Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Brosa bara í gegnum tárin

Já brosum bara í gegnum tárin, spáði því að við lentum í 11. sæti og var því ekki langt frá.

2518776045_9936c16040

Dagurinn byrjaði samt skemmtilega því Rebekka var að spila á lokaslútti tilraunaverkefnis með tónlist í leikskólum. Hún spilaði þar með tveim öðrum stelpum úr Suzuki hóp tónlistarskólans á fiðlu.

Í enda tónleikana þá voru júrósvision lög spiluð og Rebekka og vinkona hennar sungu af lífi og sál og þá kom stjórandi tónleikana með microfón og setti í samband. Rebekka söng þá framlagði okkar í ár af mikilli innlifun eins og sést á þessari mynd.

Hún hefur eins og flest önnur fimm ára börn mikið gaman af júróvision og í fyrra söng hún "Eirík Hauksson" Hún kallar allaf framlagið okkar í fyrra þetta og söng það með hópnum sínum á vorhátíð leikskólans síns í fyrra.

Fyrir þá sem vilja brosa í gegnum tárin þá er hérna smá upptaka af Rebekku (í bleika kjólnum með svarta hárkollu ) og hópnum hennar synga júróvision framlagið okkar í fyrra.

 

 

 

 


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

munur á dísel og bensíni ?

Getur einhver sagt mér af hverju þessi rosa munur er á bensíni og dísilolíu í verði ? Hann stigmagnast og fyrir ekki löngu var verðið svipað ef ég man rétt en núna um 17 krónur miðað við smá verðkönnun í dag. Átta mig ekki á af hverju þarf að hækka altaf dísel um krónu eða meira umfram bensín þó svo að hækkunin sé "bara" 2-3 krónur.

 

 


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendingadeildin var landsbankadeildin

Er ekki ráð að breyta um nafn á deildinni, fara yfir í útlendingadeildinn eða bara útlendingahersveitin ?
mbl.is KR og Fram fá erlenda leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur Ronaldo

Spilar 34 leiki í ensku deildinni og skorar í þeim 31 mörk (breytt 13:37 )   - þokkalegt bara ! 

Annars lítur tölfræði hans fyrir tímabilið svona út - tekið af soccernet 

2007/08 Statistics
TEAMCOMPETITIONGSSBGASHSGFCFSYCRC
Man UtdUEFA Champions League100715115153720
Man UtdPremier League313317181109118251
Man UtdEnglish FA Cup30301861900
PortugalInternational Friendly1000000000
2007/08 Season Totals4534162501302712871

 Glossary
GS: Games started, SB: Used as Substitute, G: Goals, A: Assists, SH: Shots, SG: Shots on goal, YC: Yellow Cards, RC: Red Cards, FC: Fouls Commited, FS: Fouls Suffered, SV: Saves, OF: Offsides, W: Wins, D: Draws, L: Losses


mbl.is Torres setti met en Ronaldo markakóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryan Giggs, 10 Englandsmeistarartitlar - 758 leikir

Vá hvað það var ljúft að sjá Giggsy skora síðaramarkið og gulltryggja þetta - how fitting eins og tjallinn segir.

Óska öllum United mönnum til hamingju Wink


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatur Bolton á Manchester United

Það þarf ekkert að efast um hatur Bolton aðdáenda á Manchester United - hatrið og rígurinn er mikið meiri en á milli liðana sem kenna sig við Manchester borg. Ég hef sjálfur upplifað þetta hatur þegar ég sótti leik með Bolton og menn komust að því að ég var stuðningsmaður Manchester United.  Frægir eru líka "árekstrar" á milli stuðningsmanna liðanna á árum áður, svo ákveðinn kjarni stuðningsmanna Bolton alltaf að herma eftir flugvélum á leikjum liðanna. Þar eru þeir að ýfa upp sárin eftir flugslysið og synga jafnframt niðrandi söngva um þá sem létust.

Svolítið skrítið að Ferguson hafi ekki svarað þessu sálfræði stríði Chelsea manna fyrir lokaumferðina með því að benda á þetta og það fyrr. Kanski er það merki um að hann treysti Bolton mönnum fullkomlega til að mótivera sýna menn á venjulegan hátt fyrir leikinn á móti Chelsea ? Eða kannski sörnum sé farið að förlast í sálfræðihernaðinum ??


mbl.is Ferguson: Það talar enginn um Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræði hernaður

Þetta er gott dæmi um sálfræðihernaðinn sem er í gangi Chelsea menn komu þessu í gang til að peppa Wigan menn áfram. Fá þá til að sanna að þeir séu ekki að "gefa" United neitt þar sem leikurinn skiptir þá í raun engu máli þannig séð sloppnir við fall. Vonast Chelsea menn til þess að þetta skapi pressu á þá til að leggja sig enn meira fram til að vinna leikinn á móti United.

Verður fróðlegt að sjá, man ekki eftir að neitt lið hafi viljandi tapað fyrir öðru, þó svo að sögur séu um að lið á Ítalíu og annarstaðar hafi gert það til að hafa áhrif á getraunir og veðmál. 


mbl.is Wigan: Ekkert samsæri í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta dellan

Já enn ein dellan hjá mér Smile

Myndavél - þeir sem hafa þekkt mig frá því að barnaskóla lauk vita svo sem að ljósmyndadellan hefur lengi blundað í mér. Hún byrjaði fyrst þegar ég fékk Canon AE-1 vélina um 14 ára aldurinn, síðan hefur dellan gengið svona upp og niður. Keypti fyrstu digital vélina um aldamótin en þar var svona point and shoot vél eins, svona ígildi Kodak Instamatic eða þannig Wink Það hafa nú verið teknar ansi margar myndir á hana og svo var nýrri og aðeins fullkomnari digital vél bætt í safnið en alvöruvél bættist á listann þegar ég fékk eina Canon 400D í afmælisgjöf í september síðastliðnum. 

Mikið er búið að mynda síðan og sumt er ég ánægður með en annað ekki eins og gengur, mest hef ég tekið af myndum af körfuboltaliði okkar Þórsara og svo á Rebekka annað sætið. Hún tekur sjálfsagt fyrsta sætið fljótlega enda körfuvertíðin búin.

Hef sett inn slatta af myndum af körfuboltaleikjum okkar á www.runing.com/karfan - þetta eru ekki unnar myndir og flestar nánast beint úr vélinni.

Eins og allir "alvöru" ljósmyndadellumenn setti ég upp Flickr síðu ( www.flickr.com/runarhi ) og hérna má sjá þær myndir sem eru flokkaðar mest interastingflick


Sakna eins

Kemur ekkert fram um að æðstu stjórnendur muni lækka launin hjá sér - er það ekki eðlilegt þar sem þeir klikkuðu á því að undirbúa bankann betur undir þessa "fjármálakreppu" ? Það ætti nú að lækka kostnað töluvert  Smile
mbl.is Forstjóri Kaupþings boðar fækkun starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsala ?

Ljóst er að það þarf að hrista upp í þessu liði, eins og þarna eru margir snillingar þá gengur það voða lítið. Sannast að þú vinnur ekki alltaf með því að spila bara dúkkubolta, það vantar þarna drífandi miðjumenn ekki bara "boltaklappara"

Vandinn er kanski líka meira sálfræðilegur eða stjórnunarlegs eðlis, allt of mikið af prímadonnum sem líta á sig sem stjörnu og vilja alltaf vera í sviðsljósinu og klappa boltanum.  Vinnusemi í þeim leikjum sem ég hef séð með þeim er voða lítil, gæti kanski lært svolítið af því að horfa enska boltann á æfingum í stað þess að hugsa meira um hvernig hárgreiðslan er og brosa framan í myndavélarnar.


mbl.is Barcelona hyggst selja tíu leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband