Game over

Best að hafa einn þekktasta tölvufrasann sem fyrirsögn, fyrst það er kominn tími á disklingana. Maður en þú það gamall í tölvubransanum að muna byltinguna þegar disklingar fóru að taka 720k og ég tala nú ekki um 1.44 MB. Ótrúlegt magn sem komst á einn diskling, ég á nú slatta af disklingum ennþá og sennilega heldur maður  þeim áfram fyrir svona nostalgíu sakir.

Hjó samt eftir einu í niðurlagi fréttarinnar það er að um hversu fljótt birgðir muni seljast og finnst það svolítið tvírætt, annað hvort er mikil sala í disklingum og því mikið í hillunum eða þá að lítlar birgði fyrst þeir klárast á nokkrum dögum og því spurning um hvaða hillupláss sparast ? 

 


mbl.is Hætta að selja disklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki verið að beina fólki oeða kúga til að kaupa flakkara og minnislykla. Að vísu góðar geymslur en ómögulegar verðlega séð m.a. til að geyma hluti varanlega.  Svo getur þurrkast út af diskum og lyklum ef réttar aðferðir eru ekki viðhafðar í aftengingu. Hið skrírtnasta mál allt saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2007 kl. 02:21

2 identicon

Í síðustu fjórum borðvélum sem ég hef smíðað mér frá því um 2000 hef ég sleppt því að nota diskettudrif (1.44) og hef ekki lennt í því enn að ég hafi nokkurn tíman fundið fyrir því með USB portin, CD, DVD brennara og auk þess að hafa internetið.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband