana eru að vinna við þá nýju, eru þeir ekki búnir að sýna það í verki að það klikkaði eitthvað í lærdóminum hjá þeim Errm - virðast í það minnsta ekki hafa mikið vit á bankastarfsemi miðað við það sem er komið í ljós af ruglinu sem viðgengst þar og sanniði til við höfum bara frétt af "toppnum á ísjakanum" og það sem er neðansjávarlínu á eftir að koma í ljós.


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hálvitar"

Satt að segja bjóst ég við smá hugsun hjá þessu blessaða alþingi. Nei ýta upp vísitölunni svo lánin og allt hækki, auma liðið sem situr á alþingi. Er ekki mælirinn loksins fullur ??

Held að það væri bara best að skunda á alþingi og henda þessu pakki bara út, er alveg gáttaður á því að einhver skuli, skv. skoðanakönnunum undanfarið, ætla að kjósa þessa kóna sem eru í ríkisstjórn. Vissi svo sem að það væri alltaf fast fylgi við stuttbuxna gengið kennt við Valhöll en að menn séu svona blindir á Samfó er með gjörsamlega óskiljanlegt. Ég hef kosið báða þessa flokka undanfarið og skal taka þá ábyrgð og mun ekki í náinni framtíð kjósa þá aftur.

Finnst kominn tími á nýja og ferska hugsun í stjórnmálum, menn beri ábyrgð á athöfnum og fatti að það að taka ábyrgð sem stjórnmálamaður fellst ekki í því endilega að gera eitthvað saknæmt. Samt þurfum við kannski ekki alveg að fara sænsku leiðina þar sem það nægir að borga taxa með vitlausu korti til að segja af sér - tja kannski væri alveg rétt að fara þá leið ? 

 


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

45 mills

Ætli það sé ekki svipað og velta Þórs og KA til samans er á einu ári. Fótboltinn verður alltaf fáránlegri og fáránlegri, ríku klúbbarnir ríkari og má segja að það sé farin að verða fákeppni þarna. Hundleiðinleg þróun og bara ávísun á leiðinlegt mót þegar það eru bara 2-3 félög sem eiga mestan pening og kaupa alla leikmenn sem klára fleiri en 10 heppnaðar sendingar í leik.

Vil sjá þessa peninga sem koma erlendis frá fara til sérsambandsins og það deila honum jafnt á milli félaga eftir formúlunni sem það notar til að skipta  molunum sem eftir standa þegar bestu liðin eru búin að fá sitt.


mbl.is Valur fær 45 milljónir frá UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var búið að segja honum það ?

Kemur fram í fjölmiðlum að Sam Bethell starfsmanni Chelsea sem hlut átti að máli var aldrei sagt að reglur enska knattspyrnusambandsins giltu yfir honum og því var ekki hægt að ákæra hann... þá er spurningin af hverju United var að hafa fyrir því að segja Evera ( sem er Franskur ) að reglur enska knattspyrnusambandsins giltu hjá honum. Nema þá að United hafi ekki getað sannað það að þeir hafi ekki sagt honum það LoL

Þetta er enn eitt dæmið um fáránleika þessa blessaða enska sambands, og er svo sem hætt að koma manni á óvart en oft kostulegt að sjá hvaða rök þeir færa fyrir bullinu í sér.


mbl.is Evra í fjögurra leikja bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki endilega Microsoft hugbúnað

Bara að benda á að það þarf ekki endilega Microsoft hugbúnað til að hafa tölvuna á íslensku, fullt af Linux dreifingum eru með íslenskt viðmót. Annar hugbúnaður er það líka og of langt mál að telja hann upp hérna. Já og sá hugbúnaður er yfirleitt ókeypis !
mbl.is Innan við fimmtungur velur íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband