Færsluflokkur: Bloggar

Loksins búið að ákveða fyrir mig hvað ég á að kjósa

Eða þannig. Rakst á atyglisverða heimasíðu xhvað.bifrost.is. Þar getur maður tekið smá próf/könnun á afstöðu til margra málefna og svo fær maður að vita niðurstöðuna á því hvaða flokkur samræmist best skoðunum manns.

Niðurstaðan mín var þessi:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 43.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 52%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Svo það er "ljóst" að ég kýs Frjálslyndaflokinn Smile

Eða hvað ? - held að ég sé ennþá jafn óákveðinn. 


Betri en Eiki ?

Eiríkur er flottur - en þessi krakkar fara nú langt með að toppa kallinn Smile

 

 


mbl.is Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra þarna en í umferðinni

Heldur hefur þetta verið dýrt að vera að leika sér þarna á svæðinu. En samt betra að þetta gerist á lokuðu æfingasvæði en úti í umferðinni.
Löngu kominn tími á æfingasvæði - sportbílar eru staðreynd og auðvitað kítlar eigendur þeirra gæla aðeins við pinnann
mbl.is Umferðaróhapp á æfingasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjögura ára og kann tökin á tippinu

Að sinna tippinu er ekki auðvelt - stundum er eins og maður ráði bara ekkert um hvað kemur út úr tippinu. Margir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á tippið - oftar en ekki þættir sem maður ræður bara ekkert við. Það gerir allt í sambandi við tippið svo vandmeðfarið, maður veit ekkert hvað kemur út fyrr en að leik loknum. Oft setur maður upp spekingslegann svip, spáir í viðfangsefnið, skoðar línurnar. Forleikurinn er tímafrekastur hjá sumum allar hreyfingar viðfangsefnisins eru kortlagðar, betri heima eða ekki heima - fyrri reynsla ?

Svo þegar nálgast hámarkið þá kemur oft efinn - var þetta vitlaus aðferð .. átti maður að taka meira mark á fyrra skori.. eða hlusta á þá sem reynsluna hafa á viðkomandi  ?

Þegar svo afrakstur erfiðisins liggur fyrir framann mann þá er gleðin ekki alltaf jafn mikil stundum veit maður að það var alveg hægt að gera betur. Bara ef maður hefði farið aðeins rólegar í hlutina og spáð meira í aðferðarfræðina. Maður rennir yfir þetta í huganum og pælir í  hvort maður hafi verið of  mikið vinstrameginn eða kanski hægrmeginn ? Miðjan er yfirleitt ekki góð, oftast lítið að fá út úr því að einbeita sér að henni.

Þrátt fyrir þessar pælingar og áratuga reynslu mína þá er það nú þannig að litla prinsessan mín, Rebekka Unnur kann best á tippið á heimilinu. Hún byrjaði nú bara nýlega að stunda tippið og bara í síðasta mánuði sem hún fór að valda því alveg sjálf, enda bara 4 ára.

Fyrst fór tippið þannig fram að ég spurði hana "segðu einn, egs eða tveir" og hún svaraði sammviskusamlega en núna er hún farinn að fylla út sjálf. Skrifar mjög fallega einn, egs eða rievt ( skrifar tveir öfugt )

Rebekka hefur náð 10 réttum, 9 réttum í tvígang og í ein 3 skipti verið með sama eða hærra skor en húskerfið sem við erum með hjá Íþróttafélaginu Þór en í gær þá náði hún 11 réttum á seðil sem kostaðir heilar 10 krónur. Þess má geta að húskerfið fékk 9 rétta ( kerfið gekk ekki alveg upp ) og kostaði það um átta þúsund Smile

Svo það er ljóst að það skiptir engu máli hver þú ert, hvað þú ert gamall eða hversu mikill sérfræðingur þú ert í sambandi við enska boltann - allir geta unnið í getraunum 

Rebekka fékk eins og staðan er núna 490 krónur í vinning fyrir 10 krónu seðil. 


 


Hvurslags skrif eru þetta ?

Er nema von að maður spyrji- hver vitleysan á eftir annari í skrifum hérna á íþróttahluta mbl.is

í frétt um að United sé með fimm stiga forskot eftir ótrúlega sigur á Everton stendur:
"Á Stamford Bridge kom Lubomir Michalik Bolton yfir en Salomon Kalou jafnaði skömmu síðar og tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Jussi Jaaskaleinen sjálfsmark fyrir Bolton. Kevin Davies jafnaði fyrir Bolton á 53. mínútu og þar við sat."

Enn á ný lítur út fyrir að blaðamaður þekki ekki nógu vel til knattspyrnu - þar sem það er frekar skrítið að Jaaskaleinen skori tíu mínútum fyrir leikslok en svo skorar Bolton eftir það á 53 mínútu - hvenær voru þá leikslok ??

Minni aftur á frétt færslu http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1265745

þar sem þekking þeirra sem skrifa á mbl.is virðist afar takmörkuð á hvernig fótboltaleikur fer fram :-)

EN burtséð frá þessu þá var þetta frábær sigur í dag og hvaða hugsanir hafa farið um huga Móra þegar Phil Neville setti markið og jafnaði leikinn fyrir United ??


mbl.is Man.Utd. með fimm stiga forskot eftir ótrúlegan sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiríkur Hauksson ábreiða

Tók smá video af henni Rebekku taka cover af Júróvisíon laginu okkar með hópnum sínum á leikskólanum.

Nokkuð stolltur af kellu Smile - fyrir þá sem ekki þekkja þá er hún í miðjuni með mikrafóninn Whistling


aha fattaði það

Nú fattaði ég af hverju það var svona gríðarleg stemming á báðum/öllum landsfundum stjórnmálaflokkana um helgina. Auðvitað voru fengnir flugfarmar af erlendu fólki til að fylla upp í sætin á þingunum.
Heyrðist mikið rætt um fjölda lífvarða á samfó þinginu, sennilega hefur einhver frægur verið það, var ekki líka smalað einhverjum flokkstrúbræðrum/systrum frá norðurlöndunum ? - varla hafa þeir ferðast með láfargjaldaflugfélögunum.

mbl.is Margar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag að lækka vexti

Ef það er svona lítill hluti af hagnaðinum sem kemur frá viðskiptum bankans við einstaklinga er þá ekki málið að lækka bara vextina. Hefur sáralítil áhrif á hagnað bankans og skiptir því litlu máli.

En svo er stóra spurningin eru ofurlaun þeirra forstjórabræðra reiknuð inn í þessar tölur ?


mbl.is Um 3% af hagnaði Kaupþings vegna viðskiptabankastarfsemi hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Emil hvað ?

Þetta toppar nú söguna af Emil í Kattholti - þegar hann festi hausinn í súpuskálini :-)

En þetta er líka gott dæmi um að björgunarliðin okkar eru að standa sig frábærlega, alltaf til taks og hafa ráð við öllu.


mbl.is Þriggja ára stúlka flutt af slysadeild á verkstæði slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhommun

Spurning hvernig þessi snillingur yrði eftir vel heppaða ( er það til ) afhommun.

Held að svona tilþrif ættu dómarar hér á landi að taka upp, yrði ábyggilega til að auka aðsókn á fótboltaleiki.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband