Færsluflokkur: Íþróttir

Kanoute betri en Rooney

Er ekki málið að skipta á "Fat Scouser" aka Shrek aka Venna Rún og Freddy Kanoute ? Horfði á leik Sevilla og Atletico Madrid í kvöld og hreyfst enn einu sinni af Freddy, ótrúlega duglegur leikmaður og heldur boltanum rosalega vel og svo skorar hann mörk Smile

Annars er þetta búinn að vera mikill boltadagur, en þó þykir mér verst að Ármann/Þróttur nennti ekki að keyra norður og spila við okkur Þórsara í 1. deildini í körfu í dag. Ótrúlegt að fullorðið fólk skuli haga sér svona, segjast varla hafa átt í lið - fáránleg afsökun, eru þeir ekki með yngri flokka ?

En maður gat svo sem í staðinn skellt sér í sófann og horft á sjónvarpið, endalaus fótbolti í allan dag og svo var nú líka smá í gær, byrjaði að stússast í getraunum fyrir Þór fyrir tíu og var fram yfir tvö. Þá settist maður aðeins fyrir framan sjónvarpið og horfði á eins og einn og hálfan leik.


mbl.is Sevilla upp að hlið Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronaldo = priceless

Jamm er það ekki - er hægt að setja svona verðmiða á svona snilling ?

45 milljónir punda ... hvað er það eiginlega mikið - maður kann ekki á svona stórar tölur enda yfirdrátturinn ekki, sem betur fer, mældur í milljónum..... ennþá !

45 milljónir fyrir 22 ára leikmann sem þegar er orðinn einn af þeim bestu í heiminum er ekki mikill peningur miðað við hvað Chel$ea borgaði fyrir 30 ára gamlan leikmann Andriy Shevchenko. Tel því ekki 45 milljónir nein risatilboð, vona að Glazer fjölskyldan beri gæfu til að horfa fram á veginn en ekki láta hugsanlegann stundargróða villa sér sýn.


mbl.is Alex Ferguson: Eigendurnir selja ekki Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnigjarnir and..otar

Það hefur lengi loðað við íþróttir, og þá sérstaklega þessa sem hefur oft verið kölluð snerting án íþróttar eða klísturbolti af gárungunum, að menn bíði færis á að hefna sín.

Ég hef heyrt nokkrar góðar sögur af fyrstu hendi af svona viðskiptum og þar á meðal ein sem viðkomandi leikmaður beið í heil fimm ár eftir því að geta hefnt sín á leikmanni. Sá hafði ferið heldur ílla með hann og næst þegar þeir mættust ( 5 árum síðar ) rétti minn maður út olnbogann þegar gerandinn hljóp meðfram vörnini og hljóp hann svo á útréttann olnbogann og lá óvígur eftir.

En langrækir fundust mér þýskararnir á HM að baula á Loga það sem eftir var keppninar, en ansi fannst mér samt flott hjá honum að standa á góflinu í leiknum á móti þeim og njóta baulsins.


mbl.is Zeitz hefndi sín á Loga Geirssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúllumessuupp !

Ekki spurning látum Spurs ekki stoppa okkur
mbl.is Man.Utd. yfir gegn Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunhæfar kröfur

Er ekki bara góður árangur að ná 8. sæti í heimsmeistarakeppni ?

Það er alveg hægt að færa fyrir því rök að við höfum verið nálægt því að enda eitthvað ofar, en við vorum líka ekkert langt frá því að komast alls ekki í þessa keppni. Ég held að við getum alveg verið stollt af strákunum okkar, þeir sönnuðu einn einu sinni að þessi pínulitla þjóð á alveg í fullu tréi við þjóðir sem eru margfallt stærri en við. Allir þekkja hausatöluútreikningana, við höfum aldrei farið neitt eftir þeim og att kappi við bestu þjóðirnar. Alfreð segir eftir tapið á móti Spánverjum að okkur skorti breidd og það er alveg rétt, okkur vantaði Einar Hólmgeirsson og Garzia.

En verum bara stollt af strákunum, Ísland er svo sannarlega ennþá á kortinu í handboltaheiminum og munum eftir því að þjóð eins og Svíar sátu heima með sárt ennið. En við vorum að spila þarna en hefðum svo hæglega getað verið í sporum Svía að horfa á þetta í sjónvarpinu.

 

 


Var það ekki Bermuda skál ?

Sem gerði allt vitlaust hérna um árið á ísalandinu ? En Ofurskálin eins og menn hafa nefnt þennann leik á okkar ástkæra móðurmáli. Held að maður kíki á þennann leik, því ég var "internet" vinur leikstjórnanda Indianapolis Paytons Manning. Við skrifuðumst á í tölvupósti í gegnum sameiginlega vinkonu þegar hann var bara ennþá skólastrákur að spila fyrir Tennessee. Þá var sagt að hann yrði ein af stjörnum NFL og vona ég bara að hann sanni það í leiknum á sunnudaginn. Það eru rúm 10 ár síðan ef ég man rétt þegar við vorum að skrifast á og hann var þá mest að útskýra fyrir mér reglurnar í boltanum - gaman að sjá rætast úr kappanum.

Go Colts 

 


mbl.is „Ég er með uppástungu fyrir þig!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að takaáþví

Nú er kominn gulrót fyrir strákana til að rífa sig upp eftir tapið og svekkelsið á móti Danmörk, vinna Rússana og svo næla sér í 5. sætið í framhaldinu. Strákarnir geta þetta alveg, þurfa bara að mótivera sig rétt og rúlla svo yfir rússana með hröðum leik. Keyra hraðaupphlaupinn, því þeir sem hafa horft á rússana segja þá fasta í gamla striðbusalega handboltanum og gömlu gildunum og viti nánast ekki hvað hröð miðja er.

Spái að við vinnum með 4 og Guðjón Valur setji ein 9 og flest úr hraðaupphlaupum.

Áfram Ísland

Bara muna að hafa ekki það hátt þegar þið örskrið á sjónvarpið, löggan gæti bankað uppá vegna kvartana frá nágrönnunum, já og ekki hafa hátt í tækinu þegar þjósöngurinn er spilaður því STEF mafían gæti bankað uppá og rukkað þig fyrir opinberann flutning !


mbl.is Fimmta sætið á HM "opnar" dauðafæri á ÓL 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru ekki allir að skúra ?

Ég get varla verið einn um að hafa tekið mig til og skúrað gólfin hérna þegar mesti hamagangurinn var í leiknum ? - Gat bara ekki setið rólegur við sjónvarpið og dreyf mig bara í því að gera eitt það leiðinlegast sem mér datt í hug, skúra !

Var búinn að skella í þvottavélina og svo þaðan í þurrkarann og svo aftur meira í þvottavélina og ..... eins gott að þessum handboltaleikjum fari að ljúka annars veit ég ekki hvað ég get farið að stússa í framhaldinu.

Alveg merkilegt að af þremur vinsælustu íþróttunum ( fótbolti, karfa, handbolti ) eru landsleikir í handbolta þeir einu sem fara gjörsamlega með taugarnar hjá mér. Í fótbolta og körfu er ég yfirleitt salla rólegur - OK ekki alveg rólegur kanski en finn enga þörf að fara að skúra.

Er sam viss um að húsfrúin á heimilinu er ekkert ósátt við að það verði fleiri spennandi útsendingar á handbolta á næstuni.


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræði stríðið byrjað

Danski þjálfarinn er byrjaður í sálfræði stríðinu, búa til svolítla grýlu úr okkar leikmönnum og hæla þeim aðeins til að gíra dönsku leikmennina upp og vonast sjálfsagt til að íslenska liðið gleypi þetta hrátt.

Maður er strax kominn með stress hnút í magann yfir leiknum og held ég að það verði ansi lítið um að vera á götum landsins þegar leikurinn fer fram. Eini gallinn að ég held að ég verði það stressaður að ég geti ekki horft á leikinn, þá er nú gott að eiga góða fjarstýringu til að flakka aðeins á milli stöðva - ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is HM: Ísland er með frábæra leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fifty fifty ?

Held að ég verði að vera sammála danska sérfræðinginum honum Per Skaarup. Það má líka alveg snúa hugrenningum hans við og þegar hann talar um Dani þá setjum við Íslendingar í staðinn og svo öfugt. Þá kemur þetta þannig út að "það gætu liðið 10 ár þar til við fáum annað eins tækifæri á að komast í úrslitaleik HM"

Spurninginn er sú: Er okkar tími kominn ? Ef við klárum Danina þá hef ég fulla trú á því að við förum alla leið í úrslitinn.

 


mbl.is HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband