Glæsilegt

Allt á uppleið hjá stelpunum. Góður fótboltadagur í dag, Þórsararnir unnu líka Fjarðabyggð sannfærandi á Akureyrarvelli og það sem gladdi líka var að við spiluðum í gömlu góðu búningunum Smile  - Legg til að við höfum þann háttin á það sem eftir er tímabilsins
mbl.is Þór/KA vann nauman sigur í miklum fallslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð flugeldasýning

Búinn að sjá nokkrar sýningar um árin, bæði hérna fyrir norðan og á útlegðar árum mínum á suðvesturhorninu, Menningarnótt og um áramótin en einhvern veginn er alltaf flottustu sýningarnar hérna á Akureyri. Það gerir drunurnar sem myndast á milli fjallana. Sýningarnar í Reykjavík á td. Menningarnót eru flottar en eru einhvernveginn bara eins og aumt hviss þegar vantar alvöru drunur sem ég hef hvergi upplifað nema á Akureyrarvelli um verslunarmanna helgina.

Sýningin núna var sú flottasta af mörgum Smile

 


mbl.is Óhapp á flugeldasýningu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysi KSI ?

Hvað á að kalla þennan gjörnin að afhafast ekkert í málinu ?

Er allt í lagið að menn haga sér eins og fífl ( ef eitthvað er að marka hluta ummæla leikmanna liðana um framferði andstæðingana ) og svo fyrst liðin ná sáttum þá er bara allt í lagi og allir brosa ?

Finnst þetta ekki vera rétt skilaboð, allt í lagi að haga sér eins og vitleysingur svo framarlega sem menn ná sáttum eftirá, hver eru skilaboðin með þessu ?


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðaför Íslenska karlalandsliðsins part II

Erum við ekki bara í vitlausri keppni ? Nú standa yfir smáþjóðaleikarnir og ættum við ekki að hafa karlalandsliðið okkar í knattspyrnu að spila þar ??

Legg til að við drögum karla-landsliðið úr keppni í undankeppnum em og hm og leggjum peningana sem hafa farið í það renna til kvenna landsliðsins sem er á uppleið og sífellt að bæta árangur sinn.

 


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farinn í hundana

Það á ekki af kallinum að ganga, en vonandi halda ófarir hans áfram í bikarústlitunum. Spurning hvort hann endar í dómaranum fyrir hundslætin.
mbl.is Mourinho handtekinn eftir „hundadeilur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa hundspottin í spotta

Lámark að hundaeigendur passi uppá hundana sína og hafi þá ekki lausa.
mbl.is Kvartað undan lausagöngu hunda á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnerar og lúserar

Þá er það komið á tært hverjir eru vinnerar og lúserar í kosningunum. Samt læðist að mér sá grunur að margir lúserar hafi unnið stóran varnarsigur eða hvað þetta heitir allt saman. Sumir hærri en í skoðanakönnun sem 600manns tóku þátt í og ansi margir tóku ekki afstöðu. Alltaf gaman að heyra afsakanir - enginn sem þorir að segja "Andskotinn við drullu töpuðum"

Lúserar:

  1. Framsókn -6%
  2. Samfylking -4,2 %

 

Vinnerar:

  1. Vinstri Grænir +5,5%
  2. Sjálfstæðisflokkurinn + 2,9%

 

Aðrir stóðu í stað eða komust ekki á blað, einfalt ekki satt ?

 


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiknar greynilega ekki með að vera lengur

Finnst þetta ótrúlega heimskulegt hjá honum að hætta í enskunáminu. Sérstaklega þar sem tímabilinu er nú ekki ennþá lokið. Svo er það ekki til að hjálpa honum að komast að hjá liðum í englandi að vera hættur núna, flestir hefðu nú haldið áfram að komast inn í málið því miðið við hans hæfileika eru ábyggilega lið sem geta nýtt sér þá á Englandi ef West Ham vill ekki hafa hann áfram.

 

 


mbl.is Tévez er hættur í enskunámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaloforð - ekki trúa þeim !

Svo vill til að "pólitískt minni" mitt er ekki mikið en þar sem það tengist mér ansi mikið þá man ég eftir loforði oddvita allra flokka á Akureyri í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga.

Íþróttafélagið Þór hélt opinn stjórnmálafund í félagsheimili okkar 27. apríl í fyrra,  þar mættu allir fulltrúar framboðana:

  1. Jóhannes Bjarnason f. Framsóknarflokkinn.
  2. Oddur Helgi Halldórsson f. L- lista fólksins.
  3. Hermann Jón Tómasson f. Samfylkinguna.
  4. Baldvin Halldór Sigurðsson Vinstri Grænum. 
  5. Kristján Þór Júlíusson f. Sjálfstæðisflokkinn.

Ein af spurningunum sem komu úr salnum á þessum fundi var hvort stæði til að skipta um gólfefni í íþróttahöllinni og svöruðu allir fulltrúarnir því játandi - þótti nánast sjálfsagt að það yrði ráðist í það verkefni og það strax.

Besta svarið var frá Baldvini fulltrúa Vinstri Grænna þegar hann svaraði fyrirspyrjanda á þessa leið:

,,Átti þetta að vera eikarparket Gummi minn?”

En ástæða þessa hugleiðinga minna er svar núverandi bæjarstjóra Sigrúnar við fyrirspurn frá karfan.is - þar sem þeir spurðu um hvernig bæjarfélagið ætlaði að bregðast við nýrri reglugerð körfuknattleikssambandsins um að leikir í efstu deild skuli leiknir á parketi.

Svar Sigrúnar var á þessa leið:

Í nýjustu húsum Akureyrarbæjar hefur verið settur dúkur. En mönnum hefur greint á hvort parket eða dúkur sé hentugra gólfefni fyrir þá fjölbreyttu starfsemi sem er í þessum húsum. Miðað við þær fréttir sem berast nú frá Körfuboltafélögum og fyrirhugaðar sektargreiðslur fyrir að leika ekki á parketi þá er ljóst að bæjarfélagið þarf að endurskoða þessi mál. Íþróttahöllin hefur verið töluvert notuð í körfunni, við erum að ráðast í viðgerðir á þaki hallarinnar nú í sumar og síðan verður tekin ákvörðun um gólfefni. Það er engu að síður ljóst að parketgólf þar myndi skerða notkun hennar fyrir aðra starfsemi þannig að nauðsynlegt er að skoða málið í heild sinni og sjá hvar körfunni verður best komið fyrir.  (tekið af karfan.is)

Er þá nema von að maður spyrji er eitthvað að marka kosningaloforð ? Sé í það minnsta ekki JÁ í þessu svari hennar.

Varla liðið nema ár síðan parketi var lofað og málið allt orðið ansi loðið.


Hver verður númer x ?

Nú styttist í innlit númer 30.000 á rausið mitt, gaman ef viðkomand skrifar athugasemd hérna eða skilur eftir innlitakvitt eða hvað það heitir eitt nýjasta orðið í blogheimum.

Annars smá kvart, sé að þegar maður skrifar færslu þá er komin villuleit sem er bara hið besta mál en hins vegar er tengill hérna fyrir neðan gluggann sem færslan er skrifuð í. Ekki smella á tengilinn fyrr en þið hafið vistað færsluna :-) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband