Unsportsmanlike conduct

Eru meðal annars lýsingarorð sem íþróttafréttaritarar á Englandi nota yfir leik Arsenal í dag, sem enn einu sinni njóta hagstæðrar dómgæslu á heimavelli sínum.

Dómarinn sleppti augljósu víti sem dæma átti á Arsenal og jöfnunarmarkið kom upp úr rangstöðu, til að bíta hattinn af skömmini þá fóru Arsenal leikmenn hamförum á vellinum og ótrúlegt að þeir hafi náð að klára leikinn ellefu.  6 gul spjöld fengu þeir að sjá og verst fyrir Arsene Wenger því eins og venjulega þá sér hann aldrei þegar hans menn brjóta af sér svo hann hefur voða lítið séð af leiknum, - karl kvölin.

En svona í framhjáhlaupi má geta þess að ég sá ekki leikinn Smile


mbl.is Arsenal knúði fram sigur gegn Wigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Jónsson

Horfði á leikinn og fannst ekkert að þessu (þannig séð).  Dómarinn dæmdi leikinn samkvæmt sinni bestu vitund og sem betur fer fyrir Arsenal þá vissi hann bara ekki betur.

Go Gunners!

Jóhann Jónsson, 12.2.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband