Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Hvenær lækkar bensínið ?
5.3.2007 | 15:41
Hlítur að fara að lækka hérna, man að vísu ekki í hverju fatið var áður en það hækkaði hérna síðast en 1.23 dalur á fat er ágætist lækkun svo vonandi fáum við að sjá svipað verð og það var fyrir síðustu hækkun... En samt læðist að mér sá grunur að tregðulögmálið að lækka sé í gildi en ekki þegar olíufélögin þurfa að hækka.
Hráolíuverð lækkar á heimsmarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðlaus
5.3.2007 | 12:43
Dæmd til hýðingar fyrir að hitta sér óskyldan mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rífa vandann
5.3.2007 | 08:07
Ansi hlítur það að teljast þægileg "lausn" í ljósi þess sem gengið hefur á undanfarnar nætur að rífa húsið enda hefur það staðið til síðasta árið eða svo. Veit ekki hvort menn hafa verið svona seinir að finna verktaka til að rífa húsið eða eigendurnir hafi alltaf verið að bíða eftir leyfi frá bænum um að það mætti.
Verður fróðlegt að sjá hvort þetta hefur einhverja eftirmála næstu nætur, sjáum það í sjónvarpinu í fréttunum.
Byrjað að rífa Ungdomshuset | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Atkvæði til sölu
5.3.2007 | 00:22
Já atkvæðið mitt er á lausu, tek við tilboðum hérna !
Hef í gegnum tíðina verið kenndur við Sjálfstæðisflokkinn, en þar sem Kristján nokkur Júlíusson leiðir hann hérna í mínu kjördæmi þá strika ég D-ið út af listanum ... tja nema þeir bjóði vel
Var á tímabili svolítið svagur fyrir Frjálslyndum, líkaði vel að þeir opnuðu á umræðu um gengdarlausann innflutning á vinnuafli eins og það var kallað en því miður snérist sú umræða fjótt upp í tal um rasisma og annað álíka leiðinlegt. Það var þó ekki endilega Frjáslyndum að kenna heldur snérust ýmsir gáfumenn til varnar vinnuaflinu eða þannig.
Samfylkingin - tja veit ekki alveg... Ekkert sérlega spennandi þar, þó hefur Kristján Möller verið einn af skástu þingmönnum kjördæmisins.
Framsóknarflokkur - efast um að hann verði mælanlegur þegar nær dregur kosningum, nema með millimetramæli.
Vinstri Grænir - Steingrímur alltaf flottur margt í þeirra málflutningi sem mér líkar ekki nægilega.
Þá er ekki markt eftir, en bíð spenntur eftir því hvað verður úr þessu samkrulli Margrétar og Ómars. Er ekki eins spenntur fyrir aðkomu JFM, hann hefur einhvern veginn alltaf náð að fara í mínar fínustu og þeir sem þekkja mig vita að ég er með mjög langt þolmark gagnvart einstaklingum en JFM fer langt yfir strikið og þekki ég manninn ekkert nema í gegnum fjölmiðla.
Ætli maður gerist þá ekki hægri grænn ? Nema önnur tilboð komi - ykkur er velkomið að leiða mig villuráfandi kjósanda á rétta leið.
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líkrúntur
4.3.2007 | 22:25
Eru norðmenn jafn grunnhyggnir og við íslendingar ? Það hefur oft komið í ljós að fangelsin og meðferðarstofnanir eru stundum bara uppá skraut, menn valsa inn og út og koma jafnvel fram í sjónvarpsþáttum eins og aðrir góðborgarar.
En í þessu dæmi þá fatta ég ekki alveg, líkið var af manni sem hafið verið saknað í viku en Quang Minh Pham var í helgarleyfi og var handtekinn núna um helgina. Var hann búinn að vera laus síðan helgina þar á undan eða höfðu hinir sem eru ákærðir með lát mannsins að gera og fékk Quang bara að skreppa með líkið á rúntinn ?
Dæmdur morðingi var með lík í bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sprella á sprellanum
4.3.2007 | 18:19
Frekað skondið við þess "grand opnun" að það voru bara sprellar sem mættu engar vörtur.
Spurning hvort að Nude laugar opni fljótlega ? - Segi fyrir mig að ef fólk vill "ræktast" á sprellanum eða vörtunum þá er mér sama og það böggar mig ekki neitt. Hugsa samt að svona verði ekki algengt á Íslandi, en það er aldrei að vita. Þar sem ég forðast sólarstrendur eins og heitann eldinn (sandinn) þá veit ég ekki hvort netktarstrendur eru vinsælar hjá íslendingum en þó læðist að manni sá grunur að forvitnin komi upp í landanum og hann prufi það eins og annað.
Berrassaðir í líkamsrækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bruce, Hughes, eða Coppell ?
4.3.2007 | 16:12
Já stórt er spurt - Hver þessara snillinga er best fallinn til að taka við starfi Sir Alex Ferguson þegar hann hættir eftir 2 ár eða svo. Svo er Roy Keane að byrja vel og með sama áframhaldi gæti hann gert tilkall til krúnu Sörsins á Old Trafford - hver veit.
Ég vil meina að Mark Hughes sé maðurinn í djobbið, en hef svo sem ekkert fyrir mér í því annað en nostalgíu eða hvað sem það má kalla það. Hughsey var minn uppáhaldsleikmaður þegar hann spilaði með okkur og eflaust hefur það eitthvað að segja. Karakterinn líka, rólegur að eðlisfari en breytist í "villidýr" þegar inn á völlin er komið, áttum margt sameiginleg á fótboltaferlum okkar. Eini munurinn og er það bara algjört aukaatriði er að hann gat spilað fótbolta en ég ekki - var algjörlega hæfileikalaus en þoldi ekki að tapa og barðist alltaf. Man sérstaklega eftir "official videoi" sem gefið var út um Hughes þar sem hann veitti viðtal heima hjá sér og var það blaðaefni þar sem hann hélt alltaf sínu persónulega lífi fyrir utan fjölmiðlaheiminn. Menn vissu varla neitt um hann utan vallar hvort hann væri giftur eða ætti börn en í þessu videoi mætti liðið bara heim til hans og tók viðtal og tveir synir hans ef ég man rétt sáust sparka bolta á milli sín á grasblettinum bakvið hús.
Steve Bruce hefur átt gloppóttan feril sem framkvæmdastjóri en er að að koma sterkur inn með Birmingham liðið og er kanski að ná stöðugleika sem stjóri. Hann var eitilharður varnarmaður og hikaði ekki við að fórna nefinu ef þess þurfti í baráttu um boltann. Algjör leiðtogi á velli enda fyrirliðið liðsins í mörg ár - dreyf menn áfram og peppaði upp.
Coppell er elstur og hefur mestu reynsluna sem stjóri, árangur hefur verið upp og ofan en liðið sem hann hefur búið til hjá Reading er athyglisvert engar stjörnur heldur samsafn af leikmönnum sem vita sín takmörk og eru ekkert að reyna umfram það sem þeir kunna. Berjast eins og ljón og gefast aldrei upp. Það eru eiginleikar sem Coppell var kanski ekki þekktur fyrir þegar hann hljóp upp og niður hægri vænginn hjá United á sínum tíma.
En hvern telur þú vænlegastann sem eftirmann Ferguson ?
Blackburn fagnaði sigri á Reebok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skuggalega flott
4.3.2007 | 00:53
En klúður hjá mér, leit út um gluggann og sá ekkert - sko fyrir almyrkvann. Hefði verið gaman að sjá þetta með berum augum eins og sagt er.
Er samt ennþá með stjörnur í augunum ef svo má að orði komast eftir stórkostlega norðurljósasýningu sem var fyrir um 2 vikum. Við Rebekka láum uppi í rúmi og ég var nýbúinn að lesa fyrir hana og varð litið upp í þakgluggann og þar blasti við það fallegast sjónarspil sem ég hef séð. Oft hafði ég séð flott norðurljós en þessi voru bara einstök og ekki hægt að reyna að lýsa því sem fyrir augu blasti nema þetta er það flottasta ljósasýning himinhvolfsins sem ég hef séð á minni æfi. Rebekka var alveg dolfallin yfir þessu og sagði bara vá pappi sjáðu bleika litinn - hún er akkurat á prinsessuskeiðinu og elskar allt bleikt.
Almyrkvi á tungli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Léttir púlarar
3.3.2007 | 17:34
Ekki þurfti að eyða of mikilli orku né skotum á markið á móti þeim sem aldrei labba einir. Eins vorum við ekkert að flíta okkur að skora - bara bíða þangað til rétt áður en dómarinn blés leikinn af
Þessi sigur lækkar rostann í nokkrum púlurum sem ég þekki. En annars sá ég bara fyrri hálfleikinn og allar þrjár marktilraunirnar sem við áttum í honum, dreyf mig heim og fór á tónleika hjá Tónlistaskóla Akureyrar í tilefni af degi tónlistarskólana. Rebekka var að spila með litlu skvísunum í yngsta Suzuki hópnum og stóð sig eins og hetja þó hún sé búin að vera lasinn síðustu viku og lítinn áhuga haft á því að æfa sig á fiðluna.
Já - einhverntímann hefðu menn nú undrast stórum að ég missti af leik með mínum mönnum en þegar prinsessan á heimilinu er annars vegar þá er hún alltaf í fyrsta sæti.
Alex Ferguson: Vorum stálheppnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tippið
3.3.2007 | 09:41
Jæja þá er komið að því að skella sér í Hamar og sinna tippinu. Þetta er fastur liður á laugardagsmorgnum hjá mér, að sinna tippinu, að vísu er smá forleikur á föstudögum. Föstudagskvöldin eru sem sagt tími forleiksins, þá setjumst við konan niður hugum að tippinu. Konan er fljótust með tippið, hún er bara svo snögg að höndla það, er yfirleitt aldrei lengur en mínútu oftast svona í kringum hálfa mínútu. Ég vil hins vega gæla lengur við tippið, skoða það út frá öllum forsendum áður en látið er til skarar skríða.
Það hefur ekki gengið nægilega vel uppá við með tippið, erfitt að ná upp meðaltalinu og það sem verst er að ekkert kemur út úr því - tippinu.
Já áður en menn fara að halda að ég sé að perrast eitthvað hérna þá erum við aðvitað að tippa í getraunum og starfa ég með snillingunum Pálla Jó og Jóa Jóns í getraunaþjónustu Íþróttafélagsins Þórs Árangurinn í tippinu hefur verið upp og ofan eins og gengur, við hérna á heimilinu tippum alltaf á svokallaðar 10kalla raðir.
Þá merkjum við á eina röð sem kostar 10 krónur og er árangrinum haldið saman og eins og staðan er núna þá er ég, náttlega sjálfur atvinnugetraunasnillingurinn efstur, en Rebekka prinsessan á heimilinu ( þessi sem situr á öxlum mér á myndini ) fylgir mér eins og skugginn. Rebekka hefur gaman af þessu og þar sem hún er aðeins á sínu fjórða keppnistímabili í kapphlaupi lífsins þá þurfti fyrst að hjálpa henni. Spurði ég hana þá hvort hún vildi einn, x eða tveir. Svaraði hún alltaf samviskusamlega en í föstudagskaffinu í Hamri þá fyllti hún út seðilinn sinn sjálf og verður gaman að sjá hvernig þaða gengur. Auðvitað er örðu vísi að fá að skrifa sjálf og bara skemmtilegra. Ingibjörg fylgir okkur svo fast eftir og er ekki mikill munur á því hvernig aðkoma okkar er að þessu, ég með "vísindin" að baki en þær bara gera þetta eftir eigin höfði svo niðurstaðan er þessi.
Tippi er fyrir alla - allir að tippa hjá sýnu félagi eða þá bara velja 603 sem er getraunanúmer Þórs.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)