Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Becks bara snilli

Það er ekki of sögum sagt að David Beckham er fæddur inn í Manchester United fjölskyldu og hefur frá blautu barnsbeini verið aðdáandi þess liðs. Draumur hans í barnæsku var að spila fyrir uppáhaldsliðið sitt og sá draumur rættist og hann hampaði bikurum með félögum sínum. Margir hafa sagt að allar leiðir frá Old Trafford séu "niðurleið" og er ljóst að þó svo að David Beckham hafi farið til stórliðs Real Madríd þá er bara eitt lið sem á hjarta hans og það er auðvitað æskufélagið.

Margir hafa gert mikið úr meintu ósætti hans og Ferguson og margumtalað "skóflug" í búningsklefa er margtuggið en hefur greynilega ekki myndað neina gjá á milli þeirra. Ferguson tók ákvörðun um að líf Beckham snérist of mikið um sviðsljósið utan knattspyrnuvallana og það kom niður á getu hans og því var hann látinn fara. Simple as that eins og Ferguson endar svo oft setningar á.

Ég og Rebekka horfðum saman á fyrri hálfleik í gær svona rétt áður en hún sofnaði kúrandi á maganum á mér. Maður fékk svona nettann hroll og tár á augnhvarm þegar snillingar á borð við Denis Joseph Irwin, Brian McClair, Ole Gunnar Solskjaer komu fram á völlin í smá viðtöl - þetta var bara skemmtilegt kvöld og markið hans Ronaldo var toppurinn á leiknum.


mbl.is Beckham: Ferguson sá besti í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það eitthvað nýtt ?

Það eru alltaf stjörnur á Old Trafford, í hverjum einasta leik, tja nema þegar þeir leigja völlinn undir rugby leiki til að fá salt í grautinn, grey eigendurnir.

En þegar snillingar eins og Giggs, Scholes og besti knattspyrnumaður heims Ronaldo spila þarna reglulega þá er engin frétt að það sé stjörnuflóð á Old Trafford.


mbl.is Stjörnuflóð á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara fjárdráttur

Alveg ljóst að þessi maður hefur stundað fleiri drætti en fjárdrætti Smile - en er greynilega byrjaður að safna upp í meðlagsgreiðslurnar. Samt vont að menn þurfi að stunda fjárdrætti til að standa svo straum af öðrum dráttum sem hann hefur stundað. En góð tala samt hjá honum að eiga von á sex börnum eftir sex með sex konum..... í það minnsta.


mbl.is Á von á sex börnum með sex konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður vegur

En er hann nægilega grænn ?

Það verður erfiðast að selja þessa hugmynd öllum nýgrænum sem hafa sprottið fram á sjónarsviðið undanfarið. Það virðist enginn vera maður með mönnum nema vera umhverfisgrænn eða var það umhverfisvænn ? - hvað um það allt er vænt sem vel er grænt Smile

Hef samt svolítið á tilfinninguni að ansi margir af þessum nýgrænu hugsi ekki um umhverfisvernd af fullri alvöru, séu svona meira að vera með því það sé í tísku að vera grænn.  Hef ekki orðið var við aukningu á umhverfisvænum bílum td, nei það er enginn maður með mönnum nema vera á sem stærsta jeppanum á stærstu dekkjunum svo hann nái nú að eyða nógu miklu af eldsneyti.


mbl.is Segja arðsemi nýs Kjalvegar vera 5,6 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Móri núna ?

Hvar er "Puta" Móri núna ? - Ekki er hann að tjá sig um heppnina í mínum mönnum, sennilega of upptekinn að kalla allt og alla í kringum sig Puta. Segist nota það svona 50 sinnum í leik og þá ekki í niðrandi merkingu og það sama eigi við þegar hann kallaði að Mike Riley dómara það í hálfleik á bikarleiknum á móti Tottenham um helgina.

Annars held ég að það sé að koma í ljós að Fergie hefði átt að bæta við framherja sem væri ekki leiguliði eins og Larsson, heldur opna budduna og kaupa eitt stykki. Annars er kanski smá von fyrst Venni Rún braut odd af oflæti sínu og skoraði - kanski hann sé að vakna af svefninum langa. Annars sá ég ekki leikinn var að sinna mun brýnni erindum, var nefnilega í sumarbústað um helgina og það sem var best við það að þar var bara RÚV Smile 

Held að það sé hægt að gleyma öllu tali um þrennu, liðið sem tók þrennuna státaði af Yorke, Cole, Solskjaer, og Sheringham sem sóknarmönnum en núna höfum við Venna Rún, og svo ef lukkan er með þá spilar Saha nokkra leiki sama má segja um Solskjaer hann dugar í nokkra leiki líka.


mbl.is Þrír meiddir í viðbót hjá Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapsár

Allt í einu öðlaðist orðið tapsár nýja merkingu þar sem maðurinn var kominn með það mikið sár að flytja þurfti hann á slysó. Vonandi er það ekki venjan að þegar maður er tapsár að það sjáist það mikið á manni að það þurfi að heimsækja slysó.


mbl.is Sætti sig ekki við tapið og braut rúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bless Larsson

Bless bless, Henrik Larsson. Þú hefur staðið þig eins og hetja og skráð nafnið þitt í sögubækurnar sem ritaðar verða um Manchester United. Margir gæla við þá hugmynd að þú skiptir um skoðun og haldir áfram á Old Trafford út leiktíðina og gerir með okkur atlögu að þrennuni.

Held þó að þrennan sé ansi fjarlægur draumur, liðið er ekki nægilega sterkt til að gera alvöru atlögu að henni. Þegar ein helsta stórstjarnan hann Venni Rún var eins og miðlungsleikmaður í 2. deild á Íslandi í leiknum í gær þá er ekki við miklu að búast. Venni hefur að vísu ekki verið að gera miklar rósir ef maður skoðar tímabilið í heild, einstaka smá gos og þá helst í leikjum sem skipta minna málið eða á móti svokölluðum minni liðum.

Með öll meiðslin sem eru að hrjá framherjana og Venna úti að aka þá megum við hafa okkur alla við að ná enska titlinum - allt annað væri bónus nema kanski að Larsson skipti um skoðun ?


mbl.is Manchester United vann Lille öðru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snemma beygist krókurinn

Hvað var svona merkilegt við þetta loftljós sem stolið var úr bílnum ? Líka skrítið að einhver steli radarvara eftir ófarir eins í byrjun mánaðarins.

Annars lyktar þessi frétta af gúrkum Smile 


mbl.is 9 ára stúlkur staðnar að búðarhnupli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Microsoft fallið með 4.9

eitt skelfilega skiptið enn. Í þetta sinn er það vírusvarnarhugbúnaðurinn frá þeim sem kolfellur í prófinu ekki Windows stýrikerfið. Þetta próf var gert á Windows XP með service pakka 2 og svo prufuð algengustu vírus/veiru-varnarforritin og Live OneCare náði/fann aðeins 82% af þeim vírusgildrum sem lagðar voru fyrir forritin. Öll önnur náðu yfir 90% svo þetta er skelfileg útkoma fyrir Microsoft.

Ef fólk vill sjá niðurstöðu úr þessu prófi þá er hægt að nálgast það hérna


mbl.is Windows féll aftur á veiruvarnarprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðtilraun ?

Er þetta ekki bara tilraun til morðs og/eða sjálfsvígs ?

Er ekki löngu kominn tími til að stoppa þetta með því að þyngja refsingar, held að það sé það eina sem dugar. Því miður eru alltof margir ökumenn í umferðini sem halda að þeir séu einir í heiminum á þjóðveginu og þeir bara hafi hann út af fyrir sig.

Ég segi fyrir mig að ef svona vitleysingur myndi valda tjóni á einhverjum úr minni fjölskyldu og sleppa heill úr því þá myndi ég hugsa mig alvarlega um hvort ég myndi ekki gera "lesa honum pistilinn".


mbl.is Mældist á 175 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband