Bless Larsson

Bless bless, Henrik Larsson. Þú hefur staðið þig eins og hetja og skráð nafnið þitt í sögubækurnar sem ritaðar verða um Manchester United. Margir gæla við þá hugmynd að þú skiptir um skoðun og haldir áfram á Old Trafford út leiktíðina og gerir með okkur atlögu að þrennuni.

Held þó að þrennan sé ansi fjarlægur draumur, liðið er ekki nægilega sterkt til að gera alvöru atlögu að henni. Þegar ein helsta stórstjarnan hann Venni Rún var eins og miðlungsleikmaður í 2. deild á Íslandi í leiknum í gær þá er ekki við miklu að búast. Venni hefur að vísu ekki verið að gera miklar rósir ef maður skoðar tímabilið í heild, einstaka smá gos og þá helst í leikjum sem skipta minna málið eða á móti svokölluðum minni liðum.

Með öll meiðslin sem eru að hrjá framherjana og Venna úti að aka þá megum við hafa okkur alla við að ná enska titlinum - allt annað væri bónus nema kanski að Larsson skipti um skoðun ?


mbl.is Manchester United vann Lille öðru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband