Raunhæfar kröfur

Er ekki bara góður árangur að ná 8. sæti í heimsmeistarakeppni ?

Það er alveg hægt að færa fyrir því rök að við höfum verið nálægt því að enda eitthvað ofar, en við vorum líka ekkert langt frá því að komast alls ekki í þessa keppni. Ég held að við getum alveg verið stollt af strákunum okkar, þeir sönnuðu einn einu sinni að þessi pínulitla þjóð á alveg í fullu tréi við þjóðir sem eru margfallt stærri en við. Allir þekkja hausatöluútreikningana, við höfum aldrei farið neitt eftir þeim og att kappi við bestu þjóðirnar. Alfreð segir eftir tapið á móti Spánverjum að okkur skorti breidd og það er alveg rétt, okkur vantaði Einar Hólmgeirsson og Garzia.

En verum bara stollt af strákunum, Ísland er svo sannarlega ennþá á kortinu í handboltaheiminum og munum eftir því að þjóð eins og Svíar sátu heima með sárt ennið. En við vorum að spila þarna en hefðum svo hæglega getað verið í sporum Svía að horfa á þetta í sjónvarpinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband